Sjálfstæðisflokkurinn á ekki séns í komandi borgarstjórnarkosningum með óbreyttan,steingeldan, karlalista sem kom út úr prófkjörinu. Eina von íhaldsins er að Sjálfstæðiskonur bjóði fram DD lista!
Leiðtogar annarra framboða munu verða sterkir. Miklu vænlegri kostur en miðaldrakarlalisti Sjálfstæðisflokksins sem sækja leiðtogaefni sitt langt út fyrir borgarmörkin! Það sýnir veikleika þeirra.
Dagur B. mun að sjálfsögðu leiða Samfylkinguna sem fullþroska, sterkur stjórnmálamaður með mikla og djúpa þekkingu. Sóley Tómasar mun væntanlega verða oddviti VG – nema hún velji að hætta og Rósa Björk Brynjólfsdóttir taki við keflinu. Óskar Bergsson er leiðtogi Framsóknarmanna. Hann er á svipuðu kaliberi hvað þekkingu á borgarmálum varðar og Dagur B. Með honum á lista eru tvær öflugar konur og svo Guðlaugur Gylfi sem stóð sig afar vel sem fomaður stjórnar OR við erfiðar aðstæður. Þá er Björn Blöndal Björt framtíð sem hefur að mörgu leiti fúnkerað sem borgarstjóri innávið í borgarstjóratíð Jóns Gnarr – og gefið Jóni það dýrmæta svigrúm sem hann hefur haft til að beita sér fyrir sínum hugðarefnum sem borgarstjóri og gert það með bravör!
Að bjóða fram klofningsframboð á hægri vængnum mun ekki „bjarga“ Sjálfstæðisflokknum heldur frekar ala á meiri sundrung.
Svo má ekki gleyma fjölmörgum Sjálfstæðismönnum sem eru langt því frá að vera íhaldssöm og vilja breytingar til hins betra í samfélaginu.
það eru nú konur í flest öllum sætunum þarna á eftir, þannig að mér finnst dáldið vitlaust að kalla þetta karlalista
Og hefðir þú kallað lista sem hefði verið leiddur af þremur konum á komnar yfir fertugt, þurrkuntulegan óbyrjulista? Eða er bara hipp og kúla að hnýta í karla. Og þó, Dagur, Björn og Óskar eru æðislegir og leiða lista. Sjálfstæðismenn eru náttúrulega bara ömurlegir, og hafa meira að segja jafnmarga karla í þremur efstu sætunum og Bezti gerði í síðustu kosningum. Djöfulsins ógeðs karlaflokkur.
Hefur þú virkilega ekkert málefnalegra fram að færa?
Nei Haukur. Ég hefði ekki notað það orðbragð.
Hins vegar hefði ég að líkindum kallað slíkan lista „klénn kvennalisti“ eða í versta falli „klaufalegur kerlingalisti“.
Er Sjálfstæðisflokkurinn svo illa staddur að rétt sé að egna sjálfstæðiskonur að bjóða fram klofið?
Það er eitthvað ljóðrænt við DD kvennalista… ;-þ