Þriðjudagur 20.08.2013 - 15:56 - 16 ummæli

Að sjálfsögðu þjóðaratkvæði

Að sjálfsögðu á að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald eða áframhald ekki á aðildarviðræðum að Evrópusambandinu.

Að sjálfsögðu á sú atkvæðagreiðsla að fara fram samhliða komandi sveitarstjórnarkosningum.

Að sjálfsögðu á að halda áfram aðildarviðræðum ef sú verður niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Að sjálfsögðu á að slíta aðildarviðræðum að Evrópusambandinu verði það niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Að sjálfsögðu þarf að fá niðurstöðu í málið ekki seinna en næsta vor.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Kristinn J

    Að sjálfsögðu þjóðaratkvæði; allt annað er helvitis fokking fokk

  • Sammála Hallur, en er nokkuð viss um það verði allt gert, þar með talið bandalag andstæðinga, MBL og Útvarps Sögu, ásamt LíU og bændasamtakanna. Það verður stór múr gegn aðild. Svo mun Páll Villhjálmsson stýra þjóðernis deildinni.
    Held að við sem viljum Skoða möguleikana verðum undir í þessari baràttu, því miður.

  • Jesús hvað þessi umræða er orðin þreytt og leiðinleg. Á virkilega að þusa um þetta á meðan allt annað „brennur“?

    Þessi umræða er orðin svoooo þreytt og leiðinleg. Maður er komin með ógeð á ESB – áður vildi ég kjósa en nú vil ég þetta mál bara út af borðinu svona rétt á meðan verið er að bjarga hér alvarlegustu málunum.

    Hugsanlega. mögulega hefði fyrrverandi ríkisstjórn geta unnið eitthvað á þessum fjórum árum sem hún fékk ef þetta fólk hefði ekki verið heilaþvegið af þessu ansk…. tuði um ESB alla daga alltaf. Þeir sætu þá ekki núna úti í móa sem hauslaus her vitleysinga.

    Tölum um þetta mál þegar það er búið að bjarga stóru málunum.

  • Ásmundur

    Þórólfur Gíslason ræður öllu í Framsóknarflokknum. Davíð Oddsson og LÍÚ ráða öllu í Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna verður ekkert af þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna.

    Loforð þar um þjónuðu aðeins þeim tilgangi að afla þessum flokkum meirihluta atkvæða. Nú þegar atkvæðin eru í höfn fara þeir létt með að svíkja loforðin.

    Getur einhver staðfest það sem ég las einhvers staðar fyrir löngu að Davíð og Þórólfur séu frændur og miklir mátar?

  • G. Jóhannsdóttir

    Þessi orðræða um Þórólf og Framsókn er orðin ansi sjúskuð og þreytt. Þú átt að vita Ásmundur að ekki er allt satt sem maður les í blöðum. Einkum og sér í lagi DV. Niðurlagið er bull sem er ekki svaravert.

    Er sammála Hönnu að öðru leyti.

  • Jón Guðmundsson

    Íslenskir kjósendur kusu þetta yfir sig. Þeir kusu að gleyma Halldóri Ásgrímssyni, Ólafi Ólafssyni, Valgerði Sverrisdóttur, Búnaðarbankanum, Gift, SÍS, Skinney-Þinganes, Alfreð Þorsteinssyni, Óskari Bergssyni, KB-banka, Íbúðalánasjóði, 90% lánum, kúlulánum, Þórólfi Gíslasyni, Kaupfélagi Skagfirðinga, syni Páls Péturssonar, Finni Ingólfssyni ofl. ofl.

    Einhver hér að ofan sagði „Tölum um þetta [ESB] mál þegar það er búið að bjarga stóru málunum.“. Stóru mál ríkisstjórnarinnar er niðurfelling skatta af auðmönnum og einkavinavæðing. Sporin hræða.

  • Ásmundur

    G. Jóhannsdóttir, hvaða heimildir hefurðu fyrir því að þetta sé ekki rétt?

    Ég varð aldrei var við að þetta væri leiðrétt. Er þó alls ekki að halda því fram að þetta sé endilega rétt.

    Ég vil aðeins fá botn í málið. Þöggunartilburðir eru síst til þess fallnir að skýra málin.

    Ef satt er, er þetta allt of alvarlegt mál til að hægt sé að afgreiða það með að orðræðan sé sjúskuð og þreytt.

  • Ég kaus síðustu ríkisstjórn – stjórn Jóhönnu og það skal upplýst að meiri svik við vinstri hugsjónina hafa ekki verið framin á Íslandi – fyrr eða síðar og er þá mikið sagt.

    Aldrei skal Samfylkingin fá atkvæði mitt aftur. Þetta er samansafn af fólki sem hefur ekki hundsvit á einu né neinu. Otar sínum tota sem það væri alið upp í sjálfstæðisflokknum. Laug kjósendur fulla með loforðum um skjaldborg, gagnsæi og fjölskyldan í fyrirrúmi og Guð má vita hvað og hvað. ALLT svikið. Gömlum flokksbræðum hygglt sem engin væri morgundagurinn, bankaþjófum fært á silfurfati eigur annara, gerðir samningar um stóriðju sem eiga sér ekki fordæmi, sparisjóðum bjargað með fé almennings. Tímanum sóað dag eftir dag í 4 ár í gaspri um ESB og kjaftæði sem skipti engu máli í því óveðri sem skall á landinu.

    Svo mikið er víst að núverandi ríkisstjórn má standa sig stjarnfræðilega illa til að standa jafnfætis þeim dusilmennum sem hér stjórnuðu síðustu 4 ár og slátruðu vinstri hreyfingunni á Íslandi. Þar kom Þórólfur lítið nálægt heldur var það „frú“ Jóhanna sem sá um að troða því í svaðið og ofan í kokið á vinstir mönnum.

    Mikil Guðs blessun að kerlingin sú var komin á aldur og sjálfgefið að hún færi heim. Annars sætum við uppi með hana gólandi í pontu eins og síðustu áratugina um nauðsyn þess að bjarga öryrkjum, gamla fólkinu, fjölskyldunum, börnunum, hálendinu og láglendinu.

    Ég vona bara innilega að vinstri menn hafi lært af þessu og almenningur krefjist þess af þessu fólki aðþað halda sér saman á næsta þingi. Það hefur röflað nóg.

  • Burtséð frá því af hverju:

    1. Fólk vill ganga í Samband þar sem áframhaldandi samruni krefst þess að ríki þurfi að gefa upp fullveldi sitt, eins og hefur margoft komið fram og sem er beinlínis ástæða þess að Sambandið mun aldrei nokkurn tímann ganga upp í núverandi mynd því ríkin eru ekki tilbúin til að gefa upp sitt fullveldi.

    2. Fólk vill taka upp mynt sem
    a) flýtir fyrir því að gera út af við evrópska samrunann úr 1.
    b) Íslendingar geta ekki tekið upp með nokkru móti án þess að laga til hér innanlands fyrst.

    Burtséð frá þessu er afskaplega furðulegt að spekúlantar innanlands leggi ekki meiri orku í það að krefja stjórnmálastétt okkar um að laga til hér innanlands – akkúrat þegar hið öfuga er í gangi – þ.e. meiri óreiða verður til í hverri vikunni og mál (einföld og flókin) í sífellt meiri þoku gagnvart almenningi. Það kallast að ,,laga ekki til“, heldur að ,,rústa meira til“.

    Svarið blasir við, líkt og hjá öðrum vestrænum þjóðum. Einkaaðilar, einstaklingar og fyrirtæki, eru yfirskuldsettir eftir fjárhættuspil fjármálageirans síðstliðna þrjá áratugi. Allar einkaskuldir verða til í fjármálageiranum. Ef einkaaðilar eru yfirskuldsettir, þá er fjármálageirinn of stór. Til að laga til þarf því að afskrifa skuldir einkaaðila sem myndi leiða til minnkunar fjármálageirans. Fjármálageirinn leggst alfarið gegn því – sem er svo einmitt ástæðan að ekki er lagað til, hvorki hér á landi, í USA eða á meginlandi Evrópu.

    Hins vegar er hreinlega nauðsynlegt að laga til innanlands áður en hægt er að spá í að ganga í það Samband sem svo margir eru hrifnir af.

    Allt tal um einhverjar atkvæðagreiðslur einhvern tímann í framtíðinni er barnaskapur – það er ekki með nokkru móti hægt að klára einhverjar viðræður með góðu móti ef allt er þegar í óreiðu í innanlandsmálum.

    Því eiga innanlandsmálin að vera í algjörum forgangi.

  • Skemmtilega skorinorð er Hanna!–––skýr líka á sannleikanum!

    En Hallur minn, er það nokkuð misminni hjá mér, að þegar Samfylkingin og þið í ESB-sértrúarhópnum höfðuð tilvalið tækifæri til að krefjast og FÁ þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsóknarbeiðni naums meirihluta Alþingis árið 2009, þá heyrðist hvorki hósti né stuna frá þér til að hamra á þeirri sjálfsögðu kröfu (þjóðaratkvæðagreiðslu um Össurarumsóknina)?

    Hvar var réttur þjóðarinnar þá? Og veiztu þó ekki af því, að allar götur síðan þá hefur skýr meirihluti landsmanna verið ANDVÍGUR inngöngu í Evrópusambandið?

    Hver var að óvirða þjóðina í júlí 2009, ef ekki Samfylkingin og þið ESB-innlimunarsinnarnir?

    • Hallur Magnússon

      Þér ferst að tala um sértrúarsöfnuð – en svarið er já, þig misminnir 🙂

  • Ásmundur

    Síðasta ríkisstjórn stóð sig mjög vel miðað við aðstæður enda fékk hún mikið lof fyrir um allan heim. Það er misskilningur að hún hafi lofað að bæta allan skaðann vegna hrunsins enda var það auðvitað ómögulegt.

    Ríkisstjórnin stóð fyllilega við loforðið um að byggja skjaldborg um heimilin. Það hefur aldrei verið gert jafnmikið fyrir þau hvorki hér né annars staðar.

    Jöfnuður jókst hér mjög á sama tíma og hann minnkaði í öðrum löndum. Lægstu örorku- og ellilífeyrisbætur voru hækkaðar verulega og vaxtabætur hækkuðu mikið.

    Barnabætur voru hækkaðar og nýtt frumvarp um húsnæðisbætur lá fyrir þegar stjórnin fór frá. Könnun sem náði yfir OECD-löndin sýndi að fátækt barna var minnst á Íslandi.

    Til að auka jöfnuðinn enn frekar var bætt við nýju skattþrepi á hæstu tekjur og auðlegðarskatti á þá sem eiga mestar eignir. Veiðigjald var sett á til að þjóðin fengi arð af eign sinni.

    Menn hafa séð ofsjónum yfir miklum afskriftum til fyrirtækja. Ríkisstjórnin hafði hins vegar ekkert með þær að gera. Bankarnir eru einkafyrirtæki sem er frjálst að afskrifa lán að eigin geðþótta og gera það ef þeir sjá sér hag í því.

    Ef hægt verður að lækka lán er það vinstri stjórninni að þakka. Ástæðan er lög um gjaldeyrishöft á erlendar eignir þrotabúanna sem núverandi ríkisstjónarflokkar studdu ekki.

    Það er því vel hugsanlegt, þökk sé vinstri stjórninni, að kröfuhafar gefi eftir krónueignir til að sleppa úr landi með erlendar eignir. Hugmyndir Framsóknarflokksins um hvernig eigi að ráðstafa þessu fé eru hins vegar algjörlega galnar.

    20% hinna tekjuhæstu myndu fá 80% af upphæðinni. Það er því ljóst að
    lánalækkun flestra verður miklu minni en sem nemur hlutdeild þeirra í kostnaðnum við lánalækkunina í formi skatta og minni þjónustu.

    Þar fyrir utan fengi nærri helmingur þjóðarinnar enga fyrirgreiðslu þó að í þeim hópi séu einmitt þeir sem verst eru staddir og hafa farið verst út úr hruninu, td leigjendur.

    Því fé sem stendur til að fari í lánalækkun getur ríkið varið í hvað sem er. Það er því rangt að segja að ríkið greiði ekki lánalækkunina. Þetta fé ætti að mestu að fara í að lækka skuldir ríkisins sem eru með því mesta sem gerist í heiminum og eru auk þess á afar slæmum kjörum.

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Sammála Hönnu hér að ofan. Núverandi stjórnvöld munu þurfa að standa sig alveg afspyrnu illa til að toppa vitleysuna hjá síðustu Ríkisstjórn.
    Við bæði kusum Stjórnarflokkana þá, hún kaus þá Samfylkinguna 2009 en ég VG þá af því að ég hélt að þeir myndu standa við skýr fyrirheit um að standa gegn ESB aðild.
    Svik VG við okkur ESB andstæðinga voru herfileg og illa að þessu ESB rugli öllu staðið. Enda fengu báðir þessir flokkar verðskuldaða rassskellingu í síðustu kosningum.
    Að heyra þessa „hippókrata“ nú hrópa hæst um einhverja þjóðaratkvæaðgreislu hafa enginn efni á því vegna þess að þeir felldu það 2009 að þjóðin fengi að segja álit sitt í atkvæðagreiðslu og stóðu gegn því allt síðasta kjörtímabil.
    Hvar varst þú Hallur og RÚV 2009 þegar þessir aðilar felldu það á Alþingi að það að þjóðin fengi að kjóa um þetta ESB mál.
    Að heyra þá hrópa núna um þjóðaratkvæðagreiðslu er beinlínis hlægilegt !

  • Já, Hallur, sýndu einhver mótmæli þín hér gegn einhliða gjörð Samfylkingar 2009 í trássi við tillögur og kröfur margra um þjóðaratkvæðagreiðslu þá. Vísaðu í vefslóð eða aðra heimild.

    En ekki er ég í „sértrúarsöfnuði“, heldur heimskirkjunni kaþólsku með langt í 1200 milljónir safnaðameðlima.

    • Hallur Magnússon

      Ég átti ekki við kirkjuna þína 🙂

      Ekki gleyma því að ég tók þátt í að vinna afar góða ályktun Framsóknarflokksins um utanríkismál fyrir flokksþing 2009.

      Ég hef lengi verið talsmaður þess að hefja aðildarviðræður við ESB. Þegar niðurstaða liggi fyrir taki ég endanlega afstöðu til þess hvort við gengjum í ESB eða ekki. Það veist þú fullvel.

      Ég taldi æskilegt að ákvörðun um að hefja aðildarviðræður yrði tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða Alþingiskosningum til að ná breiðari sátt. Það ræddi ég víða – held meira að segja að það finnist um það blogg á Moggablogginu.

      Það var ekki gert og ekkert við því að segja svo fremi sem niðurstaða aðildarviðræðna verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

      Það hefur alltaf verið grundvallaratriði í mínum huga í og í mínum málflutningi að niðurstaða aðildarviðræðna VERÐI að leggja fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

      Þá skoðun mína ættu allir sem hafa fylgst með skrifum mínum og málflutningi að vita.

      Hvað stöðuna núna varðar þá er einfaldlega staðan sú að það þarf að fá málið út úr heiminum. Annað hvort vill þjóðin að við höldum áfram og niðurstöður aðildarviðræðna verði þá lögð fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar – eða þá að niðurstaðan verði sú að þjóðin vilji ekki halda áfram aðildarviðræðum og hafni því þannig strax aðild að ESB án frekari viðræðna.

      Eðlilegasti tímapunkturinn til slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er í komandi sveitarstjórnarkosningum.

      Að gera það ekki er fíflagangur sem dregur málið á langinn að óþörfu og veldur okkur einungis skaða.

  • Steingrimur Jonsson

    Hanna! Eina leiðin til að fá ”þetta mál bara út af borðinu” er að ljúka samningum og láta þjóðina ákveða framhaldið í þjóðaratkvaeðgreiðslu.

    Í Svíþjóð var þetta gert hinn 13. nóvember 1994. Spurt var: Telur þú að Svíþjóð eigi að verða aðili að Evrópubandalaginu samkvaemt samningnum milli Svíþjóðar og Evrópubandalagsins?” 52,3% kjósenda svöruðu já, 46,8 svöruðu nei. Auðir seðlar voru 0,9%. Alls voru 6.510.055 einstaklingar á kjörskrá, og kosningaþátttakan var 83,3%.

    Málið þar með úr sögunni!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur