Þriðjudagur 26.03.2013 - 19:27 - 15 ummæli

Dósentinn og dýralæknirinn!

Dósentinn Vilhjálmur Bjarnason frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Stór-Hafnarfjarðarkjördæminu rembist eins og rjúpa við staur að feta í fótspor hins ættstóra dýralæknis úr Hafnarfirði Árna Matthiesen sem fékk ótrúlegan frama innan Sjálfstæðisflokks Vilhjálms. Dýralæknirinn var ekki einungis þingmaður um langt árabil. Hann var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra – enda kominn af farsælum útgerðarmönnum í Hafnarfirði – og hann varð fjármálaráðherra Íslands.

Það vita það flestir sem fylgst hafa með Vilhjálmi Bjarnasyni að hann langar afar mikið að feta í fótspor Matthiesen dýralæknis úr Hafnarfirði og verða fjármálaráðherra. En Vilhjálmur veit að hann verður ekki einu sinni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Kannske ekki einu sinni þingmaður!

Það fer í taugarnar á dósentinum Vilhjálmi Bjarnasyni.

Kannske er það þess vegna sem Vilhjálmur reynir að gera lítið úr dýralæknum.   „Fræðimaðurinn“ sem nær ekki lengra innan vísindasamfélagsins eftir áratuga stundakennslu en að verða einfaldur dósent í viðskiptafræði:)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Jón Magnús Stefánsson

    Vilhjálmur er enginn dósent – mesta lagi lektor.

  • Hrafn Arnarson

    Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, var kjörinn viðskiptafræðingur ársins á Íslenska þekkingardeginum. Ráðstefna í tilefni dagsins var í Salnum í Kópavogi fyrir helgi en að henni stóð Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
    http://www.hi.is/frettir/vilhjalmur_bjarnason_lektor_vid_hi_vidskiptafraedingur_arsins

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Þetta heitir að fara í manninn, Hallur

  • Hallur Magnússon

    Þorsteinn!

    … fór dósentinn ekki ósmekklega í dýralækninn um helgina? Mér sýndist það í hægri endursýningu!

    • Hallur Magnússon

      … fyrirgefðu – lektorinn!

      • Þorsteinn Úlfar Björnsson

        Jú, jú en þú þarft ekki að fara niður á sama lága planið og hann er á.

        Er það nokkuð? .-)

  • hann fór ekkert ósmekklega í Sigurð Inga í Silfrinu.
    Hvað er að því að kalla hann dýralæknir?
    Er hann ekki dýralæknir?

    Þetta er fimm ára krefjandi nám sem ekki hver sem er getur klárað.

    Ekkert að því að vera kallaður dýralæknir.

    Með þessari færslu Hallur… þá ertu í rauninni að segja að þér finnst menntun og starfs hans Sigurðs ekkert merkilegt.

    Og það er miður.

    • Hallur Magnússon

      Lektorinn reyndi víst að gera lítið úr Sigurði Inga á grundvelli þess að hann er dýralæknir – sem ég er svo sannarlega sammála þér að er krefjandi nám.

      … og örugglega að mörgu leyti erfiðara nám en það viðskiptanám sem lektorinn hefur gengið gegnum. Ég þekki viðskiptanámið …

      Skoðaðu viðtalið í hægri endursýningu.

      … og gerðu mér ekki upp skoðanir!

      Kveðja

      Hallur Magnússon
      BA sagnfræði og þjóðfræði
      Rekstrarfræðingur
      Meistaranám í stjórnun og stefnumótun

      • Hallur ei allur í einu
        með þjóðsagnfræðimálin á hreinu
        Ef stýrir hann á má víst á honum sjá
        Því stefnan er alltaf á beinu

      • Það er ótrúlegur hroki af lækni að tala eins og maður sem allt veit um efnahagsmál. Aldrei myndi ég voga mér að tjá mig um lækningar dýra.

        Þó að Vilhjálmur sé einn slakasti kennari sem ég hef setið í tímum hjá þá hefur hann töluvert meira fram að færa um raunverulegar orsakir þess að íslenskur lánamarkaður muni eiga erfitt uppdráttar án verðtryggingarinnar en flestir læknar sem ég þekki. Verðtryggingin er ekki vandamálið. Vandamálið er vond og agalaus stjórnun efnahagsmála og tilhneyging íslenskra stjórnmálamanna til að reyna að handstýra hlutunum.

        • Hallur Magnússon

          Rétt hjá þér að: „Verðtryggingin er ekki vandamálið. Vandamálið er vond og agalaus stjórnun efnahagsmála og tilhneyging íslenskra stjórnmálamanna til að reyna að handstýra hlutunum“

  • Dýralækirinn kallaði Vilhjálm „varðhund“. Það var ástæða þess að Vilhjálmur tengdi umræðuna svona. Hlustaðu Hallur á þáttinn í þessu samhengi. Þá verður þetta mun ljósara allt saman.

  • Helgi Ingason

    Nú er ég enginn D-maður og því síður Vilhjálmsmaður EN… Þetta er ótrúlega lágkúrulegur pistill! Þú ert kominn niður á plan sem sjaldan sést frá pennum hér á eyjunni… ekki einu sinni frá Sigurði G…

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur