Hanna Birna Kristjánsdóttir verður forsætisráðherra í nýrri þriggja flokka stjórn án Framsóknarflokksins. Það er verið að undirbyggja það með viðhorfskönnunum þessa dagana. Bjarni Ben mun klára kosningabaráttuna sem formaður. En ef ekki réttist úr kútnum í kosningum mun Hanna Birna taka við. Þannig skapast nýr samningsgrundvöllur við aðra flokka. Samningsgrunnur sem Bjarni Ben hefur ekki.
Framsóknarflokkurinn mun ekki verða í stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mun hins vegar nýta sér þá stöðu sem hann mun hafa til þess að fá forsætisráðherraembættið í þriggjaflokka stjórn án Framsóknar. Því Sjálfstæðisflokkurinn mun væntanlega hafa möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn með Framsókn. Það er trompið sem Sjálfstæðismenn geta notað. Bjarni Ben er ekki með það tromp á hendi gheldur Hanna Birna.
Auðvitað munu verðandi samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn gefa Hönnu Birnu eftir forsætisráðherraembættið. Annars munu þeir ekki komast í ríkisstjórn!
Stóra spurningin er einungis hvaða flokkar verða með Sjálfstæðisflokki í nýrri ríkisstjórn.
Verður það Björt framtíð og Samfylkingin eða verður það Björt framtíð og VG?
Í því felst spennan!
http://www.dv.is/frettir/2013/4/11/hanna-birna-skiptir-skopum/
Þetta eru furðulegustu vangaveltur sem ég hef nokkurn tína lesið. Þetta á væntanlega að styrkja Framsókn 🙂
Hrafn. Þú hefur greinilega ekki mikla innsýn í íslensk stjórnmál. Af hverju ætti þetta að styrkja Framsókn?
Þú er greinilega alveg með´etta… 🙂
Áhugaverðar pælingar.
Að mínu mati þá er þetta heldur langt seilst í völd að mynda stjórn til vinstri og jafnvel alla leið til VG.
Held að stjórn með XB sé ákjósanlegast.
En XB getur líka mynda vinstri stjórn og XD þá í stjórnarandstöðu í önnur fjögur ár.
Það væri kannski ágætis staða. Að láta sigurvegara kosninganna spreyta sig í ríkisstjórn og sjá hvernig þeim gegnur.
Og tala ég sem Sjálfstæðismaður.
Hallur, þetta er merkileg tilgáta. Ég reyndar trúi öllu. Takk fyrir linkinn.
Áfram með vangavelturnar. Fari kosningarnar á þann veg sem skoðanakannanir gefa til kynna er ljóst að Sigmundur Davíð fær fyrstur til þess umboð að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Með stefnufestu hans í huga verður krafan um aðgerðir í þágu heimilanna ófrávíkjanleg. Sjálfstæðismenn sem geta ekki til þess hugsað að vera utan ríkisstjórnar annað kjörtímabilið í röð munu fallast á það meginmarkmið auk þess sem margt í stefnumálum flokkanna fer saman. Að vísu munu Sjálfstæðismenn fara inní tveggja flokka samstarfið með óbragð í munni þess sem hefur vanist því að vera í ráðandi stöðu en þeir munu samt meta þessa nýju stöðu sem möguleika til góðrar viðspyrnu til framtíðar litið. Oft hefur verið þörf á öflugri og samhentri ríkisstjórn; nú er það nauðsyn.
Ef særindi Sjálfstæðismanna með slaka útkomu verða hins vegar til þess að þeir haldi sig til hlés við stjórnarmyndun hefur Sigmundur Davíð þann kostinn að mynda þriggja flokka stjórn til vinstri. Það er veikari kostur einkum þar sem Sigmundur hefur dapra reynslu af viðskiptum sínum við einkum Samfylkingu og VG og samblandi af fleðulátum og óheilindum frá þeirri hlið.
Þriðji möguleikinn sem Hallur ýjar að er vissulega fyrir hendi. Að Sjálfstæðisflokkurinn ásamt þremur öðrum flokkum leggist svo lágt að eyðileggja samkvæmt skoðanakönnunum kosningasigur Framsóknar með vanheilögu stjórnarmynstri þar sem tilgangurinn einn helgar meðalið.
Fari svo er hætt við, að rætast muni hið fornkveðna að skamma stund verði hönd höggi fegin
Þetta er útsmogið plott hjá Halli til að koma Finni Ingólfssyni og ólafi Ólafssyni aftur í áhrifastöður.
🙂
GSS.
Þótt staðan í skoðanakönnunum sé þannig núna að það þurfi 4 flokka í stjórn án Framsóknar þá held ég að það verði ekki niðurstaðan.
Fyrirvari á ofangreindu er sá að það sé UNNT að mynda 3 flokka stjórn án Framsóknar.
Kannski skrópaði Hallur í samlagningartímanum í barnó. Ef ekki þá lít ég á þetta sem vinalega áfallahjálp.
Stefán. Samkvæmt nýjustu könnun er xD, xS og xA með 32 þingmenn.
Þrátt fyrir óðaverðbólgu frá því ég var í grunnskóla þá var 32 meira en 31.
Hallur, eg frekar spenntur fyrir thessu fyrirkomulagi. Staersti flokkur landsins, Framsokn, endar i stjornarandstodu og ihaldid fari medstjorn landsins med tveimur jafnadarmannahaekjum, samfylkingu og bjartri framtid.
Þetta er fjórflokkurinn nánast allur og því hið fornkveðna sem gildir:
Guð hjálpi Íslendingum og Íslenskri náttúru.
Ef slík stjórn væri mynduð, þá væri hún óhjákvæmilega kölluð af okkur „Hræðslubandalagið“ því hræðslan við Framsókn undir stj. SDG væri þ.s. sameinaði hana.
Það að fá Hönnu Birnu – núllar ekki út landsfundarályktunina.
Alveg örugglega ekki VG – BF + Samfó. Er eini fræðilega raunhæfi kosturinn.
Málið er að innan Sjálfst.fl. er mjög mikil andstaða við aðild, þó þeir séu einnig til sem eru annarrar skoðunar. Sýnir ályktunin greinilega að, þessa dagana eru andstæðingar ráðandi aflið innan flokksins.
Hanna Birna yrði óhjákvæmilega að taka tillit til þeirrar andstöðu – – eða eiga það á hættu sjálf, að fá yfir sig klofning innan flokksins.
Í því tilviki gæti samstarfið orðið ímsu leiti endurtekning samstarfs Samfó við VG. Þ.e. óánægja við þ.s. kallað væri „svik forystunnar“ myndi leiða til þess, að þingmenn myndu heltast úr lest af þingliði í þessu tilviki Sjálfstæðisfl.
Ég spái því að slík stjórn myndi í gegnum slíka þróun geta misst meirihluta sinn áður en kjörtímabilið væri klárað.
——————————
Framsókn myndi frá fram nýjar kosningar – – og þá fá hreinan meirihluta.
Og stjórna ein! Segi eftir 2 ár.
Kv.
Fyrir Sjálfsstæðisflokkinn að ætla að semja við þessa flokka SF og BF og að ætla að standa að því að svíkja stefnu sína og að semja um áframhald þessarar ógæfulegu ESB umsóknar yrði brátt að martröð fyrir hana sjálfa og með því myndi hún skrifa uppá sin eigin endalok sem stjórnmálaleiðtoga og slíkt myndi líklega endanlega sundra Sjálfsstæðisflokknum.
Það verður aldrei að mikill meirihluti stuðningsmanna flokksins láti örsmáan ESB sinnaðan minnihluta kúga sig til þess. Þó svo að veiklunduð forystan láti þessa ESB sinnuðu fjölmiðla mafíu hrekja sig úr einu víginu í annað.
Ég hugsa að þessi spá Einars Björns Bjarnasonar hér að ofan gæti vel gengið eftir ef að þessum flokkum dytti í hug að ætla að fara saman og það um þetta ESB mál !
Þú virðist ekki átta þig á því Hallur að það er engin tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn mælist undir 20% og er fylgið lægra en eftir algjört hrun bankakerfisins á vakt Sjálfstæðisflokksins.
Það segir okkur bara eitt, fólk hafnar sjálfstæðisflokknum og vill hann ekki í stjórn landsins. Einfalt mál.
Þessi spá Halls er að mínu mati alls ekki fráleit. Svei mér ef þetta er ekki líkleg niðurstaða.
Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn geti alls ekki hugsað sér að vera í ríkisstjórn án þess að hafa forsætisráðherraembættið. Auk þess er skuldaniðurfelling til allra Samfylkingunni og Bjartri framtíð lítt að skapi.
Flöt skuldaniðurfelling er í raun mikil tilfærsla á fé frá hinum verra settu til hinna betur settu. Það er heldur ekki hægt að réttlæta hana með sanngirnisrökum. Það eru engin rök fyrir því að þeir sem tóku lán fyrir 2006 fái skuldir sínar lækkaðar.
Það er eðlilegt að lækka skuldir þeirra sem keyptu sína fyrstu íbúð 2006-2008 og leysa úr vanda vegna lánsveða. Kostnaðurinn við það er aðeins brot af þeirri upphæð sem Sigmundur Davíð hyggst nota í flatan niðurskurð.
Nær væri að greiða niður skuldir ríkisins, auka framlög til velferðakerfisins og menntamála.