Árið 2006 lagði stefnumótunarhópur Framsóknarráðherrans Árna Magnússonar til að stofna Íbúðabanka í eigu Íbúðalánasjóðs sem sæi um að fjármagna almenn íbúðalán gegnum bankakerfið án ríkisábyrgðar Árið 2013 leggur stefnumótunarhópur Samfylkingarráðherrans Guðbjarts Hannessonar til að Íbúðalánasjóður taki þátt í stofnun heildsölubanka sem fjármagni almenn íbúðalán gegnum bankakerfið án ríkisábyrgðar.
Það er áhugavert að bera saman þessar tillögur.
Skýrslu pólitískt skipaðs starfshóps félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins árið 2006 er að finna hér: „Lokaálit stýrihóps um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum“
Skýrslu pólitískt skipaðs velferðarráðherra Samfylkingarinnar árið 2013 er að finna hér: „Skýrsla starfshóps um framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs“
Þá er vert að skoða í samanburði tillögur starfshóps sem Árni Páll Árnason þáverandi félagsmálaráðherra skipað í ársbyrjun 2010 sem ráðherrann hugðist leggja fram sem umræðuskjal til grundvallar framtíðarstefnumótun í húsnæðismálum. Þegar núverandi velferðarráðherra tók við voru tillögurnar lagðar til hliðar. Tillögurnar frá því 2010 eru að finna hér: „Húsnæði fyrir alla – umræðuskjal“ .
Rita ummæli