Þriðjudagur 23.04.2013 - 09:56 - 12 ummæli

Bjölluat í Brussel

Íslenskir stjórnmálamenn gera bjölluat aldarinnar ef aðildarviðræður að Evrópusambandinu verður hætt án niðurstöðu um aðildarsamning sem lagður verði fyrir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Slíkt yrði ekki einungis bjölluat í Brussel heldur vanvirðing við íslensku þjóðina sem á að sjálfsögðu að hafa lokaorðið um inngöngu eða inngöngu ekki í Evrópusambandið. Þá ákvörðun á þjóðin að taka með upplýstum hætti. Það er með fullbúinn samning í höndunum þar sem niðurstaða er komin í þau atriði sem menn greinir á um í dag.

Venjulega eru það pörupiltar sem gera bjölluat. Nú er að sjá hverjir þeirra sem nú eru í framboði vilja verða pörupiltar og hverjir ekki …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • gerðu Svisslendingar bjölluat? var það vanvirðing við Svissnesku þjóðina? svona til samanburðar. og hvar í lögum evrópusambandsis segir að um sé að ræða samningaviðræður? var þeim lögum ekki skipt út árið 2000 og breytt áður en farið var í aðildarviðræður við austantjaldslöndin. núna aðlaga ríki sig að ESB áður en til inngöngu kemur.

    ef um er að ræða samningaviðræður, þá hlítur að vera til samningur um þá kafla sem hefur nú þegar verið lokað. en það má víst engin sjá þá. kannski af því að það eru engir samningar og þetta er tóm lygaþvæla til þess gerð að innleiða allar reglur og lög evrópusambandsins þannig að þau verði óafturkræf. lauma landinu inn í ESB án lýðræðislegsumboðs í gegnum bakdyrnar.

    og hafa ekki pörupiltar það að venju að ljúga framan í þá sem þeir eru að gera grikk í. í þessu tilfelli eru pörupiltarnir esbsinnar og það verið að gera grikk að þjóðinni.

  • Skaðinn er þegar skeður. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki liggur fyrir heimild frá alþingi um að hefja það aðlögunarferli sem sambandið krefst á meðan aðlögunarviðræðum stendur. Þetta sést best á því að aðlögunarferlið er botnfrosið og ekki hefur tekist að loka öðrum köflum en sem voru hvort eð er „in line“ við reglugerð sambandsins vegna EES samningsins.

    Evrópusambandið er búið að uppgötva að heljarferð Össurar og co nýtur ekki nægjanlegs stuðnings þings né þjóðar svo að hægt verði að ljúka því. Það er borin von að nýtt þing setji aðlögunarferlið á oddinn og er líklegast að málið lognist út af og hverfi síðan á öskuhauga sögunnar.

  • Ragnhildur H.Jóhannesdóttir

    Vonandi hefur þú rett að mæla Eggert ,þó svona bjartsyn þori eg ekki að vera ….og finnst það muni algjörlega skipta máli hvað Stjórn kemur her núna !

  • Þórður Magnússon

    Við erum á undanþágu með EES samninginn. Opinbera skýringin er sú að neyðarástand sé á Ísl og þess vegna haldi EES samningurinn en staðreyndin er sú að EES samningurinn heldur einungis vegna hugsanlegrar inngöngu landsins í esb. Verði viðræðunum rift mun innan skamms koma frá esb tímarammi; verði gjaldeyrishörftum ekki aflétt innna td 6 mánaða og samningurinn uppfylltur að öðru leiti mun esb segja samningnum upp við Ísland að þeim tíma liðnum.

    Þorir einhver að hugsa þá hugsun til enda? 30 þús íslendingar missa starfsleyfin sín í evrópu, allir samningar, tollar ofl í algjöru uppnámi. Skv hagstofu Íslands var útflutningur vara frá Ísl til evrópu 88,4% af útflutningi íslendinga árið 2011. Tölur fyrir 2012 liggja ekki fyrir. Íslendingar verða í svipaðri stöðu og pólverjar voru í fyrir 2004 og Albanar eru í í dag. Góð tilhugsun?

    • Þórður Magnússon. Hræðsluáróður í anda Icesave. Hvað verður .að næst? Kúba Norðursins, Norður Kórea eða annað álíka gáfulegt.

      • Þórður Magnússon

        Þetta er ekki hræðsluáróður. Tvær meginstoðir ees samningsins eru ekki í virku gildi. Við erum á undanþágu, það er ekki skoðun – það er staðreynd. Hvernig getur samningur sem kveður á um frjálsa för fjármagns, fólks og þjónustu lifað við gjaldeyrishöft? Hvernig er það framkvæmanlegt? Hversu lengi mun undanþáguákvæðið vara? Það er nú á fimmta ári, sem undanþáguákvæði. Það hafa fleiri en ég bent á þetta svo sem.
        En er ekki betra að ræða um það málefnalega fremur en að tala um N-Kóreu og Kúbu.

        • Hvurslags endemis della er þetta, við á „undanþágu“ frá EES vegna gjaldeyrishafta. Væri samt svolítið fyndið að fá þig til að birta hina meintu undanþáguheimild 🙂

          Bara til að upplýsa þig þá er Íslandi fullkomlega heimilt, samkvæmt EES samningum, að setja á gjaldeyrishöft eins lengi og þurfa þykir. Þessi niðurstaða er staðfest af ETFA dómstólnum.

          http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/12/14/gjaldeyrishoft_samraemast_ees_samningnum/

          • Þórður Magnússon

            Þetta er næstum eins og að rífast við vangefið fólk. Þetta er því loka tilraun mín.
            „Dómstóllinn benti á að alvarlegar aðstæður hefðu skapast á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins síðla árs 2008. Við þessar aðstæður væru uppfyllt efnisleg skilyrði fyrir því að grípa til verndarráðstafana samkvæmt 2. og 4. mgr. 43. gr. EES-samningsins, jafnt á þeim tímapunkti þegar reglurnar voru settar (í október 2009) sem og þegar stefnanda var endanlega synjað um undanþágu frá gildandi banni við innflutningi aflandskróna (í október 2010)“

            Þetta gefur okkur ekki bindandi og varanlega undanþágu frá frjálsu flæði fjármagns. Þetta gefur okkur tímabunda undanþágu vegna neyðarástands eins og ég sagði í fyrsta innleggi. Annars eigðu gott líf vinur minn.

  • Haukur Kristinsson

    Þetta er tóm steypa hjá Heimssýn og hækjunni, tóm steypa.
    Það skiptir engu máli hvort talað sé um samningaviðræður eða aðlögunarviðræður. Markmiðið er það sama, sem sagt, að fá úr því skorið hvort aðild Íslands komi til greina og láta síðan þjóðina kveða upp sinn dóm á grundvelli þess sem aðlögunarviðræður leiða í ljós. Ekkert flókið, nema kannski fyrir íslenska hillbilla og fávísa innbyggjara.
    Í EU eru þegar 27 lýðræðisríki, öll okkar nágrannalönd, engin bananalýðveldi.
    Hinsvegar er mikill spilling á klakanum, allt of mikil, sem mundi minnka með sterkara samstarfi við EU ríkin. Með þátttöku erum við ekki aðeins að efla sjálfstæði okkar heldur einnig stórbæta lífskjör allmennings, ég segi almennings!
    En halló, látum íslensku þjóðina kveða upp um það, en ekki þingmenn og leigupenna á mála hjá heildsölum, okrurum og peningaklíkum.
    Og ef þjóði segir Já við EU, myndu sjallabjánarnir í Hæstarétti ekki þora að draga aftur upp tommustokkinn til að finna einhvern titlangaskít til að ógilda kosningarnar.

  • Þetta eru súrealískar sjónhverfingar. ESB er ekkert að fela reglur sínar í pakka, stjórnunarhætti, kosti eða galla. Það er óþarfi að bíða lengur með að kíkja í jólapakkann þegar þriggja ára vinna hefur leitt í ljos að ekkert er í boði annað en aðlögun að reglum ESB með tímabundnum undanþágum.

    Hallur, hvað þarftu mörg ár í viðbót til þess að ákveða hvort þú vilt gangast undir 100.000 bls. af reglum ESB og standa/sitja við borðið eins og t.d. Kýpur?

    Eftir hverju ertu að sækja í ESB sem ekki er hægt að byrja strax á og framkvæma utan ESB?

  • Já þið gerðuð svo sannarlega bjölluat. Og nú verður að draga umsóknina til baka og þið sitjið eftir með rauðan rassinn. Þið áttuð að spyrja okkur hin áður en þið lofuðuð okkur í veisluna:)

    Svolítið skammarlegt!

  • Já það væri mjög fróðlegt að fá það fram hjá Halli og öðrum svona æstum Pakkakíkjum hvð ætti þetta ESB aðildarrugl að fá að halda lengi áfram eins og það hefur gert án þess að þjóðin fái beina að komu að þessu máli. Kannski eitt ár eða 2 ár. Kannski annað kjörtímabil? Hversu langt á þetta rugl að ganga ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur