Færslur fyrir janúar, 2013

Miðvikudagur 30.01 2013 - 08:23

Er feðraorlofið bull?

Norskur fræðimaður heldur því fram að feðraorlof geti skaðað ungabörn. Semsé að feðraorlofið sé bull. Nema faðirinn sjá fyrst og fremst um hið fyrrum hefðbunda móðurhlutverk. Móðirin sé þá í fyrrum hefðbundna föðurhlutverkinu – fjarlægari barninu dags daglega. Ömurlegt ef satt er því fátt hefur gefið mér meira í lífinu en feðraorlofið og það að […]

Mánudagur 28.01 2013 - 08:55

Framtíðarforysta Sjálfstæðisflokksins

Ég sé ekki betur en að framtíðarforystusveit Sjálfstæðisflokksins sé komin fram.  Bjarni Benendiktsson mun aldrei geta náð sér á það strik sem hann þarf til þess að verða sterkur leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum. Þar vefst fortíð Bjarna í viðskiptum fyrir honum. Þá skiptir ekki máli hvort fjölmiðlaumfjöllun um Vafningsmálið er réttmæt eða réttmæt ekki. Hanna Birna Kristjánsdóttir […]

Þriðjudagur 22.01 2013 - 14:05

Samvinna um frelsi með félagslegri ábyrgð

„Allir eiga að búa við aðstöðu og svigrúm til að gera það sem hugur þeirra stendur til, án þess að skaða aðra. Fjölbreyttar athafnir einstaklinga, hugmyndir þeirra og kraftur — fái þeir svigrúm — eru grunnur að farsælu þjóðfélagi.“  Þetta gæti verið grunnstef í skilgreiningu á frjálslyndri stjórnmálastefnu. Ég persónulega myndi vilja bæta við hugmyndinni um samvinnu […]

Laugardagur 19.01 2013 - 10:53

Jón Gnarr í Mosó

Sú hugmynd að færa skrifstofur borgarstjóra í tímabundið Breiðholtið er snjöll. Það að framkvæma þá hugmynd er snilld. Þetta framtak Jóns Gnarr er afar jákvætt. Ekki að það skipti öllu að Jón Gnarr sé í Breiðholtinu svona borgarstjóri sem hann er. Það sem skiptir máli er að hann tekur með sér hluta af æðstu embættismönnum borgarinnar […]

Mánudagur 14.01 2013 - 15:52

Gamanþáttur um ESB umsókn

Það eru sameiginlegir hagsmunir Vinstri grænna og Samfylkingar að setja upp leikþáttinn „Hægjum á aðildarviðræðunum við ESB“ korter fyrir kosningar.  Steingrímur J. nær aðeins að róa hatramma andstæðinga ESB viðræðna innan VG  og heldur þeim mögulega innanborðs. Samfylkinginn nær að hlaða rafhlöðurnar og gera inngöngu í ESB að sínu aðalkosningamáli vitandi hversu stór hluti almennnings vill klára aðildarviðræður. […]

Laugardagur 12.01 2013 - 18:31

Leggjum niður RÚV

Það þarf að spara í ríkisrekstri. Leggjum niður RÚV. Frumforsenda í ríkisrekstri er að það sé unnt að færa haldbær rök fyrir slíkum rekstri. Það eru ekki lengur haldbær rök fyrir rekstri RÚV sem ríkisfyrirtækis.

Föstudagur 11.01 2013 - 18:05

Leyfum fjölkvæni og fjölgiftingu!

Ef einhver karl eða kona er svo vitlaus að vilja kvænast eða giftast fleiri ein einum aðilja af hverju í ósköpunum ættum við að banna slíkt? Persónulega finnst mér alveg nóg að eiga eina konu – og miðað við hvað ég get eflaust verið erfiður í sambúð á stundum þá geri ég ráð fyrir að konan […]

Fimmtudagur 10.01 2013 - 07:34

Svört leiga í sókn

Skattastefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir svarta leigu. Á meðan skattur á leigutekjur voru hóflegar þá var það allra hagur að þinglýsa leigusamningi. Nú munar leigusala um þá fjárhæð sem fer í skatt af leigutekjum. Auk þess sem leigutekjurnar geta haft áhrif á tekjuskattsþrep viðkomandi og hækkað skattaálögur hans þess vegna. Því kemur ekki á óvart […]

Þriðjudagur 08.01 2013 - 07:51

Namibískar kýr í Noregi

Það er margt skrítið og skemmtilegt í kýrhausnum í Noregi. Nú er það þannig að „átakanlegur“ smjörskortur fyrir jólin 2011 varð til þess að namibískar kýr flæða nú yfir Noreg. Ekki lifandi þó heldur bútaðar niður í neytendapakkningar. Það þótti fréttnæmt þegar Norðmenn voru teknir í stórum stíl við að smygla smjöri til Noregs síðasta […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur