Mánudagur 14.01.2013 - 15:52 - 9 ummæli

Gamanþáttur um ESB umsókn

Það eru sameiginlegir hagsmunir Vinstri grænna og Samfylkingar að setja upp leikþáttinn „Hægjum á aðildarviðræðunum við ESB“ korter fyrir kosningar.  Steingrímur J. nær aðeins að róa hatramma andstæðinga ESB viðræðna innan VG  og heldur þeim mögulega innanborðs. Samfylkinginn nær að hlaða rafhlöðurnar og gera inngöngu í ESB að sínu aðalkosningamáli vitandi hversu stór hluti almennnings vill klára aðildarviðræður.

Það fyndna í stöðunni er að þetta er ekkert annað en leikþáttur.  Það er ekki verið að fresta einu eða neinu.

  • Ríkisstjórnin mun ekki biðja um sérstaka ríkjaráðstefnu – stóð það einhverntíma til?
  • Kaflar um sjávarútveg og landbúnað verða ekki opnaðir fyrir kosningar – stóð það einhverntíma til ?
Síðan er það grundvallarspurningin í ljósi þess að það var Alþingi sem samþykkti að hefja skyldi aðildarviðræður að Evrópusambandinu og fól ríkisstjórninni verkið:
  • Hefur ríkisstjórnin þannig forræði á málinu að hún hafi heimild til að stöðva það?
Ekki að það skipti öllu máli. Þetta er nú einu sinni leikþáttur. Gamanþáttur. Farsi.
Ég geri ráð fyrir að leikstjórinn sé hinn gamansami pólitíski refur Össur Skarphéðinsson!

En gamanið gæti farið að kárna bæði fyrir VG og Samfylkingu.

Það eru nefnilega mjög margir sem kosið hafa VG sem vilja sjá aðildarviðræður kláraðar og taka síðan afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi niðurstaða gæti orðið til þess að þeir leita annað vegna andúðar VG á Evrópusambandinu.

Það eru nefnilega mjög margir sem kosið hafa Samfylkingu sem vilja sjá aðildarviðræðurnar kláraðar og taka síðan afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi niðurstaða gæti orðið til þess að þeir leiti annað vegna þess hve Samfylkingin er ákveðin í að það skuli ganga í Evrópusambandið.

Það eru ekki margir valkostir þetta fólk.  Nánast trúarleg stæk andstaða er gegn aðildarviðræðum innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kosturinn er því nánast einn fyrir fólk sem vill klára aðildarviðræður og taka síðan afstöðu.

Sá kostur er Björt framtíð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Magnus Jonsson

    Manni sýnist að Björt framtíð stefni óðfluga í hjólför fjórflokksins…. sbr
    http://www.dv.is/frettir/2013/1/14/thykir-ther-i-lagi-ad-ovarlega-se-farid-med-fjarmuni-godgerdarsamtaka/

  • Hallur Magnússon

    Magnús. Er það?

    Ég sé ekki betur en að innan stjórnar Geðhjálpar – og hjá Geðhjálp yfir höfuð séu skiptar skoðanir um málið.

    Ljótt að segja það – en maður á að segja satt.

    Höfundur pistilsins velur að túlka orð Guðmundar sem aðför að sér – og lætur sem EKKI séu skiptar skoðanir innan Geðhjálpar um málið.

    Þetta er hins vegar engin aðför að henni. Hins vegar er hún með ómaklega aðför að Guðmundi.

    Hvað ef Guðmundur hefði tekið þann pól í hæðina að gera mikið úr ásökunum meirihluta stjórnar Geðhjálpar.

    Hefði það þá ekki verið árás á minnihluta stjórnar Geðhjálpar og þá sem eru ekki sammála viðkomandi stjórnarmanni?

    Ergo. Það er sama hvað Guðmundur hefði svarað um málið – það hefði ALLTAF verið unnt að snúna því á versta veg til að skaða Guðmund.

