Það á að skera verulega niður í rekstri RÚV og endurskipuleggja fyrirkomulag við gerð dagskrárefnis fjámögnuðu af opinberu fé. Ekki vegna þess að Vigdís Hauksdóttir er ekki sátt við fréttaflutning Ríkisútvarpsins og umfjöllun Spegilsins. Heldur vegna þess að Ríkisútvarpið getur uppfyllt hlutverk sitt með miklu minni umsvifum en nú eru hjá þessari ágætu ríkisstofnun.
Nei gerum það ekki, Ég er tilbúin að greiða þennan nefskatt svo Rúv geti haldið áfram rekstri á sambærilegum nótum og gert er í dag.
Eflum RÚV !
Ég er tilbúinn að greiða tvöfalt hærri nefskatt fyrir öflugra og betra RÚV !
Það er ekki síst núna á meðan flestir aðrir fjölmiðlar liggja sem lægst, sem þörfin á sterku RÚV er hvað mest.
Eflum RÚV og gefum skít í eineltistilburði Framsóknarflokksins í garð stofnunarinnar.
Að sjálfsögðu er hættulegasti óvinur Framsóknarflokksins fjölmiðill þar sem fagleg fréttamennska er í fyrirrúmi.
Áskrift að RUV á að vera val. Ríkisstyrkt fjölmiðlun er á engan hátt réttlætanleg.
Af hverju ekki dagblöð eða fréttaveitur á netinu ?
Það er RUV og starfsmönnum þess miklu hreinlegra að fá að standa með eigin verðleikum. Er alveg viss um að áskrifendur að RUV yrðu fleiri en margur heldur.
Þar fyrir utan hlýtur að vera óþolandi fyrir starfsmenn RUV að þurfa sífellt eða vera undir pólistíkum hæl stjórnvalda hvers tíma. Þannig hefur það verið og mun alltaf vera á meðan RUV þiggur nefskatt.
Greinarhöfundur fær bitlinga fyrir að skrifa svona pistla. Einhverntíman kallaði Vilmundur Gylfason samflokksmann Halls „flokksgerpi“. Minnir að það hafi verið eignað Alfreð Þorsteinssyni. Orðið er enn relevant.
Það er óhjákvæmilegt að skera niður hjá ríkisútvarpinu. Það er óhjákvæmilegt að skera niður allsstaðar. EF markmiðið er minni halli á ríkissjóði og síðan tekjuafgangur. Það er víst hvert þessi þróun leiðir efnahagslega og pólitískt til lengri tíma litið.
ÓVINSÆLDIR stjórnmálamanna munu halda áfram að kalla á skammtímalausnir til að friða almenning. Þar sem stjónmálamenn geta ekki komið sér saman um megin markmið til frambúðar munu gífuryrtir stjórnmálamenn sem tala máli „hvíta ruslsins“ sem hér veður uppi eiga umræðuna. Í skjóli ábyrgðaleysis allt frá bloggara upp í forseta munu menn kafsigla þessari þjóðarskútu hratt og örugglega á þessu eða snemma á næsta ári.
Vigdís Hauksdóttir getur án vafa afframsóknað heilt sólkerfi. Hallur er
ekki jafn öflugur.
Eflum RÚV og látum allt útvarpsgjaldið (4,3 milljarða) renna til stofnunarinnar en ekki bara hluta þess (3,1 milljarður) eins og nú er gert.
Til Gillmann: Tekjur RÚV eru útvarpsgjaldið (3,1 milljarður, hluti af 4,3 milljarða nefskatti), auglýsingatekjur, (1,5 milljarður) og svo ca. 0,5 milljarður sem kemur annars staðar frá. Af hverju þarf þá óhjákvæmilega að skera niður hjá RÚV þegar það hefur engin áhrif á útgjöld ríkisins? Málið er að ríkisvaldið tekur hluta af útvarpsgjaldinu og setur í eitthvað annað (um 1,2 milljarður, veit ekki hvert). Ef það á að skera niður hjá RÚV þá geri ég fastlega ráð fyrir að það þýði lægra útvarpsgjald og hefur þ.a.l. ekkert með ríkisútgjöld að gera. Nema útvarpsgjaldið verði það sama en peningurinn settur í eitthvað annað. Þá er þetta ekki lengur útvarpsgjald til að standa straum af kostnaði RÚV heldur bara óskilgreindur skattur. Er þá ekki hreinlegast að afnema nefskattinn og hækka skattprósentuna í staðinn?
Við þurfum fréttamiðil sem segir fréttir sem fjölmiðlar auðstéttarinnar lúra á henti það eigendum þeirra. Við þurfum öflugan miðil eins og RÚV sem á að vera sjálfstæður og ekki háður duttlungum siðlaus fólks.
Það er helvíti hart að maður neyðist til að borga fréttamönnum og stjórnendum RUV vel útilátin laun fyrir að blaðra um sín persónulegu álitamál.
Að halda því fram að fréttastofa RUV sé hlutlaus er bara brandari.
Ég er ekki til í að borga fyrir RUV! Mér finnst þessi stofnun vera algjör tímaskekkja í dag og allt of dýr í rekstri. Þið sem eruð til í að borga þetta getið þá bara gert það, stofnað e.k. hollvinafélag og borgað tvöfalt ef þið viljið. Ég væri fyrir löngu búin að segja upp áskriftinni ef það væri hægt.
Ef það á á annað borð að taka nefskatt af fólki, hvernig væri þá að gera það fyrir einhverju sem virkilega skiptir máli, eins og t.d. fyrir heilbrigðiskerfið – ég væri til í það frekar en RUV.
Og Kristján, það getu vel verið að rekstur RUV hafi engin áhrif á útgjöld Ríkisins, en hann hefur svo sannarlega bein áhrif á mína afkomu – skiptir það engu máli?
Mismálefnaleg umræða – en skemmtileg! En það þarf að taka heilbrigða umræðu um stöðu og framtíð RÚV.
Veit að fyrrum flokksfélagar mínir fá hláturkrampa af og til þegar ég er skammaður fyrir Framsóknarflokkinn! Enda er það fyndið …
… og mikið vildi ég að ég fengi bitlinga – eða jafnvel borgað – fyrir að segja það sem mér finnst – eins og einn snillingurin heldur fram !!! 🙂
En því miður – þá er það ekki raunin …
.. en ég mun halda áfram að segja það sem mér finnst óháð því hvað öðrum finnst. Þannig hefur það alltaf verið.
… og það sem er bæði skemmtilegt og merkilegt – er að yfirleitt – en þó ekki alltaf – hef ég rétt fyrir mér! Mýgrútur af dæmum þar sem ég hef nánast verið kaffærður vegna ummæla – sen síðar komu lí ljós að voru rétt 🙂
Já, mýmörg!
Hallur, og að þínu mati er stríðsyfirlýsingin “ Skerum niður RÚV“ gott innlegg í „heilbrigða og góða umræðu“ um stofnunina ?
Já, það kveikir umræðu þar sem rök með og á móti ættu að koma fram. Það eru nefnilega rök bæði með og á móti. Mín skoðun er sú að í algerlega breyttu fjölmiðlaumhverfi sé tími til að breyta fyrirkomulagi ríkisstuðnings við fjölmiðlun – og að það sé unnt að skera verulega niður hjá RÚV:
Það hefur ekkert með pólitík að gera – eiginlega þvert á móti.
RÁS 1 og netmiðill er nóg. Þar á að vera pólitísk umræða. Ég hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar að stórnmálasamtök eigi að hafa skilgreindan aðgang að RÚV til að koma áherslum sínum og hugðarefni á framfæri – undir fulllu nafni og kennitölu.
Stuðningur til þáttagerðar á ekki að vera í þeirri mynd að ausa hundruðum milljóna í eitt sjónvarpsmagasín. Stuðningur til þáttagerðar á að vera til framleiðenda eftir ákveðnum reglum og sýning efnisins geti verið á hvaða fjölmiðli sem er – ekki bara RÚV.
Stuðningur til þáttagerðar á að vera til þess að auka fjölbreytni í íslenskri þáttagerð – og stuðla að jafnræði milli fjölmiðla.
Þetta er mín skoðun.
Ég virði algerlega skoðanir þeirra sem vilja áfram RÚV eins og það er. Það eru rök fyrir því.
Það var þessi umræða sem ég var að kalla eftir með því að setja skoðun mína fram á þennan hátt. Vonaðist til þess að menn gætu rætt málið án þess að blanda Vigdísi Hauksdóttur og sérstökum yfirlýsingum hennar sérstaklega í málið.
En að venju poppar upp fólk sem ekkert hefur til málanna að leggja annað en furðuleg pólitísk komment um flokk sem ég sagði mig úr 1. desember 2010 – og ber bara enda ábyrgð á lengur.
… og það að halda því fram að ég fái greitt fyrir að viðra skoðanir mínar er svo heimskulegt að það hálfa væri nóg. Hver ætti að greiða fyrir það?
Vinstri grænir?
Sjálfstæðisflokkurinn?
Björt framtíð?
Allavega ekki Framsóknarflokkurinn sem ég hef heldur betur gagnrýnt á undanförnum misserum þegar hann hefur átt það skilið.
Hafa hin ólíku stjórnmálaöfl ekki haft aðgang að RÚV Hallur ?
Hvað með Silfrið ?
Eða á hvern finnst þér halla og hvernig ?
Silfrið hefur verið fínt. Ég hef enga skoðun á því hvort það hafi verið hallað á einn eða neinn. Það sem ég á við er að flokkarnir fái tíma – og svæði á vefsíður RÚV – þar sem þeir geta komið sínum stefnumálum og áherslum á framfæri á eigin forsendum ekki annarra.
Ég veit líka að Silfrið er tiltölulega ódýr dagskrárliður. Er ekki að tala um það þegar ég segi:
Stuðningur til þáttagerðar á ekki að vera í þeirri mynd að ausa hundruðum milljóna í eitt sjónvarpsmagasín. Stuðningur til þáttagerðar á að vera til framleiðenda eftir ákveðnum reglum og sýning efnisins geti verið á hvaða fjölmiðli sem er – ekki bara RÚV.