Skattastefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir svarta leigu. Á meðan skattur á leigutekjur voru hóflegar þá var það allra hagur að þinglýsa leigusamningi. Nú munar leigusala um þá fjárhæð sem fer í skatt af leigutekjum. Auk þess sem leigutekjurnar geta haft áhrif á tekjuskattsþrep viðkomandi og hækkað skattaálögur hans þess vegna.
Því kemur ekki á óvart að þinglýstum leigusamningum hafi fækkað um 9% á síðasta ári. Það er ekki vegna þess að leigumarkaðurinn er að skreppa saman eins og Morgunkorn Íslandsbanka virðist halda fram ef marka má frétt á visir.is. Það er vegna þess að útleiga húsnæðis er í sífelldu mæli orðin svört.
Eins og vinna margra iðnaðarmanna – en hefðbundin svört vinna þeirra var nánast úr sögunni – fyrir tíma þessarar ríkisstjórnar.
Rita ummæli