Annað hvort er Vilhjálmur Bjarnason frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins illilega viðutan eða hann er ekki eins vel gefinn og ég hélt. Hvor ástæðan sem er þá á hann ekki erindi á þing andstætt því sem ég taldi lengi vel. Því grófar rangfærslur í greinum og viðtölum geta einungis átt sér tvær skýringar. Að viðkomandi svo viðutan að hann hafi ekki kynnt sér gögn og staðreyndir eða þá að viðkomandi er það illa gefinn að hann telur sig geta komist upp með að ljúga upp í opið geðið á almenningi.
Vilhjálmur Bjarnason hefur nefnilega annað hvort verið svo viðutan að hann óafvitandi segir ekki satt eða þá að maðurinn er að ljúga.
Ég gef mér að maðurinn sé svona viðutan…
Mannanginn segir í Morgunblaðsgrein í síðustu viku að íbúðalán bankakerfisins sem settu allt á hvolf haustið 2004 hafi : „…að litlu leyti (verið) á kostnað bankanna. Höfðingsskapurinn var á kostnað Íbúðalánasjóðs, sem fjármagnaði bankana til þessara aðgerða“.
Dósentinn er með þessu að vísa í lánasamninga sem Íbúðalánasjóður gerði við hluta bankakerfisins í árslok 2004 sem hluti af fjárstýringarstefnu sinni.
Ef Vilhjálmur Bjarnason hefði skoðað málið þá hefði hann uppgötvað það sem Ríkisendurskoðun grandskoðaði í úttekt sinni á Íbúðalánasjóði. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir:
„Til fróðleiks skal þess getið að bankar og sparisjóðir höfðu í desember 2004 boðið íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð í fjóra mánuði og námu útlán þeirra á þeim vettvangi um 140 milljörðum króna.“
Þetta þýðir á mannamáli að áður en Íbúðalánasjóður gerði lánasamninga við Landsbankann og nokkra Sparisjóði í desember 2004 þá höfðu bankarnir dælt út 140 milljörðum króna í íbúðalánum á tæpum fjórum mánuðum. Það var um fjórðungur þess sem Húsnæðisstofnun og Íbúðalánasjóður höfðu lánað í almennum húsnæðislánum á 20 árum!
Og hefði Vilhjálmur lesið betur skýrslu Ríkisendurskoðunar þá hefði hann kannske fattað – andstætt því sem hann heldur fram – að fyrst lánuðu bankarnir 140 milljarða – síðan gerði Íbúðalánasjóður lánasamninga sem námu ekki nema broti af þeirri fjárhæð. Um þetta segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar:
„Fyrstu lánasamningarnir til langs tíma, sem Íbúðalánasjóður gerði í kjölfar breytinga áhættu- og fjárstýringarstefnu sinni, vegna mikillar og ört vaxandi þarfar til að ávaxta handbært fé, voru gerðir í lok desember 2004 við tvo innlenda banka og nokkra sparisjóði, samtals að fjárhæð tæplega 31,6 milljarða.“
Ég held ég verði að ljúka þessum pistli með því að benda frambjóðandanum og viðskiptafræðidósentinum viðutan á að 140 milljarðar mínus 31,6 milljarðar gera 108,4 milljarðar.
Þótt hundalókík Vilhjálms Bjarnasonar um að lánasamningar sem gerðir eru EFTIR að bankarnir voru búnir að lána 140 milljarða sé orsök þenslu vegna þegar lánaðra íbúðalána gengi upp – þá á hann eftir að skýra út hvernig þessir lánasamningar upp á 31,6 milljarða sé orsök þenslunar en ekki þeir 108,4 milljarðar bankanna sem út af standa!
kanski ætti vilhjálmur .b. að flyta sér hægar .
sá í silfri eigils þar sem þeir komu sama vilhjálmur og sigurður íngi þar sem sigurði varð á að játa að að senilega voru það mistök að leifa bönkunum að stunda íbúðarlán á sínum timma . senilega sjalgæft að bólutíkusar viðurkenni mistök . helt vilhálmur áfram talað um þettað semk þú ert að seigja senni lega sefur hann lítið í kosníngabaráttuni
Kristín.
Vandamálið var að það var ekki hægt að BANNA bönkunum að lána íbúðalán. Hins vegar hefði Seðlabankinn getað hækkað bindiskyldu og auka kröfur um eigið fé – til að drga úr geðveikinni. Það gerði Seðlabankinn ekki.
Guðmundur Gylfi.
Verð að leiðrétta þig.
Almenn 90% lán voru ekki heimiluð af Alþingi fyrr en í desember 2004 – EFTIR að bankarnir höfðu lánað á annað hundrað milljarðar í jafnvel 100% lánum. Reyndar hafa 90% lán tíðkast frá því árið 1987!
Þess má geta að frá 1. júlí til 10. desember 2004 lágu 90% lán til einstaklinga algerlega niðri hjá Íbúðalánasjóður – en árið 2003 og fyrri hluta 2004 voru slík lán allt að þriðja hvert lán ÍLS í formi viðbótarlána.
Sumir hafa reynt að kenna 90% lánum sem EKKI voru til staðar um þensluna haustið 2004. Það vita það allir sem hafa kynnt sér málið og eru ekki slegnir algerri pólitískri blindu að Íbúðalánasjóður hafði ekkert með þenslu á húsnæðismarkaði tímabilið ágúst 2004 – janúar 2005 að gera. Sökin er alfarið bankanna og aðgerðarleysis Seðlabankans.
Við ættum kannske að halda til haga að Vilhjálmur Bjarnason mælti mjög með gjaldeyrislánum bankana – sem keyrði aftur upp fasteignaverð seinni part ársins 2006 og árið 2007. Þannig að Vilhjállmur á sinn þátt í hruninu 🙂
þettað er eflaust rétt hjá þér ég skrifaði bara hvað sigurður sagði í silfrinu og viðbrögð viljálms við því .þettað er nú þanig að menn koma með hugmindir síðan eru gallar og kostir metnir um 90% leiðina komu upp gallar þá gera menn ekki annað en læra af því . Menn eiga að gera fult af mistökum enn eiga ekki að gera sömu mistökkinn aftur og aftur þessvegna er gott að setja verðtrygginguna í nemd með tímmamörk því verðtryggíngin er snúinn skepna
Við þessa lýsingu hjá Halli er því við að bæta að 90% leiðin frá 2003 var með mun þrengri lánaskilyrðum en lán bankanna. T.d. voru lán bankanna ekki skilyrt því að um kaup á húsnæði væri að ræða heldur voru veitt lán til að borga upp lán Íbúðalánsjóðs og hækka lánið í leiðinni til að s.s. til að auka eyðslu og bílakaup. Uppgreisla lána hjá Íbúðalánasjóði setti hann i vanda svo sjóðurinn fór síðan að kaupa skuldabréf bankanna til að bjarga sér og bönkunum út úr vitleysu bankanna.
Bankarnir ætluðu sér ekki aðeins að græða á þessum útlánum heldur ætluðu þeir að drepa Íbúðalánasjóð. Bankarnir voru beint og óbeint hvattir áfram í þessa vegferð af sjálfstæðismönnum sem einnig vildu Íbúðarlánasjóð feigan.
Lánasprengjan og verðsprengjan á fasteignamarkaði var verk bankanna og sjálfstæðismanna.
Guðmundur Gylfi.
Verð að leiðrétta þig.
Almenn 90% lán voru ekki heimiluð af Alþingi fyrr en í desember 2004 – EFTIR að bankarnir höfðu lánað á annað hundrað milljarðar í jafnvel 100% lánum. Reyndar hafa 90% lán tíðkast frá því árið 1987!
Þess má geta að frá 1. júlí til 10. desember 2004 lágu 90% lán til einstaklinga algerlega niðri hjá Íbúðalánasjóður – en árið 2003 og fyrri hluta 2004 voru slík lán allt að þriðja hvert lán ÍLS í formi viðbótarlána.
Sumir hafa reynt að kenna 90% lánum sem EKKI voru til staðar um þensluna haustið 2004. Það vita það allir sem hafa kynnt sér málið og eru ekki slegnir algerri pólitískri blindu að Íbúðalánasjóður hafði ekkert með þenslu á húsnæðismarkaði tímabilið ágúst 2004 – janúar 2005 að gera. Sökin er alfarið bankanna og aðgerðarleysis Seðlabankans.
Við ættum kannske að halda til haga að Vilhjálmur Bjarnason mælti mjög með gjaldeyrislánum bankana – sem keyrði aftur upp fasteignaverð seinni part ársins 2006 og árið 2007. Þannig að Vilhjállmur á sinn þátt í hruninu
Hallur, þú sleppir mikilvægu atriði.
Loforð Framsóknarflokksins um 90% lán kom fram fyrir ákvörðun bankanna um slík lán. Það var svar þeirra við þessari fyrirætlan Íbúðalánasjóðs enda hefðu þeir annars alfarið dottið út af íbúðalánamarkaðnum.
Það er algjört aukatriði að bankarnair urðu fyrri til sem skýrist af seinangangi í ríkiskerfinu.
Aðalatriðið er að það voru alvarleg og afdrifarík mistök hjá þáverandi ríkisstjórn að samþykkja slík lán. Geir Haarde hefur afsakað sig með að þetta hafi verið ófrávíkjanleg krafa Framsóknarflokksins við myndun stjórnarinnar.
Þessi mistök blikna þó í samanburði við kröfu Framsóknarflokkins um að verja hundruðum milljarða í almenna niðurfellingu skulda sem kemur nánast eingöngu auðmönnum til góða. Aðrir greiða fyrir lækkunina í hærri sköttum og verri þjónustu hins opinberra.
Að ógleymdu verðbólguskoti með alvarlegum afleiðingum.
Guðmundur Gylfi, frábærlega vel svarað og skýrt hjá þér.
Villi er nú reyndar þekktur í Eyjum undir öðru nafni, hann borðaði nefnilega einhverntíma túlípana þar og nafnið festist við hann. Villi túlipani.
Bara það að hann hafi verið bankastjóri segir allt sem segja þarf um siðgæðið.
Verð alltaf jafn hissa þegar Egill býður Vilhjálmi í Silfrið. Hef aldrei heyrt manninn segja eitthvað af viti, auk þess sem hann á erfitt með að tjá sig.
Slysaðist fyrir nokkrum árum inn á fund þar sem þeir fluttu ræður Vilhjálmur þessi og Stefán Einar Stefánsson, sem varð svo formaður VR um tíma. Hef sjaldan upplifað eins léleg erindi og hjá þeim báðum. Vilhjálmur var þó skömminni skárri, en Stefán Einar bullaði um Ethik og viðskipti.
Vilhjálmur Bjarnason er hæfasti frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Hann benti á m.a., með svo skýrum hætti að jafnvel Framsóknarmenn ættu að skilja það, að verðtrygging er aðeins eitt form af breytilegum vöxtum.
Svakalega er hann hæfur að geta bent á það augljósa.
Þetta er ekki augljóst fyrir öllum, en þú ert greinilega skýr og getur vafalausst lesið þér til skilnings.
En það vill svo skemmtilega til að þessi tegund af breytilegum vöxtum (a.m.k. þegar almenningur er lántaki fremur en hið opinbera) veldur verðbólgu og grefur undan bæði hinu verðtryggða kerfi sem og hinu óverðtryggða í senn.
Þetta er dæmt til að falla á endanum.
Við getum hins vegar reynt að lágmarka skaðann með að hækka hlutfall óverðtryggðra lána hjá almenningi sbr. við hlutfall verðtryggðra lána, sem er í gangi núna og veit það vel.
Minni verðbólguþrýstingur, þar með lægri vextir, þar með hærra hlutfall almennings sem getur farið í óverðtryggð lán, minni verðbólguþrýstingur og svo framvegis.
Auk þess sem bankar hafa ekki jafn mikinn hag af því að skapa verðbólguvæntingar (sem verða að verðbólgu) með að tala upp verbólguna nokkrum sinnum í viku.
Hallur, ertu ekki til að líta á útreikningana þína. 140 – 31,6 = 108,4 þannig að annað hvort vantar einhvers staðar 20 milljarða í útreikninginn eða að tala en skökk hjá þér.
🙂
… meinleg innsláttarvilla! En hvað eru 20 milljarðar á milli vina í þessu samhengi!