Íslenskir hrossabændur eiga nú frábært tækifæri til að grysja íslenska hrossastofninn eins og mikil þörf er á. Það er allt of mikið af bykkjum nagandi dýrmæta beitarhaga. Það hefur aldrei verið betra tækifæri til að markaðssetja íslenskt hrossakjöt í Evrópu en nú.
Það er nefnilega svo einkennilegt að „hrossakjötsskandallinn“ í Findus frosnu lasagnja hefur opnað augu hundruð þúsunda Evrópubúa fyrir því að hrossakjöt er meinhollt – og gott – svo fremi sem það sé ekki yfirfullt af lyfjum. Vandamálið er bara að tryggja fólki hreint og gott hrossakjöt!
Íslenskar bykkjur sem ganga frjálsar um haga eru eins og íslenska lambið. Nánast villibráð.
Nú er því tækifæri að fara í netta markaðssetningu á lyfjalausu, bráðhollu villihestakjöti frá Íslandi!
Hott hott allir mínir hestar!
Lyfjalaus hross, Hallur?