Miðvikudagur 06.02.2013 - 15:08 - 1 ummæli

Lihkku beivviin!

Lihkku beivviin! Það er þjóðhátíðardagur Sama í dag. Samar halda uppá 6. febrúar í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Þeir minnast 6.febrúar 1917 þegar Samar frá öllum þessum löndum söfnuðust til Þrándheims til að halda fyrsta landsþing sitt. Landsþing þar sem þeir skilgreindu sig sem eina þjóð þvert á landamæri.

Við Íslendingar gleymum stundum þessar Norðurlandaþjóð. Það eigum við ekki að gera. Þvert á móti. Tilvist og merkileg menning Sama á að minna okkur á að fjölmenningarsamfélag er engin nýlunda á Norðurlöndum. Það hefur alltaf verið til staðar.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur