Þriðjudagur 22.01.2013 - 14:05 - 2 ummæli

Samvinna um frelsi með félagslegri ábyrgð

„Allir eiga að búa við aðstöðu og svigrúm til að gera það sem hugur þeirra stendur til, án þess að skaða aðra. Fjölbreyttar athafnir einstaklinga, hugmyndir þeirra og kraftur — fái þeir svigrúm — eru grunnur að farsælu þjóðfélagi.“  Þetta gæti verið grunnstef í skilgreiningu á frjálslyndri stjórnmálastefnu.

Ég persónulega myndi vilja bæta við hugmyndinni um samvinnu frjálsra einstaklinga á jafnréttisgrundvelli við framangreint stef.

Í aldarfjórðung hef ég orðað þetta þannig: „Frelsi með félagslegri ábyrgð“.

Þótt stjórnmálamenn og stjórnmálaumræða hafi ekki verið upp á sitt besta að undanförnu þar sem því miður hefur glitt í öfgar, höft og forræðishyggju – þá er ljóst að það ætti að geta náðst ágætt samstaða um að byggja samvinnu ýmissi góðra stjórnmálamanna á framangreindu grunnstefi. Stjórnmálamanna úr öllum núverandi stjórnmálasamtökum-  þótt ýmis flokkssystkyni viðkomandi hafi verið út úr kú á kjörtímabilinu og fjarri því að vera frjálslynd á einn eða annan hátt.

Því sannleikurinn er sá að þetta grunnstef er að finna á einn eða annan hátt í öllum stjórnmálflokkum!

Setjum upp smá lista af góðu fólki sem rekur pólitík sem fellur að þessum frjálslyndu grunnstefum þótt það nálgist það úr mismunandi áttum:

Katrín Jakobsdóttir Thoroddsen varaformaður VG.  Árni Páll Árnason formannsefni Samfylkingarinnar. Eygló Harðardóttir ritari Framsóknarflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformannsefni Sjálfstæðisflokksins, Guðmundur Steingrímsson annar formaður Bjartrar framtíðar.

Hefði sagt Lýður Árnason úr Dögun – en hann er víst hættur. Nefni þá Gísla Tryggvason í staðinn!

Þetta væri ekki ónýtur grunnur að ríkisstjórn sem byggði samvinnu sýna á grundvallarstefninu „Frelsi með félagslegri ábyrgð“.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Leifur A.Benediktsson

    Sex flokka ríkisstjórn? Og engin stjórnarandstaða? Þetta gengur engan vegin upp í mínum huga Hallur. En hugmyndin er góðra gjalda verð og fínir einstaklingar sem þú tiltekur þarna.

  • Hallur Magnússon

    Það hefur ekkert skort á stjórnarandstöðu innan núverandi stjórnarflokka á kjörtímabilinu 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur