Það verður spennandi að sjá hvernig Lýðræðisvaktinni mun ganga í komandi kosningum. Það sem einkennir framboð hennar eru margir öflugir en frekar gamlir stjórnmálamenn. Þegar ég tala um stjórnmálamenn þá er ég bæði að tala um gamla fyrrum þingmenn eins og Þórhildi Þorleifsdóttir, harðpólitískan hagfræðiprófessor og ráðherrason eins og Þorvald Gylfason og verulega sjóaðan stjórnmálafræðiprófessur eins og Svan Kristjánsson. Þá er hefur klerkurinn Örn Bárður Jónsson alltaf verið pólitískur þótt hann hafi ekki verið flokkspólitískur.
Það verður ekki af þessi fólki tekið að það hefur mikla reynslu eftir langt ævistarf. Flott öldungadeild!
Þetta fólk á allt saman eitt sameiginlegt: Það hefur aldrei unnið fyrir sér og alltaf þegið laun frá ríkinu og þar með skattborgurum þessa lands.
Það munur en við Siggi Snorrason.
Vér mótmælum þessum aðdróttunum!!! 😉
Menn vinna fyrir sér hvort sem þeir eru opinberir starfsmenn í vinnu hjá einkafyrirtækjum, atvinnurekendur með fólk í vinnu eða einyrkjar.
Þórhildur er Þorleifsdóttir þótt Þórlindur sé eflaust til í að gangast við henni, eins og fleiri. Þetta framboð vex af verðleikafólki dag frá degi.
Stefán Benediktsson. Þú myndir sæma þig afar vel í svona öldungadeild! Og takk fyrir ábendinguna. Þetta var aulalegt af mér – vissi betur.
Tek undir með þér Hallur og þér nafni, þetta stefnir í einvalalið. Spái því að í kosningunum muni verulega fjara undan fjórflokknum vegna nýrra framboða sem munu koma mönnum að. En er von um betri tíð með blóm í haga. 🙂
Hallur, ég hélt nú að „æskudýrkunin“ væri á undanhaldi eftir afrek „unga fólksins“ í hruninu. Mér finnst furðulegt að fólk á „besta aldri“ með gífurlega lífsreynslu og góða menntun séu kallaðir öldungar. Ég tala auðvitað bara fyrir sjálfan mig, en ég er þeirrar skoðunar að ég sé betur fallinn til ábyrgðarstarfa nú en fyrir 20 árum síðan.
Vissulega eru frambjóðendur Bjartrar framtíðar & Píratanna ungir og óreyndir, en ekki ætla ég að að fara gagnrýna það opinberlega eða gera mér mat úr því. Ekki ætla ég að segja að þetta fólk skorti lífsreynslu og menntun til að stjórna landinu. Aldur fólks er afstæður, þegar lífslíkur karla eru í dag um 80 ár og kvenna 83,5 ár og fer hækkandi.
Undanfarin ár hefur verið tilhneyging til að etja kynslóðunum saman og það er miður. Það sem við þurfum hvað mest á að halda er samstaða og að við séum samstíga við að leysa þau stóru verkefni sem við blasa.