Stóru fréttirnar í viðhorfskönnun 365 miðla er tvær. Sú augljósa er ótrúlegt fylgi við Framsóknarflokkinn sem að mínu viti sýnir annars vegar klárlega að flokkurinn er að feta í fótspor Venstre systurflokks síns í Danmörku og hins vegar að það er líklega smá úrtaksskekkja í gangi sem mögulega ýkir fylgi við Framsókn.
Hin stóra fréttin er annars vegar að Píratar eiga raunhæfa möguleika á þingsæti og hins vegar að Björt framtíð er orðin afar föst í sessi sem alvöru stjórnmálasamtök í huga fólks.
Staðreyndin er nefnilega sú að Björt framtíð heldur stöðu sinni milli viðhorfskannanna 365 miðla meðan allir aðrir sem hingað til hafa mælst með fylgi yfir 5% markinu tapa verulegu fylgi frá síðustu sambærilegu könnun.
Ef við tökum mikla sveiflu Framsóknarflokksins út úr myndinni þá stendur þetta eftir:
1. Píratar eru að óbreyttu með trygg þingsæti.
2. Björt framtíð er klárlega meðal hinna „stóru“.
3. Sjálfstæðisflokkurinn finnur ekki botninn.
4. Samfylking nálgast stöðu Alþýðuflokksins gamla – ef staðreyndin væri ekki sú að það er ekki lengur unnt að miða við gamla 20. aldar flokkakerfið.
5. VG og rómantísku sósíalistarnir eru ekki lengur „inn“ enda 20. aldar fyrirbrigði. Eru komnir á fylgispall með Pírötum sem hafa tekið við sem nútíma rauðvínsrómantíkerar í pólitík.
6. Það tekur því ekki að kasta atkvæði á aðra en að ofan eru taldir. Sorrý Gísli Tryggvason minn kæri vin.
Víst er Frammsóknarflokkurinn á lýgilegu flugi en úrtaksskekkja skýrir ekki málið. Skekjumörkin í fylgi Framsóknarflokks eru 2,7 sem þýðir fylgið er á bilinu 37,3 – 42,7%
Sjálfstæðisflokkurinn er með skekkjumörkin 2,1 og þá fylgi á bilinu 15-7 – 19,9%. Auðvitað getur Framsókn lent í efri hluta sinna marka og Sjálfstæðisflokkurinn í neðri hluta sinna en leitnin er mjög ákveðin*
Píratar eru með skekkjuna 1,1 sem þýðir 4,7- 6,9% fylgi og leitnin (trendinn) er með þeim.
Svo höfum við möguleikann á tölfræði flippi. Það er t.d. hægt að fá töluna 1 sex sinnum í röð í teningakasti og því gæti hent að slembiúirtak úr þjóðskrá sé allt öðruvísi samsett en þjóðin lýfræðilega.
Fréttablaðið vinnur kannanir sínar með s.k. lagskiptu úrtaki sem þýðir að hringt er þar til 800 svara en þannig að svarendur skiptist hlutfallslega jafnt eftir kyni, búsetu (höfuðborgarsvæði-landsbyggð) og aldri (í 10 ára bilum).
*Það er athyglisvert að hafa í huga að allar kannanir Fréttablaðsins undanfarið hafa verið gerðar með sama hætti, úrtakið eins valið, spurningarnar eins, sömu spyrlarnir og m.a. hringt út á sömu vikudögum og sama tíma kvölds þannig að innbyrðis eru þær vel samaburðarhæfar. Fylgi Sjálftæðiflokks hefur farið úr 42% í 18% á u.þ.b. hálfu ári meðan Framsókn er á sama tíma að fara úr 15 í 40%
*
Bróðirdóttir mín er í framboði fyrir Pírata. VAr í fermingaveislu hjá systur hennar á annan í páskum og spáði henni inn á þing ásamt 4-5 öðrum pírötum, ef ekki fleiri. Kannski hef ég bara rétt fyrir mér.
Marinó, Píratar eru málið! Ég spái þeim 7-10% fylgi og sjálfur ætla ég að kjósa þá, komin tími á að ungt fólk og nýjar aðferðir taki við.
Eftir að bílar voru fundir upp litu þeir út eins og hestvagnar í 4-5 áratugi og sama gilti vélskipin sem voru hönnuð eins og seglskip í heila öld.
Eigum við nokkuð að vera að halda upp á gamla siði og venjur í pólitík þegar samskipta og upplýsingabyltingin hefur gjörbreytt tækninni. Tökum skrefið strax og gerumst Píratar.
Gott að fá ungt fólk til að taka við. Gamla settið klúðraði feitt. Nú má unga settið klúðra.
Annars sammála um Pírata. Verst að Magga Tryggva er ekki með þeim. Ég er alls ekkert viss um dögun.
Mér er alveg sama hver aldurinn er, ef fólk hefur bara kjark og festu til að taka á málunum.
Í síðustu sjónvarpsumræðum töluðu Píratar um ekkert annað en að bæta kjör þeirra sem verst standa í þjóðfélaginu. Þeir eru meira að segja harðari í þessari afstöðu sinni en VG og Alþýðufylkingin. Þannig boða þeir skattahækkanir og verri kjör þeirra sem hafa úr aðeins meira að moða en engu.
Af þessu að dæma er hér aðeins um gamaldags öfgasinnaðan vinstriflokk að ræða og 5-7% kjósenda eru örugglega á þessari línu. Það sem er að gerast er í raun að VG hefur klofnað upp í 3-4 flokka. VG kemst inn á þing með nokkra þingmenn og Píratarnir líka. Sumir segja að gamla Kvennaframboðið hafi jafnvel verið vakið til lífsins 🙂
Gamaldags vinstri flokk að ræða? Óskup ertu fljótur að flokka í vinstri hægri. Stendur ekki víðsýni í hausnum á blogginu þínu?
Verst að þú veist voðalega lítið hvað þú ert að tala um Guðbjörn. Ég giska á að þessir „sumir“, séu þú.
Píratar hafa spennandi nafn á flokki. Það höfðar til unga fólksins. Stefnumál þeirra fyrir utan frjálslynda netlöggjöf mun sennilega ekki skila þeim langt frá Ögmundi ráðherra. Pragmatismi án sérstaks innihalds að öðru leyti. Hægt að kjósa í algerri neyð en sem betur fer eru fleiri kostir í stöðunni fyrir utan Framsókn.