Mánudagur 15.04.2013 - 08:53 - 2 ummæli

Óþörf útlánakrísa ÍLS

„Íbúðalánasjóður býr nú við heimatilbúna útlánakrísu sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjóðinn.  Ástæða útlánakrísunnar er allt of lág hámarkslán sjóðsins. Hámarkslánið hrekkur skammt til kaupa á hóflegu húsnæði. Ríkisstjórnin og Velferðarráðherra bera ábyrgð á þessari útlánakrísu. Tregi til að hækka hámarkslán hefur ekki einungis þvingað almenning til þess að taka bankalán vegna íbúðakaupa heldur hefur sá tregi komið í veg fyrir aukna atvinnu í steindauðum byggingariðnaði með tilheyrandi verðmætasköpun.“

Þetta skrifaði ég í nóvember. Pistillinn á enn við. Staða ÍLS bara versnar. ÍLS kennir óverðtryggðu lánunum um í mánaðarskýrslu sinni.

En aðalástæðan er ekki óverðtryggð lán bankanna heldur sú staðareynd að bankarnir lána fólki eðlilega lánsfjárhæð til kaupa á húsnæði. Það gerir ÍLS ekki. Hámarkslánið er enn 20 milljónir og dugir ekki venjulegu fólki til kaupa á hóflegu húsnæði.  Vandi ÍLS vegna minnkandi útlána er ALGERLEGA á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar sem hefur ekki samþykkt að veita ÍLS heimild til að hækka hámarkslánið.  Það hefði átt að gera strax árið 2010. Slíkt hefði aukið atvinnu og hagvxt og komið í veg fyrir hluta af núverandi vanda ÍLS.

Mánaðarskýrsla ÍLS:  http://ils.is/um-okkur/frettir/frett/2013/04/12/Utlan-844-milljonir-i-mars/

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Er þetta ekki frekar afleiðing af lakari lífskjörum sem gerir það að verkum að fólk stendur í raun ekki undir afborgunum og vöxtum af raunverulegum framkvæmdarkosnaði

  • Hallur Magnússon

    Nei. Þá væri ekki þessi mikla útlánaukning hjá bankakerfini í formi íbúðalána.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur