Laugardagur 16.03.2013 - 07:33 - 3 ummæli

Björt framtíð Bjartrar framtíðar

Á meðan við horfum á öfgafull viðbrögð viðsterkri stöðu Framsóknarflokksins í viðhorfskönnunum – þar sem stuðningsmenn Framsóknar sem um langt árabil hafa þurft að sæta nánast einelti fyrir stjórnmálaskoðanir sínar geta varla hamið sig af ánægðu og hatrammir andstæðingar Framsóknarflokksins gersamlega missa sig í venjubundnu lítt rökstuddu skítkasti sínu gagnvart Framsóknarflokkum – þá yfirsést flestum merkileg staðreynd sem skoðanakannanirnar staðfesta.

Það er sú staðreynd að Betri framtíð er komin til að vera.

Betri framtíð hefur á undanförnum mánuðum verið með um og yfir – stundum langt yfir – 10% fylgi í viðhorfskönnunum. Í könnun Fréttablaðsins þar sem Framsóknarflokkurinn toppar með rúmlega 30% fylgi og þannig tekið ákveðna forystu sem mögulegt leiðtogaafl borgaraflanna líkt og  systurflokkurinn Venstre í Danmörku gerði um síðustu aldamót – þá mælist Betri framtíð með um 10% fylgi.

Þá er Björt framtíð með um 13% fylgi í nýjasta spurningavagni Gallup.

Þessa dagana mældist Björt framtíð með um 15% fylgi í viðhorfskönnun MMR.

Hingað til hefur 10% – 15% tiltöluleg stöðugt fylgi verið talið nokkuð gott fyrir nýtt stjórnmálaafl. Þetta er fylgi sem er svipað og Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast í skoðanakönnunum til fjölda ára.

En eðlilega fellur þessi árangur í skuggan af sterkri stöðu Framsóknarmanna sem geta borið sig vel með 25,5% til 32% fylgi í nýjustu viðhorfskönnununum!

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • kristin geir st briem

    skil ekki B.F. var að hlusta á bylgjuna þar sem guðmundur sat fyrir svörum virtist ekki hafa skoðun á neinu það eina sem hann vildi var að ganga í E.B. ekki bara að kíkja í bakkan einsog hann hefur sagt híngað til þess vegna á hann bara að ganga í samfylkínguna aftur

  • BF virðist samkvæmt Capacent hafa toppað eru á niðurleið. Sjá http://kosningasaga.files.wordpress.com/2013/03/capac.png

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Svört framtíð, tekur við óánægjufylginu frá móðurflokknum, Samfylkingunni, en með Marshall-aðstoð frá Össuri tókst að setja trekkt undir þetta fylgi svo það færi ekki til spillis fyrir móðurflokkinn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur