Lihkku beivviin! Það er þjóðhátíðardagur Sama í dag. Samar halda uppá 6. febrúar í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Þeir minnast 6.febrúar 1917 þegar Samar frá öllum þessum löndum söfnuðust til Þrándheims til að halda fyrsta landsþing sitt. Landsþing þar sem þeir skilgreindu sig sem eina þjóð þvert á landamæri.
Við Íslendingar gleymum stundum þessar Norðurlandaþjóð. Það eigum við ekki að gera. Þvert á móti. Tilvist og merkileg menning Sama á að minna okkur á að fjölmenningarsamfélag er engin nýlunda á Norðurlöndum. Það hefur alltaf verið til staðar.
Skemmtileg ábending Hallur. Takk.