Laugardagur 19.01.2013 - 10:53 - 2 ummæli

Jón Gnarr í Mosó

Sú hugmynd að færa skrifstofur borgarstjóra í tímabundið Breiðholtið er snjöll. Það að framkvæma þá hugmynd er snilld. Þetta framtak Jóns Gnarr er afar jákvætt. Ekki að það skipti öllu að Jón Gnarr sé í Breiðholtinu svona borgarstjóri sem hann er. Það sem skiptir máli er að hann tekur með sér hluta af æðstu embættismönnum borgarinnar með sér og að þeir og borgarfulltrúar skuli í einhvern tíma þurfa að horfa á borgina út frá sjónarhorni Breiðhyltinga en ekki Reykjavík 101.

Þetta er svona hugmynd sem frændi minn Gísli Marteinn hefði líka getað fengið og framkvæmt þannig ég trúi að minniuhlutinn taki vel í þessa nýbreytni.

En Jón Gnarr á ekki að láta staðar numið í Breiðholtinu. Hann á að semja við bæjarstjórann í Mosfellsbæ um að fá að sitja þar um skeið. Bæjarstjórinn í Mosó ætti að semja við bæjarstjóranna á Seltjarnarnesi um að fá afnot af bæjarskrifstofunum þar og bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi að sitja um skeið í  skrifstofum Reykjavíkurborgar við Höfðatorg.

Ég er ekki að grínast.

Þetta gæti verið fyrsta skrefið í nauðsynlegri sameiningu Mosfellsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarness.

Á sama hátt ættu bæjarstjórar Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs að hafa vistaskipti um skeið. Sem fyrsta skrefið í nauðsynlegri sameiningu þessarra sveitarfélaga.

Á meðan bæjarstjórarnir hafa sætaskipti getur Alþingi undirbúið nauðsynlegar breytingar á lögum til að tryggja flutning tekjustofna og verkefna frá ríki til sveitarfélaga þannig að stór og öflug sveitarfélög sinni ekki einungis núverandi verkefnum heldur einnig eins mörgum verkefnum sem ríkisvaldið sinnir eins og unnt er.

Á landsbyggðinni ætti samhlið að sameina núverandi sveitarfélög í stór sveitarfélög sem yrðu á stærð við gömlu kjördæmin svo landsbyggðarsveitarfélögin hafi styrk til þess að taka við tekjustofnum og verkefnum af ríkinu.

Semsagt. Jón Gnarr í Mosó!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Magnús Birgisson

    Það hefði verið enn sniðugra ef Jón Gnarr hefði einfaldega flutt í Breiðholtið en haldið áfram að sækja vinnu niður í Ráðhús.

    Það hefði miklu frekar leitt honum fyrir sjónir hvað rörsjónin hjá þeim íbúum í 101 sem í dag ráða öllu í borginni er farin að kosta okkur.

    Það er ekki mikið mál að keyra á MÓTI umferðinni á morgana og síðdegis…

  • Hann hjólar í vinnuna, en annað býr undir hann er einfaldlega að opna þarna kosninga skrifstofu fyrir Bjarta framtíð.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur