Fjölbreytni skiptir miklu máli þegar stillt er upp sigurstranglegum framboðslistum fyrir Alþingiskosningar. Framsóknarflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur greinilega áttað sig á þessu. Flokksmenn hafa raðað fjölbreyttum tegundum af lögfræðingum í efstu sæti framboðslistans.
Efst trónir lögspekingurinn Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Í öðru sæti er Karl Garðarson sem er að ljúka lögfræðinámi frá Háskólanum í Reykjavík. Í þriðja sæti er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lögfræðingur frá Háskóla Íslands.
Til að fullkomna fjölbreytnina vantar einungis lögfræðing frá Háskólanum á Akureyri í 4. sætið!
Rita ummæli