Vanstilltir „vinir“ Jóns Gnarr borgarstjóra hafa verið að missa sig yfir pistlakorni sem ég skrifaði á dögunum. Í pistlinum er ég að hrósa borgarstjóranum fyrir það hvernig honum hefur tekist að brjótast út úr hefðbundnu hlutverki borgarstjóra til að koma mikilvægum og umdeildum skoðunum sínum á framfæri til að vekja afar nauðsynlega umræðu um margvísleg málefni sem oftar en ekki hafa verið tabú. Og það án þess að setja niður hefðbundið hlutverk borgarstjóra.
Í pistlinum hrósa ég Jón Gnarr einnig fyrir stjórnunarstíl sinn sem byggir á útdeilingu verkefna borgarstjóra til öflugs samstarfsfólks síns þegar það á við. Einnig undirstrika ég í pistlinum að Jón Gnarr standi sig einnig sem „hefðbundinn“ borgarstjóri.
Þetta geri ég með einfaldri myndlikingu sem meira að segja er útskýrð í pistlinum.
En sumir vanstilltir vinir „Gnarr“ virðast nánast froðufella yfir þessum hróspistli mínum og hella skálum reiði sinnar með sérkennilegum, nánast hatursfullum athugasemdum, rangfærslum og persónulegu skítkasti. Fyrir utan grófum rangfærslum um mál sem koma Jóni Gnarr og borgarmálum ekkert við. Þetta á einnig við athugasemdir við pistilinn á fésbókinni.
Í tilfellum var ljóst að fólk hafði ekki lesið pistilinn – einungis lokkandi fyrirsögnina.
Því ákvað ég að svara hinum vanstilltu „vinum“ Gnarr – kanna hvort þeir hefðu lesið pistilinn – og í dáraskap mínum svaraði síðan sumum hinum forhertu í sömu mynt.
Ég er dálítið hugsi yfir þessum ofsafengnu viðbrögðum. Ekki það að ég hef séð ýmislegt í athugasemdakerfum samfélagsmiðlanna. En ég er hugsi yfir því með hvaða hætti margir virðast lesa pistlana mína. Þeir gera það eins og skrattinn les Biblíuna. Sumt fólk les ekki það sem stendur. Heldur er það með fyrirfram ákveðna, neikvæða skoðun á því sem ég hef fram að færa og velur að túlka skrif mín á eins neikvæðan hátt og unnt er jafnframt því að gera mér upp skoðanir. Sem reyndar er ekkert nýtt.
Ég er að reyna að finna hvernig draga skal lærdóm af þessu – en gengur illa …
En yfir til Jóns Gnarr borgarstjóra og raunverulegra vina hans – þess stóra hóps afar hæfs fólks sem hefur staðið sig vonum framar í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og víðar.
Ég hef stundum gagnrýnt verk embættismanna og meirihlutans í borgarstórn og persónugert það í Jóni Gnarr – þar sem hann er jú borgarstjóri . Á sama hátt og ég gagnrýndi það sem miður fór hjá borginni undir fyrri borgarstjórum. Meira að segja þegar ég sjálfur var hluti stjórnkerfisins sem varaformaður og formaður nefnda.
En á sama hátt þá hef ég líka hrósað því sem vel hefur verið gert – og persónugert það í Jóni Gnarr – þar sem hann er jú borgarstjóri.
Ég fjallað um það fyrir kosningar að ekki mætti vanmeta Bezta flokkinn. Hann væri hópur hæfs fólks með hugmyndir sem fyllilega ættu rétt á sér. Á það bæri að hlusta.
Og ég fjallaði um það eftir kosningar að til valda væri komin hópur öflugs fólks sem alla burði hefði til að standa sig vel og verða öflugir stjórnmálamenn. Tiltók þá sérstaklega Óttarr Proppé og Einar Örn Benediktsson. Þá fékk ég reyndar athugasemdir frá öðrum aðiljum en vanstilltum „vinum“ Jóns Gnarr – en það er annað mál 🙂
Nú er Óttar Proppé kominn á þing 🙂
Málflutningur þinn er svipaður og áróðursaðferð Sjálfstæðisflokksins. Þú segist alltaf vera að hrósa Jóni Gnarr og Sjálfstæðisflokkurinn segist alltaf vera að vinna fyrir lítilmagnann.
Pétur.
Ertu viss um að þú hafir lesi þennan pistil – eða þá þann fyrri?
Sýnist á viðbrögðum þínum að þú fallir inn í þennan hóp „vina“ Gnarrs sem ég er að lýsa.
Vanstillt? Ég myndi segja fullkomlega eðlileg.
Að kalla mann hirðfífl og afsaka það svo sem hrós. Þetta er það sama og kalla þig skoffín og segja svo að það sé í raun hrós yfir persónueiginleikum þínum. Alveg eins og að kalla mann skoffín er níð, þá var grein þín níð. Sama hvernig þú afsakar það fyrir sjálfum þér.
Magnús.
Viltu ekki kanna fyrst hver mikilvæg staða „hirðfífls“ sem samfélagsgagnrýnda gat verið gegnum tíðina. Með ummælum þínum ertu að gera lítið úr því fólki – sem við hirðir „einvalda“ hafði tækifæri til að gegna því starfi hafi.
Jón Gnarr hefur beitt sömu aðferð – með góðum árangri – það er stigið aðeins út úr hefðbundnu hlutverki borgarstjórans – til að koma skilaboðum á framfæri.
Hins vegar að kalla mig „skoffín“ þá ertu á grófan hátt að vega að æru föður míns og móður. Skítt með mig.
Flettu nú upp hvað „skoffín“ þýðir.
Læt svörum mínum vegna þess lokið að sinni.
Hver og einn getur lagt mat sitt á gæði ummæla í þeim dúr sem hér að framan hafa komið – og þau ummæli sem eftir munu koma.
Biðst afsökunar á að hafa móðgað þig og vega að æru foreldra þinna. Það var alls ekki meininginn með athugasemd minni.
Það er ljótt að uppnefna og sitja undir uppnöfnum. Í sama hvaða tilgangi það er, léttúðugt eður ei. Og já, skoffín er sannarlega ljótt og særandi orð þegar það viðhaft um annað en það er. Notkun þess kallar réttilega á reiði.
Takk fyrir það Magnús.
Reyndar er engin reiði af minni hálfu – því þótt skoffín sé afkvæmi tófu og kattar og í raun hræðilegt dýr sem talið var að þyrfti að drepa áður en það kæmist á legg – þá hefur það verið notað í íslensku á nákvæmlega þann hátt sem þú varst að benda í þinni færslu. Á ákveðinn niðrandi hátt.
Vildi bara benda þér á eina túlkun orðsins.
Hins vegar er einnig hefð fyrir að nota það á annan hátt í íslensku – og þá á jákvæðari hátt. Það er með ákveðinni væntumþykju þegar hegðun fólks sem okkur þykir vænt um er ekki alveg eftir bókinni:
„Skoffín geturu verið elskan mín“.
„Þú ert stundum soldi skoffín“.
Í nútímamáli hugsa ég að orðið „skoffín“ sé miklu oftar notað á jákvæðan hátt:
„Elsku skoffínið mitt er að verða stórt“
Svona er nefnilega íslenskan. Við túlkum hana mismundandi.
En aftur – kærar þakkir fyrir athugasemdina.
Las pistilinn og þótti engu að síður yfirskriftin lýsa innrætinu, hver sá sem kallar annan „-fífl“, með hvaða forskeyti sem er, er ekki að skjalla eða hrósa viðkomandi. Síðan kórónar þú þetta allt saman með að kalla fólk sem bregst illa við „vanstillt“… ég held að þú ættir að slaka á í blogginu, amk. taka til þín eitthvað af þeirri gagnrýni sem þú hefur fengið og breyta um stíl.
Jón Gnarr hefur staðið sig vel í að þrífa upp eftir framsjalla í borgarstjórn.
Þyrfti kannski ekki bara að skutla honum inn í ÍBL lika?
Hárétt hjá Halli.
Hvað sem raular og tautar er Gnarinn HIRÐFÍFL og ekkert annað, það er bara að viðurkenna það fyrir sjálfum sér, því fyrr því betra…
Jón Gnarr er skelmir.
En það er víst borin von að þið fíflin vitið hvað það orð þýðir.
Hafir þú einhverntíma reiknað með málefnalegum tilsvörum við þessum pistli þá hefir þú skotið þig í fótinn. Í fyrsta lagi er pistillinn þinn allt að því barnalegur og til þess eins fallin að varpa ljósi á eigin takmarkanir og í öðru lagi er ljós tilgangurinn þinn er varðar að fjarlægja „fókus“ af spillingu í kringum um þig sjálfan og Íbúðarlánasjóð og erindisrekstur fyrir Framsóknarflokkinnn. Gef þér hollráð sem ég lærði snemma: „Sumum er hollast að þegja“ og þá á ég við þig.
Þú ert þegar búinn að tapa spilinu! 🙂 Allir sem ekki eru skini skroppnir myndu drag sig í hlé núna og standa við fyrri yfrilýsingar um að „ekki yrði um frekari komment að ræða“
Rétt hjá þér að það ætti ekki að koma með frekari komment – en það er EINMITT ÁSTÆÐA TIL AÐ BEINA SJÓNUM AÐ ÍLS OG ÞEIM RANGFÆRSLUM SEM FRAM KOMA Í SKÝRSLU RNA Á ÍLS – og ekki síður þeim gögnum og staðreyndum sem RNA á ÍLS hafði undir höndum og ákvað að halda frá skýrslunni. Líklega til að skemma ekki fyrirframákveðna niðurstöðuna!
Ég er tilbúinn hvar sem er og hvenær sem er að ræða Íbúðalánasjóð og koma fram með staðreyndir hvað rekstur hans varðar árin 1999 – 2007 þann tíma sem ég starfaði þar!
En hvað varðar komment á aðra hluti – þá dæma menn sig þar sjálfir – og ég ætla ekki að tjá mig meira um það 🙂
Það er rétt hjá þér K.Jökull málefnaleg tilsvör svo gott sem enginn,
enda er þitt tilsvar af þeim meiði.
Ég á ekki til orð – er fólk almennt svona illa gefið að það viti ekki hvaða hlutverki hirðfífl gengdi við hirðir? hefur þetta fólk EKKERT lesið nema blogg? Hirðfíflið var nákvæmlega eins og Hallur segir; sá sem gat og mátti benda á mein í þjóðfélögum án þess að missa höfuðið.
Ég er hins vegar langt því að vera sammála Halli – mér finnst hann alls ekki njóta þess heiðurs að vera hirðfífl – hann er bara fífl.
Hann felur eigin vangetu á endalausu rausi um homma og lesbíur. Þegar allt þrýtur fer hann í kjól og setur á sig varalit. Trúður – það er það sem hann er og er eiginlega andstæðan við háverðurg hirðfífl.