Sunnudagur 10.02.2013 - 23:35 - 5 ummæli

Innri launamunur hjúkrunarfræðinga

Það er einfalt að „ljúga“ með meðaltölum. Á dögunum birtust tölur frá ríkinu um meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga. Tölurnar sýndu miklu mun hærri dagvinnulaun en flestir hjúkrunarfræðingar þekkja.

Ástæðan er líklega einföld. Deildarstjórar og stjórnendur enn ofar í valdapýramídanum eru með miklu hærri daglaun en almennur hjúkrunarfræðingur. Þegar ríkið gefur út tölur um meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga þá eru að sjálfsögðu allir hjúkrunarfræðingar inn í því meðaltali.  Líka þessir stjórnendur sem hafa há laun. Þeir hífa verulega upp meðaltalið.

Almennir hjúkrunarfræðingar eru áfram með skítalaun.

En ríkið hefur náð fram markmiði sínu. Að telja almenningi trú um að almennir hjúkrunarfræðingar séu með þokkaleg laun og reyna því að draga úr samúð almennings með réttmætum launakröfum almennra hjúkrunarfræðinga.

Verst að lélegir fjölmiðlar birta tölur ríkisins gagnrýnilaust.

Hvernig hefði verið að fjölmiðlar hefðu reynt að rýna í tölurnar og draga fram þess einföldu staðreynd í stað þess að bakka upp ríkisvaldið í þessu áróðursbragði!

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Mikið rétt Hallur. En fjölmiðlar hafa tekið sig á. Þeir (RÚV og stöð 2) hefja yfirleitt fréttatíma á að segja hrollvekjandi sögur af spítölunum. Taka viðtöl við hjúkrunarfræðinga sem hafa áhyggjur af sjúklingum en eru að hætta . Allt er þetta flókið, mótsetningakennt og viðkvæmt.

    Ég þekki vel til hópuppsagna. Tók þátt í að beita þeim þegar ég starfaði hjá ríkinu en það var áður en ríkisstarfsmenn fengu verkfallsrétt.

  • Guðmundur Ólafsson

    Hér á auðvitað að gefa upp miðtölu launa, sem skiptir hópnum upp í tvo janf fjölmenna hópa, jafnvel birta línurit yfir launadreifingu. Gallinn er að blaðamenn og fjölmiðlafólk velflest skilur ekki tölfræði. Reglan er að aldrei á að treysta neinu frá ríkinu, það er nánast alltaf lygi með þeim hætti að ekki er greint frá því sem mestu ma´li skiptir

  • Meðaltal segir sitt, einnig miðgildið en það er fyrst og fremst launadreifingin sem lýsir hver launakjörin eru.

  • Hvernig væri að hjúkrunarfræðingar kynntu almenningi raunsanna mynd af launum sínum?

  • Ég sat fund áðan og það var sagt vá yfir því að sálfræðingur tæki 11.000.- á tímann þá hnussaði nú sálfræðingurinn sem sat fundinn og sagði 11.000.- ég tek 13.000.- á tímann… ég spyr bara hvað réttlætir svona tímalaun eða það sem var skrifað í blaðinu um daginn um þetta lið þarna í slitastjórn sem fannst ekki mikið tiltökumál að vera með lítinn 30-40 þús kall á tímann fyrir sína vinnu… sorglegt hvað fólk er orðið hrikalega siðlaust. Ég þekki bæði sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga og ég dáist að þessari stétt, ekki öfundsvert starf oft á tíðum. Grunnlaun þeirra eru lág og svo bætist ofan á vaktalálag og slíkt en þá kemur á móti að fólk sem er með börn, þarf oftar en ekki að redda pössun og slíkt og raska ýmsu í sínu lífi til að geta unnið við það sem það hefur áhuga á og brennur fyrir. Mér finnst sorglegt hvað ákveðnar stéttir eru lítils metnar og talið sjálfsagt að þær sinni erfiðum og krefjandi störfum fyrir lág laun og skilja svo ekki hvaða taut þetta er alltaf í þeim.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur