Ég var að kaupa litla 180 gramma skyrdós á 460 íslenskar krónur. Reyndar bragðbættum með perum og smá múslí. Skyrið er Q skyr. Framleitt úr norskri mjólk með sérstöku leyfi frá MS á Íslandi held ég. Skyrdósin var 30% dýrari en svipaðar sýrðar mjólkurvörur í hillunum. En rennur þó út eins og rjómabland í íslenskri sveit!
Svona skyr er að slá í gegn allstaðar í heiminum. Skyr sem ekki er búið til úr íslenskri mjólk. Væntanlega styttist í það að það verði búið til meira skyr í útlöndum en á Íslandi. Já, og dýrara skyr sem neytendur eru reiðubúnir að greiða fyrir. Og það úr útlenskri mjólk!
Væri ekki nær að selja útlendingum sem nú eru reiðubúnir að kaupa skyr á uppsprengdu verði íslenskt skyr úr íslenskri mjólk?
Alveg er ég með það á hreinu að íslenskir mjólkurbændur og mjólkurkýr myndu blómstra sem aldrei fyrr ef á hundruð milljóna manna markaði yrði tryggt að „skyr“ gæti einungis kallast „skyr“ væri það framleitt úr íslenskri mjólk. Án innflutningshafta.
Þessháttar markaðsstaða er möguleg. Vandamálið er bara að bændurnir á Búnaðarþingi vilja ekki svoleiðis Búbót!
… svo íslenskir bændur verða bara að halda áfram hokrinu … og í besta falli berjast fyrir „leiðréttingu á verðtryggðum lánum“. Lánum sem myndu heyra sögunni til ef við héldum með reisn inn á hundruðmilljónamarkaðinn!
Mér bara datt þetta svona í hug meðan ég skóflaði í mig 460 króna peruskyrinu frá Q!
Nákvæmlega !
Skyrið hér í Danmörku er framleitt hér en bragðast alveg jafnvel og það Íslenska. En – það kostar á 18,75 Dkr. (410 kr) í 500 gr. dós.
Möguleikarnir sem Ísland hefur að flytja þetta út eru óendanlegir ef tollfrelsi væri til að dreifa. Það er hinsvegar kvóti á útflutningi á skyri til ESB landa.
Ef það á að skrá skyr þá verður vinnsluaðferðin að vera sú sem hún í upphafi var, það er að sýra skyrið og hleypa svo. Skyr.is er afturá móti bara gert úr stöðluðum gerlum og ekki hleypt og er því nær því að vera jógúrt en skyr enda áferðin ekkert alólík og td Pascual jógúrtin sem hefur verið seld hér á landi.
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3331
Kæri Hallur!
Ég „lenti“ í því að vera búsettur 12 ár í útlöndum. Þú skilur okkur ekki lengur „okkar“ hugsunarhátt.
Eftir 1-2 mánuði nær maður ekki lengur tengingu við íslenskan hugsunarhátt,
skilur ekki lengur hvernig er hægt að láta fara illa með sig!
Akkurat Guðbjörn, ég er bara búin að „lenta“ í því að búa erlendis í 8 ár því ég vil ekki lengur taka þátt í þessu bulli víxlverkunar kauplags og verðlags,
Íslenskan hugsunarhátt; ja; það er hlutur sem ég skil alls ekki og hef reyndar aldrei skilið.
Hallur keypti 180 gr skyrdós á 460 Nýkr og Björn Larusson 500 gr skyrdós í Danmark á 18,75 Dkr sem er um 410 Nýkr.
Mig langar hisvegar að bjóða betur þar sem ég bý kaupi ég í ALDI 500 gr „skyr“dós á 0,59 € og 500 gr avaxta jogurt á 0,72 €.
Reikni nú hver fyrir sig yfir í Nýkr.
Hvað ætli íslenska skyrdósin kosti í raun, þegar búið er að reikna inn í verðið allar niðurgreiðslur, styrki og greiðslur til Bændasamtakanna, svo ekki sé minnst á það tjón sem pólitískur armur Bændasamtakanna (Framsóknarflokkurinn) hefur valdið þjóðinni?
Ætli það sé ekki talsvert meira en 460 krónur?
Fá ,,Denomination of origen“ á þessa vöru svipað og Ítalir hafa á parmeggiano osti.