Föstudagur 19.04.2013 - 05:26 - Rita ummæli

ÍLS heildsala 2006 og 2013

Árið 2006 lagði stefnumótunarhópur Framsóknarráðherrans Árna Magnússonar  til að stofna Íbúðabanka í eigu Íbúðalánasjóðs sem sæi um að fjármagna almenn íbúðalán gegnum bankakerfið án ríkisábyrgðar  Árið 2013 leggur stefnumótunarhópur Samfylkingarráðherrans Guðbjarts Hannessonar til að Íbúðalánasjóður taki þátt í stofnun heildsölubanka sem fjármagni almenn íbúðalán gegnum bankakerfið án ríkisábyrgðar.

Það er áhugavert að bera saman þessar tillögur.

Skýrslu pólitískt skipaðs starfshóps félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins árið 2006 er að finna hér:  „Lokaálit stýrihóps um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum“

Skýrslu pólitískt skipaðs velferðarráðherra Samfylkingarinnar árið 2013 er að finna hér: „Skýrsla starfshóps um framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs“

Þá er vert að skoða í samanburði tillögur starfshóps sem Árni Páll Árnason þáverandi félagsmálaráðherra skipað í ársbyrjun 2010 sem ráðherrann hugðist leggja fram sem umræðuskjal til grundvallar framtíðarstefnumótun í húsnæðismálum. Þegar núverandi velferðarráðherra tók við voru tillögurnar lagðar til hliðar. Tillögurnar frá því 2010 eru að finna hér: „Húsnæði fyrir alla – umræðuskjal“ .

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur