Miðvikudagur 16.10.2013 - 19:09 - 40 ummæli

Galin forstjóri fjármálaeftirlitsins?

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins virðist gersamlega galinn! Yfirlýsingar hennar á Bloomberg um Íbúðalánasjóð eru að líkindum alvarlegustu afglöp íslensks embættismanns allavega frá hruni. Jafnvel þótt ummæli hennar stæðust raunveruleikann – sem allar líkur eru á að þau geri ekki – þá er það hrein og klár aðför að íslensku efnahagslífi að hún sem forstjóri FME láti ummælin falla í virtri erlendri upplýsingaveitu í stað þess að vinna forvarnarvinnu með stjórnvöldum á Íslandi.

Forstjóri FME er með yfirlýsingu sinni meðal annars að segja að vextir á Íslandi muni ekki hækka á næstu árum. Allir sem þekkja til vita að það er rangt!

Staðreyndin er nefnilega sú að ef vaxtastig á Íslandi hækkar um 1% þá er fjárfestingarvandi Íbúðalánasjóðs nánast úr sögunni. Meint framtíðartap sjóðsins er þá nánast horfið!

Mér virðist forstjóri FME ekki skilja „viðskiptamódel ÍLS“.

Aðför forstjóra FME að Íbúðalánasjóði – er í það minnsta jafn alvarleg og aðför KB banka að ÍLS árið 2004. Aðför sem nánast setti Ísland á hausinn.

… en merkilegt nokk – Íbúðalánasjóður er ekki ennþá gjaldþrota – þótt allir viðskiptabankarnir – og tæknilega Seðlabankinn – hafi staðið frammi fyrir gjaldþroti!

Forstjóra FME er ekki sætt eftir fáránlegar yfirlýsingar sínar á Bloomberg…

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (40)

  • Halldór Guðmundsson

    Hélt að það stæði forstjóra FME nær að kynna sér lögfræðiálit Lögfræðistofunnar Bonafide fyrir HH. (Svipan.is segir frá)en þar kemur berlega í ljós að fjármálafyrirtækin veittu ólögleg gengisbundin lán og vissu af því til margra ára, hélt að það væri í hennar verkahring að farið sé að lögum,og ef ekki þá á hún að senda málið til sérstaks saksóknara.
    Svo efast ég stólega um þekkingu forstjórans um hvort fyrirtæki eru rekstrarhæf eða ekki.
    En um eitt er ég sanfærður um, að ef FME hefðu leift 2-3 fyrsta árs nemendum í endurskoðun, að líta við hjá stórubönkunum 1. hvers mánaðar til að líta í lánabækur bankanna, og skoða veðin fyrir lánunum hefð verið hægt að komast hjá stórum hluta þess tjóns sem þjóðin varð fyrir.

  • Held ég myndi skrifa galinn – þ.e.a.s. með tveimur ennum með vísan til „forstjóra“.

    Annars er þetta apparat augljóslega gjaldþrota eins og flest öll félagsleg inngrip stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum.

    Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon eifa eftir að reynast dýrustu vélvirkjar Hrunsins.

    Galið og gamalt fólk sem leiddi hörmungar yfir þá yngri.

    Ömurlegri arfleifð verður vandfundin.

  • Hvað er ÍLS búinn að fá marga milljarða frá ríkinu í „viðbótarframlag“ sl. 10 ár? Hefur eitthvað af því verið endurgreitt?

    ÍLS er aðeins á lífi af því að þeir hafa átt aðgang að skattfé til að redda sér fyrir horn.

    ÍLS er fullkomlega gjaldþrota bákn sem verður að leysa upp og afgreiða sem fortíðar-geðveiki kolbilaðra stjórnmálamanna og skósveina þeirra úr embættismannakerfinu og flokkapólitíkinni.

  • Heldur vildi ég vera vélvirki en spellvirki, Nelson.

  • Sama segi ég, Desmond.

  • Guðjón Bragason

    Alvarlegar athugasemdir af hálfu Kauphallar Íslands við mun saklausari ummæli stjórnmálamanna um málefni Íbúðalánasjóðs, enda er ávallt hætta á því að óvarleg ummæli þeirra sem kunna að búa yfir innherjaupplýsingum um málefni sjóðsins geti haft áhrif á verð skuldabréfa sem skráð eru í kauphöllinni. Tek að því leyti algerlega undir pistil þinn, Hallur og held að ummælin hljóti að kalla á formleg viðbrögð af hálfu kauphallarinnar og þeirra stjórnvalda sem bera ábyrgð á málefnum Íbúðalánasjóðs.

  • Stefán Benediktsson

    Ísland þarf ekki á því að halda að vextir hækki um 1% stig.

  • Jenný Stefanía Jensdóttir

    Digurbarki og hagsmunatengsl dansa ævinlega í takt, vill síðuhöfundur láta taka sig alvarlegan með svona „galna“ fyrirsögn?

    • Jenný Stefanía Jensdóttir

      Google upplýsir að HM hafi verið sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóð. Þessi yfirlýsing er því á pari við að segja skýrsla RNA sé galin; ef þú værir a) forsætisráðherra í ríkisstjórnum 2000-2008, b) Seðlabankastjóri 2000-2008, c) fjármálaráðherra 2000-2008, d) viðskiptaráðherra 2000-2008, e) ráðuneytisstjóri 2003-2008, enda komust skýrsluhöfundar að niðurstöðu um að ábyrgð (abcde) hefði verið þó nokkur, án þess að skyggja á ábyrgð útrásarvíkinganna, sem margir standa uppi enn sem „winners“ og „algjörir snillingar“.

  • Íbúðarlánasjóð á að setja í þrotameðferð. Þegar lán hafa greiðst upp, þá standa kröfuhafar uppi með sitt. þeir fá hinsvegar ekki ávöxtun á fé sitt með þessari leið.

    Enn það er kannski rétt, best að vera ekkert að tala niður sjóðinn og hætta á gjaldþroti hans fyrr en eftir að allir Verðtryggingardómar eru fallnir. Að kaupa skuldabréf í ÍLS er ekki fjárfesting sem baktryggð af skattgreiðendum. nei takk.

  • Sigurður

    „fjármálaeftirlitið“……

    Þvílíkt öfugnefni.

    Ætti að heita aðrsemiseftirlit, sem hefur það eina markmið að hámarka aðsemi fjármálafyrirtækjanna, hvort sem er löglega eða ólöglega.

    Það er hins vegar varla nokkur vafi á því að sjóðurinn er á leið í þrot, það er eiginlega alveg öruggt að sjóðurinn fellur um leið og EFTA hefur skilað sínu áliti á glæpum íbúðalánasjóðs gagnvart lántakendum.

    „Fjármálaeftirlitið“ virðist hins vegar ekki hafa minnsta áhuga á að velta fyrir sér lögmæti lánastarfsemi á Íslandi, þar sem fjármálafyrirtæki virðast varla hafa veitt eitt einasta löglegt lán í landinu síðustu 10-20 árin.

    Þegar EFTA hefur skilað sínu, fellur íbúðalánasjóður og tekur lífeyrissjóðina með sér.

    Og bara svo það sé alveg á hreinu, að þá er engin ríkisábyrgð á íbúðalánasjóði, fullyrðingar um slíka ábyrgð eiga sér enga lagastoð.

    • Alveg rétt hjá þér Sigurður, það er ekki ríkisábyrgð á íls. Í það minnsta hefur slík ábyrgð ekki verið í lög leidd.

  • Flest fólk vonar að vextir lækki eitthvað í stað þess að hækka. Það er ekki vegna græðgi eða annarra sambærilegra hvata sem helst hrjá þá siðlausu, heldur er það vegna þess fólk ræður ekki við að greiða þessa háu vexti. það væri siðmenntaðri aðgerð að lækka vexti niður fyrir 1% og leyfa íls. að fara í gjaldþrot ef það er staðan. Það er síðan hægt að stofna nýjan íls., rétt eins og það var hægt að stofna nýja banka eftir hrun þeirra gömlu.

  • Ekkert af því sem forstjóri FME segir er athugavert. Þetta er allt satt og rétt. 100milljarða tap ÍLS er staðreynd og er sá kostnaður meiri en bankanna…. ef við mundum hafa þrjá ÍLS þá mundi þessi kostnaður vera 300milljarðar. Allt í 100% ábyrgð skattborgara.
    Viðskiptamódel ÍLS er galið og hefur aldrei gengið upp.

    • Þú ferð með rangt mál Haukur þegar þú fullyrðir að ríkisábyrgð sé á íls.

      • það er ekki strangt til tekið í lögunum en þetta er samt staðreynd enda er ríkissjóður að ausa fé í þennan sjóð.
        tölum um einsog þetta er

        • Sigurður

          Ekki strangt til tekið í lögunum????

          Það er bara enga ríkisábyrgð á íbúðalánasjóð að finna í neinum lögum.

          Hvorki strangt, óbeint né nokkuð annað.

          Hvergi nokkursstaðar að finna svo mikið sem minnsta vilja til að hafa ríkisábyrgð á skuldum sjóðsins.

          Þannig er það nú bara.

          Þess vegna er það alveg óskiljanlegt hvaðan þessi þvæla um ríkisábyrgð kemur eiginlega.

          • Kannski vegna þess að ríkissjóður er að ausa fimm milljarða árlega í þennan sjóð.. og mun gera um ókomin ár.

      • Ásmundur

        Það er ríkisábyrgð á skuldabréfum útgefnum af íbúðalánasjóði. Það kemur skýrt fram á bréfunum.

        • Fjárhaglegar skuldbindingar verða ekki lagðar á ríkissjóð nema með lögum. Reynum að læra af icesave umræðunni.

          • Ásmundur

            Ríkisstofnun kemst að sjálfsögðu ekki upp með að selja skuldabréf með ríkisábyrgð og segja svo því miður er engin ríkisábyrgð á þessum bréfum vegna þess að það skortir lagaheimild.

            Það er greinilegt að það fórst fyrir vegna misgánings að setja lög um ríkisábyrgðina enda hefði enginn keypt þessi bréf án hennar.

            Varla þarf nokkur að velkjast í vafa um að ríkið yrði að standa við skuldbindingar sínar ef málið fer fyrir dómstóla. Ef ekki myndi það koma niður á almenningi (nema opinberum starfsmönnum) enda eru lífeyrissjóðirnir langstærstu eigendur þessara skuldabréfa.

        • Sigurður

          Það er eins og mig minni að Landsbankinn hafi lofað því sama, ríkisábyrgð á Icesave.

          Steðreyndin er nú samt sú, að ríkisábyrgð verður hvergi veitt nema á Alþingi.

          Enginní íbúðalánasjóði hefur minnsta umboð eða heimild til að veita ríkisábyrgð á sjóðnum, það eru alveg hreinar línur.

          • Þú ert varla svo vitlaus Ásmundur að halda að þeir sem hafa keypt skuldabréf íls. haldi að bréfin séu með ríkisábyrgð þegar engin lög eru fyrir hendi um slíka ábyrgð. Umræðan um þetta er að verða jafn biluð og um icesave þar sem að hver vitleysingurinn af fætur öðrum hélt því fram að ríkið bæri ábyrgð á skuldbindingum tryggingasjóðs innlána.

          • Ásmundur

            Sigurður, gamli Landsbankinn var einkafyrirtæki. Einkafyrirtæki geta auðvitað ekki skuldbundið ríkið. Öðru máli gegnir um ríkisstofnanir. Mistök þeirra eru á byrgð ríkisins.

            Ríkið ber ábyrgð á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs sérstaklega þegar engar athugasemdir hafa verið gerðar við ríkisábyrgðina af hálfu stjórnvalda um langt árabil.

            Til að fría sig ábyrgð hefði ríkið þurft að tilkynna strax og ljóst var að bréfin voru seld með ríkisábyrgð að engin ábyrgð væri á þeim og sjá til þess að sölu þeirra yrði hætt.

            Ríkið hefur varið tugum milljarða í að greiða tap Íbúðalánasjóðs. Þar með hefur það viðurkennt ábyrgð sína á sjóðnum. Annað væri vísbending um að Ísland væri orðið að algjöru bananlýðveldi.

            Steinar, ef þú ert sannfærður um að ríkisstofnun komist upp með blekkingar um ríkisábyrgð og svíki þannig út hundruð milljarða, þá stígur þú sannarlega ekki í vitið.

          • Ásmundur

            Toni á það að vera, en ekki Steinar, í upphafi síðustu málsgreinar í svari mínu hér fyrir ofan.

        • Sigurður

          Ásmundur, þú veður tóma vitleysu eins og svo oft áður.

          Þú þyrftir að kynna þér þessa hluti aðeins betur áður en þú heldur þessu bulli áfram.

          Ef þér dettur virkilega í hug að einhver starfsmaður íbúðalánasjóðs geti veitt ríkisábyrgð upp á hundruði miljarða króna án aðkomu Alþingis, að þá ertu alveg ótrúlega ílla upplýstur um þessa hluti.

          Lög um ríkisábyrgð eru alveg fullkomlega skýr um þessa hluti.

          Úr lögum um ríkisábyrgðir, nr. 121/1997.
          “ Ríkissjóður má aldrei takast á hendur ábyrgðarskuldbindingar, nema heimild sé veitt til þess í lögum. Ríkissjóður má ekki ganga í sjálfskuldarábyrgð, nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum þeim sem ábyrgð heimila. Um veitingu ríkisábyrgða fer að öðru leyti eftir ákvæðum laga þessara.“
          http://www.althingi.is/altext/stjt/1997.121.html

          Þú skalt ekki láta þér detta það í hug eitt augnablik að starfsmenn íbúðalánasjóðs séu hafnir yfir lög, eða geti veitt ríkisábyrgðir fram hjá þessum lögum, og framhjá Alþingi.

          Það er hvergi að finna nokkra lagaheimild um ríkisábyrgð á þessum sjóði, svo einfalt er það.

          • Þú virðist gefa þér það Ásmundur að þeir sem kaupa þessi skuldabréf séu fábjánar. Þú ættir að íhuga þetta aðeins lengur.

          • Ásmundur

            Óttalegir einfeldningar getið þið verið, Sigurður og Toni.

            Málið snýst ekki um hvort starfsmaður ÍLS geti tekið ákvörðun um ríkisábyrgð án lagaheimildar. Það getur hann að sjálfsögðu ekki. En ríkið ber ábyrgð á mistökum sinna starfsmanna.

            Auk þess er ljóst að upphaflega eru mistökin þau að setja ekki lög um ríkisábyrgð á þessi skuldabréf enda hefðu vextir þurft að vera miklu hærri ef þau hefðu ekki verið seld með ríkisábyrgð.

            Það sem undirstrikar enn frekar ábyrgð ríkisins er að stjórnvöld skuli ekki hafa gert athugasemdir við að sala þessara bréfa héldi áfram eftir að ljóst varð að ríkisábyrgðin var án lagaheimildar. Í því felst samþykki.

            Það má segja að það sé engin ríkisábyrgð á þessum bréfum en að ríkið þurfi, ef ÍSL verður gjaldþrota, að greiða tjón sem henni nemur vegna þess að bréfin voru seld með ríkisábyrgð. Þannig kemur það út á eitt fyrir ríkið og eigendur bréfanna.

            Það er auðvitað fráleitt að ríkið geti sparað sér hundruð milljarða með eigin mistökum. Svo spillt er ekki íslensk stjórnsýsla.

            .

          • Svar þitt Ásmundur er allgjörlega órökstutt og er með öllu ótækt í vitiborinni umræðu. Þetta er bara eitthvert gaspur út í loftið, einhverjar ágiskanir um hugsanleg mistök starfsmanna íls eða þá löggjafans fyrir að hafa ekki leitt í lög ríkisábyrgð. Í ofanálagt virðist þú halda að þeir sem sjá um útgáfu skuldabréfa Íls og þeir sem síðan kaupa þau séu fábjánar.

        • Sigurður

          Það er spurning hver er vitlaus Ásmundur.

          Sá sem tekur mark á skýrum lögum settum af Alþingi, eða sá sem heldur að starfsmaður íbúðalánasjóðs geti bara víst vieitt þessa ábyrgð, sama hvað lögin segja.

          Ég held að þú sért vitleysingurinn, enda ert þú bara að endurtaka nákvæmlega sama sönginn og þú söngst í Icesave málinu, þú varst alveg með ríkisábyrgðina á hreinu þar líka.

          Og þar skiptu lögin ekki nokkru máli heldur, frekar en hér.

  • Sigurjón

    Því heimskari sem aðili er, þeim mun líklegra er að sá hinn sami aðili nái langt innan íslenska embættismannakerfisins. Það er bæði orsök og afleiðing þess að íslenskt stjórnkerfi virkar ekki þó það sé ekki grunnástæða þess.

    Það sem kom ÍLS í þennan mikla vanda má að miklu leyti skrifa á sjálfan sjóðinn. Eftir að bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn, og fasteignabólan varð fyrst að almennilegri bólu, byrjaði ÍLS í samkeppni við sjálfan sig vegna þess að skuldir ÍLS til lífeyrissjóða voru óuppgreiðanlegar. Því má þakka íslenskum embættismönnum.

    Ríkisábyrgð á skuldum gjaldþrota sjóðs sem eru óuppgreiðanlegar inn í löngu gjaldþrota sérhannað íslenskt lífeyriskerfi lýsir einhverju sem á meira skylt við Sovét en kapítalísku kerfi. Þannig á að hirða háar fjárhæðir af skattborgurum í þeim eina tilgangi að gjaldþrota lífeyriskerfið geti dregið andann áfram.

  • Það má kannski beina þeirri spurningu til síðuhaldara hvort það sé ríkisábyrgð á skuldabréfum íls annarsvegar og starfsemi sjóðsins hinsvegar. Ef svar síðuhaldara við spurningunni er já, þá er þess jafnframt óskað að síðuhaldari upplýsi þá lesendur sína; hvaða lög og hvaða lagagrein/ar eiga þar við.

    Hallur verður góðfúslega við þessu tel ég – ef eitthvað er að marka uppáhaldsvísuna hans.

    • Spurningin er kannski ögn klaufalega orðuð en ég tel hana samt auðskilda, sé vilji fyrir hendi.

  • Sigurður

    Hér fara tveir lögmenn ágætlega yfir þessa umræðu um ríkisábyrgð.
    http://www.vidskiptabladid.is/skodun/96883/

  • Ásmundur

    Takk fyrir hlekkinn, Sigurður. Þar er einkum tvennt athyglisvert:

    „Í þessu sambandi hefur verið vísað til þess að í íslenskum rétti gildi sú meginregla að ríkissjóður ábyrgist greiðslur allra ríkisstofnana nema sérstakar takmarkanir séu á því í lögum.“

    „Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði og velferðarráðuneytinu, dags. 30. maí síðastliðinn, sagði orðrétt: „Mikilvægt er að árétta að Íbúðalánasjóður nýtur fullrar ríkisábyrgðar. Það liggur ljóst fyrir að skilmálum skuldabréfa verður ekki breytt nema með samkomulagi við eigendur bréfanna.““

    Þarf frekari vitnanna við? Engar takmarkanir eru á því í lögum að ríkið ábyrgist skuldabréf gefin út af ÍLS.

  • Sigurður

    Ásmundur,

    Þú virðist skilja að þessar tvær tilvitnanir eru ekki þeirra skoðanir, eða niðurstaða heldur að greinin snýst einmitt um að sýna hvers vegna þessar tvær ofantaldar fullyrðingar standist ekki lög.

    Það er vel og ítarlega rakið í greininni einmitt að það standist engin lög að ríkisábyrgð sé sjálfkrafa á sjóðnum, eða að það standist lög að sjóðurinn eða einstaka ráðherra geti líst yfir ríkisábyrgð.

    Fáðu einhvern fullorðin til að lesa þessa grein með þér.

  • Sigurður

    Þú virðist EKKI skilja átti þetta að vera.

  • Sigurður

    Eða er kannski bara tilviljun að þú slepptir næstru setningu á eftir, og þá er þetta svona:
    „Í þessu sambandi hefur verið vísað til þess að í íslenskum rétti gildi sú meginregla að ríkissjóður ábyrgist greiðslur allra ríkisstofnana nema sérstakar takmarkanir séu á því í lögum.
    Undirritaðir telja aftur á móti að málið sé ekki svo einfalt.“

    Og svo:
    „Yfirlýsingar ráðherra eru ekki bindandi

    Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði og velferðarráðuneytinu, dags. 30. maí síðastliðinn, sagði orðrétt: „Mikilvægt er að árétta að Íbúðalánasjóður nýtur fullrar ríkisábyrgðar. Það liggur ljóst fyrir að skilmálum skuldabréfa verður ekki breytt nema með samkomulagi við eigendur bréfanna.“

    Af lagareglum, sem raktar voru að framan, leiðir að ráðherrar geta ekki ábyrgst skuldir fyrir hönd ríkisins nema þeir hafi til þess skýra lagaheimild. Ákvörðun um ábyrgð sem ráðherra tekur án fullnægjandi lagastoðar er þannig ekki skuldbindandi fyrir ríkissjóð.“

  • Ásmundur

    Sigurður, eins og kemur fram í hlekknum er meginreglan sú að ríkið er ábyrgt fyrir skuldbindingum stofnana ríkisins nema sérstakar takmarkanir séu á því í lögum. Engar slíkar takmarkanir eru fyrir hendi þannig að ríkisábyrgðin er í fullu gildi.

    Ákvæði í stjórnarskrá um að ekki megi taka lán sem skuldbindi ríkið nema með heimild í lögum frá Alþingi hefur þann tilgang að koma í veg fyrir að ríkið eða stofnanir þess taki lán án samþykkis Alþingis. Meginreglan sýnir hins vegar að ef slík lán eru samt tekin er ríkið í ábyrgð fyrir greiðslu þeirra.

    Það er útilokað að nefnt stjórnarskráratkvæði valdi því að meginreglan um ábyrgð ríkisins á skuldbindingum ríkisstofnana gildi ekki hér vegna þess að þá myndi meginreglan aldrei gilda og þess vegna vera marklaus.

    Það er eitt að banna ríkisábyrgð á lánum nema að uppfylltum skilyrðum, annað hvernig brugðist skuli við ef lánin eru tekin án þessara skilyrða. Meginreglan sýnir að ríkið ber ábyrgð á greiðslu þeirra enda væri fáránlegt ef ríkið slyppi við greiðslu hundruða milljarða vegna eigin mistaka.

    Þessi máflutningur þinn og annarra er fáránlegur ekki síst í ljósi þess að mistökin voru ekki ríkisábyrgðin heldur vanræksla við að setja lög um hana. Ríkisstjórnin hefur í samráðivið lögfræðinga komist að þeirri niðurstöðu að ríkisábyrgðin standi. Mat tveggja lögfræðinga úti í bæ breytir engu um það.

  • Sigurður

    “ Ríkisstjórnin hefur í samráðivið lögfræðinga komist að þeirri niðurstöðu að ríkisábyrgðin standi“

    Heimildir takk.

    Svona fullyrðing, órökstudd út í loftið er innihaldslaus nema þú vitnír í heimildir um þessa niðurstöðu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur