Fimmtudagur 21.03.2013 - 17:37 - 1 ummæli

Þróunarsamvinna er samvinnuhugsjón í framkvæmd

Þróunarsamvinna er einn mikilvægur þáttur samvinnustefnunnar. Þrátt fyrir efnahagslega áföll þá hafa Íslendingar þar harla gott miðað við stóran hluta mannkyns. Þá höfum við yfir þekkingu að ráða sem getur nýst við uppbyggingu fátækra samfélaga víðst vegar um heiminn. Við höfum á undanförnum áratugum miðlað þeirri reynslu með góðum árangri.

Þróunarsamvinna á að vera einn af hornsteinum utanríkisstefnu okkar.

Fyrir því hef ég talað í nær 3 áratugi.

Þess vegna gleður það mig að Alþingi hefur samþykkt metnaðarfulla áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016. Þrátt fyrir erfiða efnahagslega stöðu.

Allir sem aðhyllast raunverulega samvinnuhugsjónina ættu að fagna þessari samþykkt Alþingis.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Afhverju eru stjórnmálamenn að samþykkja lög sem neyða almenning að gefa peninga til þrónuarlanda?

    Er það dyggð þegar stjórnmálamenn taka þá ákvörðun að eyða annara manna peninga í þrónuarstarf?

    Ef stjórnmálamenn eru svona góðhjartaðir, afhverju skrá þeir sig ekki í UNICEF eða eitthvað?

    Er það ekki nógu gott? Þú þarft að neyða alla til að fara í Unicef með þér.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur