Þriðjudagur 04.12.2012 - 07:36 - Rita ummæli

xB vantar HA lögfræðing!

Fjölbreytni skiptir miklu máli þegar stillt er upp sigurstranglegum framboðslistum fyrir Alþingiskosningar. Framsóknarflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur greinilega áttað sig á þessu. Flokksmenn hafa raðað fjölbreyttum tegundum af lögfræðingum í efstu sæti framboðslistans.

Efst trónir lögspekingurinn Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst.  Í öðru sæti er Karl Garðarson sem er að ljúka lögfræðinámi frá Háskólanum í Reykjavík.  Í þriðja sæti er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lögfræðingur frá Háskóla Íslands.

Til að fullkomna fjölbreytnina vantar einungis lögfræðing frá Háskólanum á Akureyri í 4. sætið!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur