Mánudagur 18.02.2013 - 13:15 - 6 ummæli

Duld um gluggaskraut

Myndlíking Morgunblaðsins yfir Katrínu  Thoroddsen Jakobsdóttur verðandi formanns VG er skiljanleg . Katrín er einstaklega falleg, klár og sjarmerandi kona. Kona sem eldri karlmenn vildu gjarnan hafa hjá sér sem gluggaskraut enda eru þeir af kynslóð sem vandist því að hafa konuna bak við eldavélina. Myndlíkingin er því greinilega duld útbrunnins karlmanns sem saknar þess tíma þegar hann var spikk og span – og konur fylgihlutir í pólitík.

Sjarmatröllið Katrín hefur greinilega tryllt leiðarahöfund Moggans með útgeislun sinni og fegurð því  hann sér ekki sólina fyrir henni.  Því er ekki unnt að ætlast þess að blindaður og steinrunninn leiðarahöfundur hafi rænu á að sjá stjórnmálamanninn Katrínu.  Enda skilur hann ekki kröfu nútímans um stjórnmál sem byggja á hófsemd og virðingu. Leiðarahöfundurinn skilur einungis niðurrífandi stjórnmál kalda stríðsins enda væntanlega alinn upp á hugmyndafræði þess.

En stjórnmálamaðurinn Katrín Thoroddsen Jakobsdóttir er mikill og farsæll stjórnmálamaður. Reyndar líklega eina von VG.  Ekki af því að hún gæti verið gæðagluggaskraut. Heldur vegna þess að hún hefur tiltrú almennings sem heilsteyptur og góður stjórnmálamaður. Þótt gáfurnar, sjarminn og fegurðin spilli ekki fyrir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur