Það er áfall fyrir íhaldið að Óskar Bergsson skuli leið lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Allir sem þekkja til vita að Óskar Bergsson er með yfirburða þekkingu á borgarmálum sem verðandi oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur ekki! Reyndar vann Óskar það afrek innan Framsóknarflokksins á sínum tíma að fá flokksþing til að samþykkja sérstaka höfuðborgarstefnu samhliða hefðbundinni byggðastefnu flokksins!
Framsóknarflokkurinn hefur sett flugvallarmálið á oddinn ásamt þeirri áherslu að atvinnustarfsemi verði í meira mæli byggð upp nærri fjölmennustu hverfum Reykjavíkur í austurhluta borgarinnar. Hvorutveggja skipulagsmál en fáir eru eins sterkir í þeim málaflokki og Óskar Bergsson.
Vandinn við Reykjavíkurflugvöll er meðal annars að hann hamla því að stærra hlutfall íbúa geti búið nærri miðbænum og þeirri miklu atvinnustarfsemi sem liggur í og frá Sogamýri og vestur í miðbæ Reykjavíkur.
Áhersla Óskars á uppbyggingu atvinnustarfsemi nærri fjölmennum byggðum í austurhluta Reykjavíkur er ákveðið svar við þessum veikleika þess að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni.
Óskar og Framsókn er því orðin miklu raunhæfari kostur fyrir andstæðinga brotthvarfs Reykjavíkurflugvallar en Sjálfstæðisflokkurinn. Óskar er með reynsluna, þekkinguna og ákveðnar lausnir á þeim vanda sem staðsetning flugvallarins skapar borgarbúum.
Uppbyggingu atvinnutækifæra nærri byggðum Reykjavíkur í austurhverfunum er algerlega nauðsynleg! Slíkt leysir sjálfkrafa hluta af ferlegum samgönguvanda Reykjavíkur auk þess sem það er styttra að hjóla fyrir flesta.
Hin lausnin er að fjarlægja flugvöllin úr Vatnsmýrinni. Óskar mun ekki sækja á mið þeirra sem eru hatrammir andstæðingar flugvallarins – en mun hins vegar að líkindum herja á þann hóp sem er á báðum áttum. Og er með mun sterkari stöðu þekkingarlega og málefnalega en Vestfirðingurinn sem væntanlega mun leiða karlalista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Stærsta kosningaloforð XB í RVK er að hrófla ekki við flugvöllinum.
Þessvegan er áfall fyrir XB að þrír efstu menn í XD vilja vernda flugvöllinn…. … það væri miklu heppilegra fyrir XB ef konurnar í XD hefðu raðað sig efst því þær vilja flugvöllin í burtu.
Þá gæti XB skapað sér sérstöðu.
Síðast þegar Óskar Bergsson sá annars ágæti maður var í framboði til borgarstjórnar árið 2006 vildi hann flytja flugvöllin út á löngusker.Kjósendur með þokkalegt langtímaminni muna eftir ágætri teiknimynd í kosningaáróðri Framsóknar þar sem gerð voru göng gegnum Öskjuhlíð og efnið sem þar losnaði notað til að flytja flugvöllin út í löngusker.
Þannig að það kom mjög skýrt fram að Framsókn vildi flugvöllinn burt úr Vatnsmýri.
Hver er trúverðugleiki Óskars og Framsóknarflokksins í málinu ?
Leifur. Sú hugmynd Framsóknarmanna árið 2006 var tilraun til málamiðlunar milli þeirra sem vildu flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni og þeirra sem vildu halda flugvellinum nærri miðbænum.
Lönguskerjahugmyndin fékk ekki brautargengi. Málamiðluninni hafnað.
Þess vegna er það fullkomlega eðlilegt framhald hjá Óskari að vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.
Ég er honum hins vegar ósammála í því. Vil flugvöllinn burt úr miðbænum. En það er allt annað mál.
Kjarni málsins er að gagnrýni á Óskar vegna þess að hann leggur nú áherslu á Vantsmýrina í stað Lönguskerja áður er ósanngjörn og ómálefnaleg. Það er fullkomlega eðlilegt samhengi þarna á milli.
Sæll Hallur
Sé að þú ferð mikinn á fésbókasíðum í vörnum þínum fyrir ÓB. Sem ég skil ekki, því að ég taldi að þú hefðir yfirgefðið uppeldistöövarnar, en það má skipta um skoðun, þó svo að líkurnar á því að ég muni styðja Framsókn séu minni frændur vorir Færeyjingar verði heimsmeistarar í Knattspyrnu.
Mér finnst bara agalega vonta sjá hvernig hinn íhaldssami armur Framsóknar með þá Guðna, Eirík Hjálmars og Vigdís (með Eirík Jónsson á kantinum) eru að kokka saman upp lista í þeirra anda, sem þá að njóta góðs af fylgi Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmunum síðasta vor.
Svo á náttúrulega að sæta færis á því að skuldaniðurfellingar muni færa ykkur frekari atkvæði.
Ég held hinsvegar að þingkonan sem ekki má nefna á nafn nema um grimmt einelti sé að ræða, sem er líka formaður fjárlaganefndar sjái alveg ein um að klára þetta fyrir flokkinn ykkar með beinum afskiptum að þessum gjörningi.
Svo held ég, miðað við það sem meðal útsvarsgreiðandi í borginni, með tilheyrandi hækkunum til Orkuveitunar síðustu ár, sjá það dæmi ekki ganga upp að fá Ihaldið aftur til að stýra með Frammara sem yfirstýriman á Bæjarhálsinum. Þeir tímar eru ekki að renna upp aftur.
Svo er full langt gengið að reynd selja fólki að að sé hafin og standi yfir endurnýjun í Framsókn með því að senda SMS á fasteignasalann til að leiða pakkann. Var ekkert annað í boði ? Er skortur á góðu fólki í Framsókn ?
Hvað sem þú hefur sagt, þá er fasteignasalinn ekki með gott repp með sér síðan hann leddi hér með Hönnu Birnu og svo vilja menn held ég ekki aftur sjá þinn gamla flokk geta komist í odda aðstöðu með hrikalegum afleiðingum fyrir borgarbúa.
Þetta er full mikið vindhögg ef þú spyr mig,
Hallur, svo má líka skipta um skoðun, aftur.
Góðar stundir.
Sigfús.
Ég er ekki í Framsóknarflokknum og er ekki á leið í hann. En mér svíður þegar ráðist er að fólki með rangfærslum og órökstuddum dylgjum eins og gert hefur verið í garð Óskars í athugasemdakerfi samfélagsmiðlanna.
Fólk á það ekki skilið að sæta árásum með röngum sakargiftum – jafnvel þótt fólkið sé í Framsóknarflokknum.
Ég hef varið fólk á þennan hátt úr öllum stjórnmálaflokkum í athugasemdakerfum samfélagsmiðlanna.
Eðli málsins vegna þá þekki ég betur til þeirra sem ég starfaði með í stjórnmálum á árum áður en til sumra annarra sem verða fyrir svipuðum árásum.
En hvað þennan pistil varðar þá er hann einungis greining á þeirri stöðu sem komin er upp í borgarmálunum. Á sama tíma og ég hef á undanförnum árum skrifað sambærilegar greiningar um stjórnmál á bloggsíðu minni.
Ekki mun ég kjósa í borgarstjórnarkosningunum og hef engra hagsmuna að gæta búandi í Kristiansand.
En sem áhugamaður um stjórnmál bæði á Íslandi og annars staðar þá fylgist ég með og skrifa pistil og pistil um stjórnmál. Nú síðast um merfilegt framlag Jóhönnu Sigurðardóttur til mannréttindabaráttu samkynhneygðar – en mér virðist einmitt að framlag hennar hafi af sumum verið afar vanmetið.
En hvað varðar framboð Óskars á er algerlega ljóst að það kemur Sjálfstæðisflokknum ekki vel – því Óskar hefur yfirburða þekkingu á borgarmálunum – ólíkt oddvita Sjálfstæðisflokksins.
Óskar er því vænlegur kandidat fyrir marga þá sem vilja flugvöllinnáfram í Vatnsmýrinni.
Þá er staða Óskars og Framsóknar sú að í sæti 2 og 3 eru öflugar konur – annað en karlalisti Sjálfstæðisflokksins.
… og hvað varðar Orkuveituna – þá voru það aðgerðir haustið 2008 sem Óskar stóð fyrir – um að borgin setti til hliðar sérmerkt fjármagn til að geta staðið við bak Orkuveitunnar. Það fjármagn er ástæða þess að Orkuveitan lifði af fjárhaglega erfiðleika eftir að núverandi meirihluti tók við stjórninni í Orkuveitunni. Aðgerðir núverandi meirihluta hafa hins vegar væntanlega tryggt Orkuveitunni framtíð – en staðan væri ekki þannig ef fjármagn sem Óskar hafði forgöngu um að taka til hliðar hefði ekki verið til staðar árið 2010. Þá stóð Guðlaugur Gylfi sig afar vel sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir að hafa tekið við erfiðri stöðu árið 2008. Það gleymist og allir þakka núverandi meirihluta að OR var bjargað. Vissulega á núverandi meirihluta skilið hrós fyrir það – en Guðlaugur Gylfi og vinna stjórnar OR frá 2008 – 2010 átti einnig mikilvægan þátt í þeirri björgun.
Þú mátt eiga það Hallur að þú virðist stundum taka það að þér að verja það sem mjög fáum dettur í hug að verja. Eitt sinn var það Finnur Ingólfsson en nú er það Óskar Bergsson. Þú átt smá virðingu hjá mér fyrir að vera að verja hið óverjalega. Ég er þér mikið ósammála með Óskar því hann eins og Framsóknarflokkurinn eru pólitiskar mellur sem best væri að myndu hverfa algjörlega. Eins og venjulega er búið að greina það hjá framsókn hvar á nú að ná í atkvæði og er það flugvöllurinn sen nú á að veiða út á. Þessi flokkur er pólitískt úrhrak sem hefur enga hugmyndafræði til að byggja á heldur poppar upp reglulega með nýja stefnu sem þeir búa til í samstarfi við auglýsingastofur.
Brynjar. Ekki ætla ég að gera athugasemd við þína persónulegu skoðun á Framsóknarflokknum – en í þessu tilfelli efast ég um að „auglýsingastofur“ hafi greint „nýja stefnu“.
Fyrir það fyrsta þá hefur flokksþing Framsóknarflokksins um árabil ályktað með því að flugvöllurinn eigi að vera í Vatnsmýrinni.
Í öðru lagi þá var tillaga Framsóknar árið 2006 um flugvöll á tilraun til málamiðlunar milli þeirra sem vildu flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni og þeirra sem vildu halda flugvellinum nærri miðbænum.
Lönguskerjahugmyndin fékk ekki brautargengi. Málamiðluninni hafnað.
Þess vegna er það fullkomlega eðlilegt framhald hjá Óskari að vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.
Það sem Óskar reyndar gerir umfram flesta þá sem vilja völlinn í Vatnsmýrinni er að hann kemur með tillögur sem miða að því að leysa hluta þess vanda sem skapast við að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni með áherslu sinni á uppbyggingu atvinnustarfsemi í austurhverfum Reykjavíkur þar sem meirihluti Reykvíkinga býr.
Ég vil flugvöllinn úr Vatnsmýrinni – en það er annað mál.
… og Brynjar. Hvað það varðar að verja „hið óverjanlega“ þá finnst mér betra að gagnrýni á fólk standist – ekki sé um órökstutt slúður að ræða. Því miður er oft ráðist að Finni með hreinum og klárum rangfærslum sem margoft hafa verið hraktar. Það kemur við réttlætiskenndina mína!
Það sama á við árásir á Óskar Bergsson þar sem honum eru ætlaðir hlutir sem hann hefur bara alls ekki gert! Til að mynda úthlutun lóðar við Höfðatorg til Eyktar – en sú úthlutun var gerð í tíð Ingibjargar Sólrúnar og R-listans þegar Óskar var bara alls ekki í borgarmálunum – heldur í rekstrarfræðinámi við Tækniskólann!
Skil ekki alveg þetta áfall sem þú ert að tala um.
Ef tveir Framsóknarmenn ná inn, er það áfall fyrir íhaldið?
Ef Óskar kemst einn inn í borgarstjórn, er það áfall fyrir íhaldið?
Hinsvegar ef Framsókn nær engum inn í borgarstjórn, ennþá áfall fyrir íhaldið?
Alltaf jafn fyndinn, Hallur. Þú ert að grínast, er það ekki?
Þorsteinn. Nei,ég er ekki að grínast. Ég er ekki með húmor.
Þessi ummæli Halls Magnússonar um þennan vonlausa gaur sem var í starfi hjá Eykt og borginni á sama tíma, staðfesta enn einu sinni á hvað skelfilega lágu plani öll pólitísk umræða er á klakanum og hvað menn geta verið snauðir af gagnrýni á þeim sem sækjast eftir embætti hjá ríki og sveitarfélögum.
Og Hallur garmurinn virðist ekkert hafa lært af sínu rugli hjá maddömunni og ÍLS.
Haukur.
Maðurinn var EKKI í stari hjá Eykt og borginni á sma tíma. Þannig þessi staðhæfing gerir þig að lygara. Ekki í fyrsta skipti. Merkilegt að þú getur sjaldnast stutt róg þinn með rökum …
Það er alveg klárt mál að Óskar mun sækja fylgi m.a. til Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar þurfa þeir kannski ekki að óttast of mikið. Það er nokkuð ljóst að Óskar mun selja sig til Sjálfstæðisflokksins eins og Framsóknarmenn hafa sýnt fram á.
Það er stærsta ástæða þess að Framsókn fellur hraðar en hin íslenska króna. Þjóðin er til vinstri eða á miðju, kannski stundum smá til hægri. Þjóðin vill ekki súper hægri leið. Þetta hafa framsóknarmenn ekki skilið, þrátt fyrir ýmsar viðvaranir. Því þurfa þeir alltaf ný mál til að tækla.
Halldór Ásgrímsson var meira að segja tæpur inn í eitt skiptið, Jónína Bjartmarz líka. Svo maður nefnir einhverja þungaviktarmenn og konur í flokknum.