Sunnudagur 17.03.2013 - 09:38 - 10 ummæli

Stjórnarskrárumbótum stútað

Farsælar breytingar á stjórnarskrá Íslands er eitt af mikilvægustu verkefnum samtímans. Þjóðin virtist lengst af vera meðvituð um mikilvægi þess. En nú virðist sem lunginn úr þjóðinni hafi gefist upp á stjórnarskrármálinu og telji róttækar breytinga á stjórnarskrá mega bíða enn um sinn. Það er afar slæmt því þörfin á breytingum er svo sannarlega til staðar.

Meginástæða þessa er ekki strögl hagsmunaaðilja sem vilja ekki breytingar á auðlindaákvæðum stjórnarskrárinnar eða breytingar sem auka raunveruleg völd almennings.

Ástæðan er óbilgirni og öfgafullar upphrópanir  lítils en háværs hóps stjórnlagaráðsliða og stuðningsmanna þeirra sem ráðist hafa gegn þeim sem ekki hafa viljað kokgleypa afar góðar tillögur stjórnlagaþings að stjórnarskrárbreytingum gagnrýnilaust.

Því þjóðin er ekki það skyni skroppinn að hún staldri ekki við þegar fámennur hópur ræðst með svikabrigslum að hófsömu sem fólki leggur fram í einlægni raunhæfar tillögur um málsmeðferð sem kynni að leysa málin í sem breiðastri sátt.

Almenningur staldraði ekki bara við heldur tók málið af dagskrá þegar þessir sömu aðiljar tóku ítrekað að gefa í skyn að þeir sjálfir væru óskoraðir talsmenn þjóðarinnar.

Þá var mælirinn fullur hjá venjulegum Íslendingum sem láta ekki aðra ákveða fyrir sig hvað Íslendingnum finnst.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Sigurdur Hreinn Sigurdsson

    Hagsmunaaðilar hafa aldrei viljað setja stjórnarskrármálið á dagskrá og valdhafar ekki heldur. Enda snuast stjórnarskrárumbæturnar öðru fremur um valddreifingu og jafnari skipti af arði auðlinda.

    Að halda þvi fram að fámennur hópur raðist með svikabrigslum að hófsömu fólki með raunhæfar tillögur er i besta falli misskilningur. Allt ferlið hefur einkennst af málþófi og útúrsnúningum andstæðinga þess á kostnað efnislegrar umræðu.

  • Hallur Magnússon

    Siggi gamli skólabróðir og nágranni.

    Það er alveg rétt að „Allt ferlið hefur einkennst af málþófi og útúrsnúningum andstæðinga þess á kostnað efnislegrar umræðu.“

    Þess vegna var málið komið í ákveðinn hnút.

    Þrír flokksleiðtogar – Guðmundur Steingrímsson, Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir – tóku af skarið og leituðu leiða til að ná fram sem mestu af fyrirliggjandi tillögum stjórnlagaráðs – og tryggja áframhaldandi vinnslu málsins.

    Ekki á þeim hraða sem ég og þú hefðum viljað – en því miður þá var og er staðan þannig að slík keyrsla málsins var ekki raunhæf. Hvað sem okkur finnst.

    Í stað þess að taka þátt í þessari hófsömu lausn þá gengu sumir af göflunum.

    Það hefur farið þvert í stóran hluta almennings sem virkilega stóð að baki fyrirliggjandi tillagna stjórnlagaþings. Þær tillögur hefðu ekkert farið þótt leiðin ´2. gír hefði verið farin.

    Það sem meira er. Meirihluti almennings hefði að líkindum haldið áfram að standa að baki þeim tillögum ef leið flokksformannanna hefði verið farin og Alþingi hefði ekki komist hjá því að fylja meginlínum stjórnlagaráðs í framhaldinu. Eftir að hafa samþykkt ákveðin hluta!

    En vanstillt viðbrögð sumra stjórnarráðsliða hafa orðið til þess að skemma málið verulega. Allt of stór hluti almennings hefur dregið sig til baka og skilgreinir stjórnarskrármálið ekki eins brýnt og áður.

    Því miður. En þannig er bara staðan.

    … vegna þess að:

    „Meginástæða þessa er ekki strögl hagsmunaaðilja sem vilja ekki breytingar á auðlindaákvæðum stjórnarskrárinnar eða breytingar sem auka raunveruleg völd almennings.

    Ástæðan er óbilgirni og öfgafullar upphrópanir lítils en háværs hóps stjórnlagaráðsliða og stuðningsmanna þeirra sem ráðist hafa gegn þeim sem ekki hafa viljað kokgleypa afar góðar tillögur stjórnlagaþings að stjórnarskrárbreytingum gagnrýnilaust.

    Því þjóðin er ekki það skyni skroppinn að hún staldri ekki við þegar fámennur hópur ræðst með svikabrigslum að hófsömu sem fólki leggur fram í einlægni raunhæfar tillögur um málsmeðferð sem kynni að leysa málin í sem breiðastri sátt.

    Almenningur staldraði ekki bara við heldur tók málið af dagskrá þegar þessir sömu aðiljar tóku ítrekað að gefa í skyn að þeir sjálfir væru óskoraðir talsmenn þjóðarinnar.

    Þá var mælirinn fullur hjá venjulegum Íslendingum sem láta ekki aðra ákveða fyrir sig hvað Íslendingnum finnst.“

    • Þorvaldur Geirsson

      Þvælan hér er sú að tala um að þeir sem eru að berjast fyrir málinu gegn ofurvaldi auðvaldsklíkunnar sé að skapa málinu vandræði. Auðvaldsklíkann grenjar af bræði og vélar alla sem hægt er til að þvæla málinu sem gefur okkur ágæta mynd af því hverjir eru þrælar og hverjir ekki.
      Þegar fullyrt er að þetta mál sé ekki nóg skoðað eða ekki nógu vel unnið er ekkert annað á ferðinni en áróður og útúrsnúningur. Þeir sem eru að berjast fyrir þessu máli hafa alltaf verið til í að nýja stjórnarskráin sé skoðuð og að lagað sé orðalag ef það þarf, jafnvel ef það kostar að finna málamiðlun sem fælist í því að koma megninu í gegn en það sem stendur til að gera er að þvæla málinu út í hið óendanlega þangað til að allir gefast upp og þá geta menn haldið áfram spillingunni og haldið áfram misbeitingu á almenningi og vilja hans og þeir þingmenn sem taka þátt í því eiga ekki að fá kosningu inn á nýtt þing enda hafa allir flokkar af fjórflokkaklíkunni verið við stjórn landsmála í það minnsta eitt kjörtímabil á síðustu 10 árum, og hvað hefur gerst í þessum málum. EKKI NEITT !!
      Viljaleysið er augljóst og eins er viljinn til að vinna gegn hag almennings áberandi og kjarkleysið er æpandi. Ætlar fólk að kjósa þetta aftur á þing?

  • atli hermannsson

    Þetta er nú meira dellumagaríið hjá þér Hallur, algerlega með ólíkindum hvernig þér tekst að snúa öllu á hvolf. Þá sé ég ekki hvernig almenningur getur verið að bregða fæti fyrir framgangi þessa máls – né heldur ákveðnir stjórnlagaþingsaðilar þó ákafir séu. Almenningur hefur ekkert sérstaklega verið að setja málið á dagskrá – hvað þá að gefast upp á því – eða taka það af dagskrá eins og þú segir. Málið er statt í þinginu og hvergi annars staðar. Þá hefur heill skógur af svokölluðum sérfræðingum komið að ferlinu á öllum stigum allt fram á þennan dag. Að sjálfsögðu er ekki hægt að fara eftir öllum – enda tala þeir ekki einum rómi. Þá er staðan einfaldlega sú að málið er tilbúið til atkvæðagreiðslu í þinginu. Það eru því fulltrúar sérhagsmunaaðila á Alþingi sem selt hafa sálu sína og aðrir vesalingar á þingi sem ekki vilja þurfa að greiða atkvæði með stjórnarskránni og gegn sérhagsmunaöflunum, sem stoppar málið og ætlar að hunsa þjóðaratkvæðagreiðsluna… vesalingar.

  • Hallur Magnússon

    Atli.

    Almenningur er ekki að „bregða fæti“ fyrir stjórnarskrármálið.
    Þvert á mót. Fólkið hefur kosið með fótunum og yfirgefið þetta mikilvæga mál. Það skiptir greinilega engu í pólitískri afstöðu þess um þessar mundir.

    Hvar er fylgi þeirra stjórnmálamanna sem sett hafa stjórnarskrármálið á oddinn óbreytt – og brigslað mönnum um landráð?

    Það fylgi sést ekki.

    Þannig að hversu sárt sem okkur finnst það – þá er þessi greining mínrétt. Eins og svo oft …

    • atli hermannsson

      Hallur, Þú gefur þér þá að úrslit kosninga verði í samræmi við nýjustu skoðannakannanir, sem ég trúi ekki að verði. Ég trúi t.d. ekki að fólk muni verðlauna frömmurum nýjasta innlegg þeirra til stjórnarskrárinnar; sem er að leiða inn sér-eignaréttarákvæðið á auðlindinni sem samið var af gömlu auðlindanefndinni. Ef kosningarnar fara hins vegar á þann veg – er almenningur a.m.k. jafn heimskur og stjórnmálamenn reikna með.

  • Hallur Magnússon

    Til fróðleiks moggablogg frá því í 12. janúar 2009.

    „Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar“

    http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/769094/

  • ívar markússon

    ég er nú bara sammála þér hallur.

    framganga margra stjórnmálaráðsliða er ein af ástæðunum fyrir því að ég lokaði algjörlega á þetta mál

    reyndar hefur mér svo fundist þetta mál allt hið hurðulegasta, og skemmdirnar sem öll vitleysan í kringum þetta bull er miklar

  • Garðar Garðarsson

    Hallur þú fullyrðir hér: „Almenningur staldraði ekki bara við heldur tók málið af dagskrá þegar þessir sömu aðiljar tóku ítrekað að gefa í skyn að þeir sjálfir væru óskoraðir talsmenn þjóðarinnar.“
    Hvenær átti þetta sér stað?

    Hefur ekki verið að reytast af þeim flokkum sem eru farnir að draga lappirnar í stjórnarskrármálinu þessa dagana, Samfylkingu, VG og Bjartri framtíð? Yfir fjjörtíu prósent í skoðanakönnunum segist óákveðinn eða gefa ekki upp flokk þó stutt sé til kosningar. Hvers vegna heldur þú að svona margir séu óákveðnir? Í nýlegri skoðanakönnun kom fram að drjúgur meirihluti vill klára nýja stjórnarskrá fyrir þinglok og á þingi hafa 32 þingmenn lýst yfir stuðningi við nýja stjórnarskrá. Hvers vegna má ekki láta reyna á vilja þingmanna í þessu máli?

  • Þegar kemur að því að berjast fyrir einhverju sem máli skiftir draga Íslendingar lappirnar. Það eina sem getur sameinað þá er ytri fjandmaður. Í stjórnarskrármálinu eigum við enga slíka.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur