Miðvikudagur 03.04.2013 - 06:59 - 19 ummæli

Frambjóðandinn með eldspýturnar

Þorvaldur Gylfason er frambjóðandi með eldspýtur. Eins og svo oft þegar fiktað er með eldpýtur þá brenna menn sig í fingurna. Það gerði Þorvaldur Gylfason með ummælum sínum um brennuvarga. Staðreynd málsins er nefnilega sú að Þorvaldur sagði ekki satt!

Svokölluð 90% lán Íbúðalánasjóðs höfðu nefnilega ekkert með fasteignabóluna og efnahagshrunið að gera. Það á háskólakennarinn Þorvaldur Gylfason að vita. Og hann veit það. Treystir því bara að kjósendur séu aular og hafi ekki rænu á að kynna sér staðreyndir.

Staðreyndir málsins  varðandi 90% lánin er að finna hér:

http://ils.is/library/Skyrslur-og-samningar/Skyrslur/Aðdragandi%20innleiðing%20og%20áhrif%20breytinga%20-.pdf

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Magnús Sigurðsson

    Sá sem kveikir í þarf ekki endilega að skaffa eldsmatinn.
    Rök framsóknarmanna, og verður ekki að telja þig þar á meðal, hafa verið sú að íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki húsnæðisbóluna. Það er rétt.
    En þessi lög sögðu bönkunum stríð á hendur, þeir höfðu ákveðna hlutdeild í íbúðalánamarkaðinum og þessi breyting hefði að óbreyttu útrýmt þeim.

    Í skýrslunni þinni segir:
    „Hækkun hámarksláns Íbúðalánasjóðs úr 9,7 milljónum í upphafi árs 2004 í 11,5 milljónir í október og síðan í 15,4 milljónir í desember 2004 þegar heimild til almennra 90% lána Íbúðalánasjóðs fékkst skipti því litlu máli efnahagslega séð. “

    Þetta er 60% hækkun á einu ári!!!! Nokkurn veginn sama og stærð húsnæðisbólunnar.

    • Hallur Magnússon

      Magnús.

      Bankarnir voru alls ekki á fasteignalánamarkaði.

      Hlutdeild bankanna á húsnæðismarkaði árið 2003 var um 5%.
      Bankarnir lánuðu 10 stykki húsnæðislán í águst 2004. 30 milljarða í september.

      Þannig að rökin að bankarnir hafi verið að verja hlutdeild sína gengur ekki upp.

      Það er rétt að hámarkslánið hækkaði í lok ársins 2004 – eftir innkomu bankanna. Það var EFTIR fasteignabóluna – og einungis hlutfallsleg leiðrétting á hámarksláni vs. fastgeignaverðs. Eðlilega hækkaði það í sama hlutfalli og hækkun fasteignaverðs tímabilið áður.

      Eftiráhækkun hámarkslán getur ekki valdið hækkuninni 🙂
      Ekki gleyma að bankarnir höfðu EKKERT hámark.

  • Sóley Björk

    Það má kannski benda á þetta atriði úr rannsóknarskýrslu Alþingis:

    Það er ljóst að áhrif breytinganna á fjármögnun, lánsupphæðum og veðhlutföllum Íbúðalánasjóðs urðu meiri en spáð var fyrst þegar þessar hugmyndir voru kynntar. Það stafar af því að í þeim tillögum sem Seðlabankinn vann út frá var jafnframt gert ráð fyrir aðgerðum sem ynnu gegn þensluáhrifum þessara breytinga, þ.e. styttingu hámarkslánstíma úr 40 árum í 30 og kröfu um fyrsta veðrétt. Enda ítrekaði bankinn að ef ákveðið yrði að fara út í umræddar breytingar hjá Íbúðalánasjóði mætti alls ekki sleppa aðhaldshluta aðgerðanna.Aðhaldshlutanum var samt sem áður sleppt og það þrátt fyrir þá skoðun þáverandi fjármálaráðherra að það væri verulega varasamt. Hann taldi hins vegar að ella hefði stjórnin ekki verið mynduð. Hann hefði þá metið það svo að væntanlegur skaði fyrir samfélagið væri ásættanlegur kostnaður við það að sitjandi flokkar héldu völdum.Að mati rannsóknarnefndar má líta á þetta sem ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna, mistök sem gerð voru með fullri þekkingu á mögulegum afleiðingum, sem ekki létu á sér standa og voru tvíefldar í alþjóðlegu lágvaxtaumhverfi.

    http://www.rna.is/eldri-nefndir/addragandi-og-orsakir-falls-islensku-bankanna-2008/skyrsla-nefndarinnar/bindi-7/21.-kafli/

    • Hallur Magnússon

      Þetta er því miður röng staðhæfing í RNA. Það var EINMITT tekið tillit til aðvarana Seðlabankans.

      Sérð það ef þú lest

      http://ils.is/library/Skyrslur-og-samningar/Skyrslur/Aðdragandi%20innleiðing%20og%20áhrif%20breytinga%20-.pdf

      Ekki gleyma því – að ma. vegna aðvarana Seðlabakans var ákvörðun um innleiðingu 90% lána FRESTAÐ um áramótin 2003.

      Innleiðing fór ekki af stað fyrr en EFTIR að bankarnir settu allt í háaloft haustið 2004. Fyrsta almenn 90% lánið var lánað í desember 2004.

      Þvedrt á móti þá DRÓ ÍLS úr 90% lánum sem tíðkast höfðu frá 1987 – því 90% viðbótarlán voru AFNUMIN 1. jílí 2004. Þau höfðu þá verið um og yfir 30% í útlánatíðni ÍLS – en voru ekki til staðar þegar bólan fór af stað fyrir tilstuðlan bankanna.

      Því miður eru alvarlegar rangfærslur íu skýrslu RNA

  • Friðrik Már Bergsveinsson

    Skemmtilegur úrdráttur úr umræðum á Alþingi, þar var meðal annars krafist af stjórnarandstöðunni að Framsókn stæði við kosningaloforðið málið var síðan afgreitt sem lög frá Alþingi með 45 jáyrðum og engu nei-i þar á meðal 11 Samfylkinga menn og 5 Vinstri grænir

    Frá Alþingisumræðum 2004
    [15:42]
    Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):
    Virðulegi forseti. Í þessari umræðu opinberast bullandi ágreiningur stjórnarflokkanna. Félagsmálaráðherra vill ekki leggja niður Íbúðalánasjóð en þingmaður íhaldsins vill hann greinilega burt. Ráðherrann hefur verið píndur til að leika biðleik, fresta ákvörðunartöku um framtíð sjóðsins til haustsins. Ráðherrarnir vilja ekki láta reyna á þennan djúpstæða ágreining því að það gæti sprengt stjórnarsamstarfið og ráðherrastólunum vilja þeir halda á hverju sem gengur.
    Staðan á íbúðamarkaði er nú sú að KB-banki rær að því öllum árum að koma Íbúðalánasjóði út af markaðnum og ná þar einokunaraðstöðu og kostar til þess því sem þarf, jafnvel þótt það þýði tímabundið undirboð á vöxtum. Greinilega hefur hann til þess stuðning íhaldsins og að líkindum formanns Framsóknarflokksins einnig. Það birtist m.a. í því að líklegt er að Íbúðalánasjóður hafi verið beittur pólitískum þrýstingi til að hækka vexti á íbúðalánum sínum og svo fær Íbúðalánasjóður ekki að hækka hámarkslánin. 90% lánin sem Framsóknarflokkurinn lofaði er nú kominn niður í 70% af verði meðalíbúða og hækka þarf hámarkslán Íbúðalánasjóðs um 5 millj. samkvæmt mati nokkurra ráðgjafa ráðherrans sjálfs til að fjármögnunin sé 90% af meðalíbúðaverði. Ráðherra lofaði að þessi lán mundu halda verðgildi sínu og ég spyr ráðherrann hvers vegna hann svíki það loforð. Ég óska eftir því að hann svari því við þessa umræðu.
    Ef breyta á fyrirkomulagi íbúðalána verður að tryggja að ekki verði dregið úr samkeppni, að jafnræði ríki á milli landsbyggðar og þéttbýlis í lánveitingum og að félagslegi hluti íbúðalánakerfisins verði tryggður án þess að minnka þjónustu og hækka vexti og þjónustugjöld. Það er grundvallaratriði ef breyta á framtíðarfyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs.
    Öll þessi markmið eru nú í hættu, og þingmanni íhaldsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, virðist vera gjörsamlega sama. Þess vegna er enn þörf á Íbúðalánasjóði um sinn.

  • Algjör afneitun í gangi hjá framsóknarmönnum. Þetta var það sem olli því að bankarnir fóru að yfirbjóða Íbúðarlánasjóð. Loforð framsóknarmanna var einn af vendipunktunum í orsökum á bólunni.
    Og ef þetta var ekki röng ákvörðun, af hverju er ekki verið að bjóða 90% lán í dag?
    Af hverju eru framsóknarmenn ekki að lofa 90-100% lánum aftur í dag? eða gefa kosningaloforð um slíkt?
    Það er þó hreinlegra að lofa bara peningum beint í vasann!!

    • Hallur Magnússon

      Magnús. Þetta er alrangt hjá þér. Tilkoma almennra 90% lána var einmitt VEGNA þess að bankarnir voru ekki á þessum markaði. Ef þeir hefpu verið þar með aðlileg fasteignalán þá hefði ekki veirð þörf á að ÍLS byði upp á þau.

      Þú mátt hnýta í Framsóknarmenn eins og þú vilt en vinsamlegast gerðu það með rökum og staðreyndum.

      Svo er ég ekki í Framsóknarflokknum

  • Snæbjörn Brynjarsson

    Ég geri ráð fyrir að framsókn hafi heldur ekki klúðrað einkavæðingu bankanna?

    • Hallur Magnússon

      Fasteignalánafylliríð er skilgetið afkvæmi einkavæðingu og sölu bankanna. Ekki 90% lána ÍLS.

  • Magnús Sigurðsson

    Hlutdeild bankanna á íbúðalánamarkaðinum voru skammtímalán. Ég er ekki með hlutdeildina á hreinu en hún var einhver og mögulega ekki öll flokkast sem húsnæðislán.

    Svo með húsnæðisbóluna, henni var ekki lokið í lok árs 2004, hún var sko rétt að byrja. (Vildi að ég gæti límt inn línuritið). Á sama tíma og lánsheimilidin hækkar um 60% þá rýkur húsnæðisverð upp á árinu 2005 og nær hámarki í lok árs 2007.

  • Hallur Magnússon

    … og Magnús.
    Hér er linkur á línurit sem sýnir þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu 1997 – 2009.

    https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10200923890008192&set=a.1162441229896.2025534.1493810119&type=1&theater

  • Hallur Magnússon

    … og Magnús.

    Hér er hlutfallsleg skipting íbúðalánas frá því í júlí 2004 – 2008.
    Þar sést að bankarnir fara úr nánast engu í 90% hlutfalls. Lán ÍLS höfðu því ekkert að segja í þenslunni.

    https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10200923901568481&set=a.1162441229896.2025534.1493810119&type=1&theater

  • Magnús Sigurðsson

    Takk fyrir þetta Hallur.

    Við erum algjörlega sammála um að bankarnir sköffuðu allt það eldsneyti sem þurfti til að þetta bál logaði glatt, og þessar myndir styðja.

    En hver kveikti á eldspýtunni?

    Fyrri heimstyrjöldin er talin hafa byrjað þegar erkihertoginn Frans Ferdinand var skotinn í Sarajevo. Sú kúla drap ekki fleiri menn. En hefði styrjöldin skollið á þótt hann hefði ekki verið drepinn? Veit ekki, kannski líklega, kannski mjög líklega en við vitum það ekki.

    Mín skoðun er sú að, loforð Framsóknarmanna um 90% lán í kosningabaráttunni 2003 og síðan útfærslan á því 2004 hafi verið kveikjan að þessari atburðarrás. Við verðum víst að vera sammála um að vera ósammála um það.

    • Hallur Magnússon

      Já, og takk fyrir málefnalega umræðu Magnús 🙂

      • Magnús Sigurðsson

        Hallur.

        Við gætum mögulega verið sammála um annað tengt húsnæðislánum en það er umræðan um verðtryggingu. Hún er, að mínu mati, í tómu tjóni og hefur öll einkenni „Lúkasar-heilkennisins“. Skuldarar eru fórnarlömb, fjármagnseigendur alvondir og kallað eftir kerfi þar sem skuldir og sparnaður brenna haganlega upp á báli verðbólgunnar.

        Í þessari umræðu rugla menn saman áhrifum verðtryggingar, áhrifum jafngreiðslu, raunvöxtum og afleiðingum húsnæðisbólunnar.

        Það eru þó einhverjir sem hafa bent á þetta, en fáir ef einhverjir hafa stutt mál sitt með greiningu á þeim gögnum sem fyrir liggja. Ég hef gert tilraun til þess og get sent þér þá greiningu, ef þú hefur áhuga.

  • Hallur Magnússon

    Það getur verið að loforðið í kosningabaráttunni hafi haft einhver áhrif. En það er bara svo mikill misskilningur í gangi um atburðarásina árið 2004. Það ár voru 90% lánaáformin í frystingu allt þar til eftir að bankarnir voru búnir að lána um 50 milljarða.

    Frumvarp um heimild til 90% lána var ekki lagt fram á Alþingi fyrr en í nóvember 2004. Samþykkt í desember 2004. Það var bara heimild – en það stóð ekki til að hefja innleiðingu þeirra strax – vegna efnahagsástands. Þau áttu að vera að fullu innleidd vorið 2007.

    Þetta lá fyrir í árslok 2003.

    Það hafði bara ekekrt gildi að halda aftur af þeim eftir að bankarnir voru búnir að veita 200 milljarða og ótakmarkaða lánsfjárhæð í íbúðalán. Þess vegna voru 90% lánin tekin alla leið strax í stað þess að gera það í þrepum eins og alltaf lá fyrir að gera.

  • Viktor Orri Valgarðsson

    Úr tilvitnaðari skýrslu:

    „Bankarnir innleiddu á einni nóttu nánast óheft 80% – 100% íbúðalán og á fjórum síðustu mánuðum ársins 2004 veittu bankarnir ný íbúðalán að fjárhæð samtals rúmlega 115 milljörðum króna.“

    Og hvers vegna skyldi það hafa verið? Ætli þeir hafi verið hrifnir af tilhugsuninni um að Íbúðalánasjóður byði betur en þeir eða er hugsanlegt að þau hafi verið hvati til yfirboðs?

    Hugsum nú dæmið til enda.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur