Á meðan við horfum á öfgafull viðbrögð viðsterkri stöðu Framsóknarflokksins í viðhorfskönnunum – þar sem stuðningsmenn Framsóknar sem um langt árabil hafa þurft að sæta nánast einelti fyrir stjórnmálaskoðanir sínar geta varla hamið sig af ánægðu og hatrammir andstæðingar Framsóknarflokksins gersamlega missa sig í venjubundnu lítt rökstuddu skítkasti sínu gagnvart Framsóknarflokkum – þá yfirsést flestum merkileg staðreynd sem skoðanakannanirnar staðfesta.
Það er sú staðreynd að Betri framtíð er komin til að vera.
Betri framtíð hefur á undanförnum mánuðum verið með um og yfir – stundum langt yfir – 10% fylgi í viðhorfskönnunum. Í könnun Fréttablaðsins þar sem Framsóknarflokkurinn toppar með rúmlega 30% fylgi og þannig tekið ákveðna forystu sem mögulegt leiðtogaafl borgaraflanna líkt og systurflokkurinn Venstre í Danmörku gerði um síðustu aldamót – þá mælist Betri framtíð með um 10% fylgi.
Þá er Björt framtíð með um 13% fylgi í nýjasta spurningavagni Gallup.
Þessa dagana mældist Björt framtíð með um 15% fylgi í viðhorfskönnun MMR.
Hingað til hefur 10% – 15% tiltöluleg stöðugt fylgi verið talið nokkuð gott fyrir nýtt stjórnmálaafl. Þetta er fylgi sem er svipað og Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast í skoðanakönnunum til fjölda ára.
En eðlilega fellur þessi árangur í skuggan af sterkri stöðu Framsóknarmanna sem geta borið sig vel með 25,5% til 32% fylgi í nýjustu viðhorfskönnununum!
skil ekki B.F. var að hlusta á bylgjuna þar sem guðmundur sat fyrir svörum virtist ekki hafa skoðun á neinu það eina sem hann vildi var að ganga í E.B. ekki bara að kíkja í bakkan einsog hann hefur sagt híngað til þess vegna á hann bara að ganga í samfylkínguna aftur
BF virðist samkvæmt Capacent hafa toppað eru á niðurleið. Sjá http://kosningasaga.files.wordpress.com/2013/03/capac.png
Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Svört framtíð, tekur við óánægjufylginu frá móðurflokknum, Samfylkingunni, en með Marshall-aðstoð frá Össuri tókst að setja trekkt undir þetta fylgi svo það færi ekki til spillis fyrir móðurflokkinn.