    Smá paranoja í gangi hjá þessum sjálfskipaða talsmanni meirihluta stjórnar Geðhjálpar finnst mér …

  • Annars datt mér í hug hvort konan sé ekkert geðveik, heldur bara með vitlausa hugsun, sem hún heldur að sé geðveiki !

    Ef hún færi úr pólitísku starfi og færi að hugsa eins og venjulegt fólk ?

    Þetta er ekki grín, mér er fúlasta alvara !

  • Gunnar Kristjánsson

    Ég skil ekki athugasemdir fólks við þessa grein, afstaða fólks innan geðhjálpar o. s. frv. Það er hins vegar góð spurning sem hér kemur fram. Alþingi samþykkti að fara í aðildarviðræður við ESB. Er það ekki alþingis að taka ákvörðun um framhald viðræðna? Á að fresta, hægja eða hætta?

  • Hallur Magnússon

    Gunnar sammála þér um að umræð um átök innan Geðhjálpar ætti ekki að vera undir athugasemdum við þessa grein.

    En Magnús Jónsson notar tengil á grein þar sem Samfylkingarkona í stjórn Geðhjálpar ræðst ómaklega að Guðmundi Steingrímssyni og dregur hann inn í innanhúsátök þar með í besta falli oftúlkun orða hans – til að halda því fram að Björt framtíð sé eins og fjórflokkurinn – þá ákvað ég að svara því.

    Björt framtíð er ekki eins og fjórflokkurinn. Hún er öðruvísi. Hvort hún er betri eða verri – það er annað mál!

  • Þórhallur

    Sæll Hallur og takk fyrir góða grein.

    Ég held að þetta sé hárrétt metið hjá þér. Þessi ákvörðun á eftir að draga báða flokka niður. Ég ímynda mér að þessi ákvörðun hafi verið tekin vegna þess að formenn þessara flokka séu að horfa til samstarfs eftir kostningar en það verður líklega ekki úr þessu.

  • Það er alveg rétt hjá þér Hallur að þessi svokallaða „hæging“ viðræðnanna er aðeins sýndarmennskan ein.
    Þó einhvejir Samfylkingarmenn úti í bæ gjammi þá er það aðeins hluti af leikritinu sem að sett hefur verið upp í þessu sambandi.
    Það stóð nefnilega aldrei til af hálfu ESB að taka upp þessar viðræður sem að út af standa fyrr en í fyrsta lagi í haust, eða þegar þeim hentar.
    Að hægja á þessum atriðum einum og sér eða fresta skiptir þess vegna engu máli. Haldið er áfram með alla hina þættina á fullri ferð.

    Málið er að síðan þessi ESB umsókn var send inn sumarið 2009 þá hefur þessi Ríkisstjórn Íslands aldrei ráðið einu né neinu um framvindu þessa máls eða hvað er á dagskrá hvar eða hvenær.
    Allt það ferli hefur 100% verið á forræði ESB og því ferli öllu verið vandlega stýrt af ESB viðræðunefndinni undir handleiðslu framkvæmdastjórnar Sovétríkja Evrópusambandsins í Brussel !

  • Leifur Björnsson

    Er það ekki í hæsta máta ómálefnalegt að láta eins og stjórnmálaflokkurinn Björt Framtíð snúist um geðhjálp?
    Er Björt Framtíð ekki ákjósanlegur kostur fyrir kjósendur sem hafa kosið D og B en vilja sjá aðildarsamning ?
    Sérstaklega þegar það liggur fyrir að núverandi staða EES samningur með gjaldeyrisshöftum er ekki valkostur ?

  • Ásmundur

    Kostirnir eru að sjálfsögðu tveir.

    Samfylkingin vill alveg afdráttarlaust að þjóðin ákveði sjálf hvort hún gengur í ESB.

    Sjálfur hef ég ekki gert upp hug minn hvorn kostinn ég vel.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur