Miðvikudagur 14.08.2013 - 19:29 - 4 ummæli

Bezti og Næstbestiflokkurinn

Það kemur ekki á óvart að Bezti flokkurinn bjóði aftur fram í næstu borgarstjórnarkosningum. Fólkið sem í honum starfar hefur sýnt það og sannað að það á fullt erindi í íslensk stjórnmál.  Það hefur staðið sig vel.

Borgarstjórinn hefur náð fram markmiðum sýnum um að nýta stöðu sína fyrir mikilvæga samfélagsgagnrýni sína eins og ég lýsti í pistli mínum „Hirðfíflið Jón Gnarr“.

Reyndar hafa flest óháð framboð sem náðu fulltrúum í sveitarstjórnir vítt og breytt um landið staðið sig vel.

Því er það sorglegt að horfa upp á lélega eftirhermu Bezta flokksins – „Næst besta flokkinn“ í Kópavogi.

Ólíkt Bezta flokknum í Reykjavík þá eru litlar líkur á að „Næst besti flokkurinn“ nái manni inn í bæjarstjórn Kópavogs að óbreyttu.  Enda ber eftirherman í oddvitasætinu skuldlaust ábyrgð á núverandi meirihluta í Kópavogi. Sem reyndar er hinn ágætasti meirihluti sem staðið hefur sig vel!

Þannig að kannske hefur „Næst besti flokkurinn“ áorkað einhverju – þrátt fyrir allt …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Svona fyrir þau sem eru ekki búin að fylgjast þeim mun betur með bæjarstjórnarsviptingum í Kópavogli sl. þrjú ár, þá hljómar þessi pistill ansi Ragnar Reykás-legur! 🙂

  • Þú ert holdgerving véfréttarinnar í Delfí, Hallur.

  • Magnús Björgvinsson

    Svona í grunnin þá hefur núverandi meirihluti byggt sitt starf á því sem fyrri meirihluti var búin að leggja upp. Og svona að öðruleiti hefur staðið hálfgert stríð milli aðila innan Sjálfstæðisflokks.

  • Vá hvað þetta er beitt og merkileg bloggfærsla…

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur