Miðvikudagur 29.01.2014 - 20:10 - 1 ummæli

Traust Samfylkingarfólk!

Mér finnst Dagur B. Eggertsson tvímælalaust eiga að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég veit að hann getur orðið góður borgarstjóri. Reyndar finnst mér hann nú vera orðinn fullþroska stjórnmálamaður sem getur tekið að sér hvaða hlutverk sem er á sviði stórnmálanna. Það er ekki þar með sagt að ég ætli að kjósa hann eða berjast fyrir því að hann verði borgarstjóri.  Bara alls ekki!

En ég veit að það er best fyrir borgarbúa að hann leiði lista Samfylkingarinnar og ég veit að það er best fyrir borgarbúa að það er einmitt hann sem gæti orðið borgarstjóri ef Samfylkingin mun „fá“ borgarstjórann.

Mér finnst líka frábært að Björk Vilhelmsdóttir skuli að líkindum verða öruggur borgarfulltrúi sem annar maður á lista Samfylkingarinnar. Ég þekki Björku vel eftir frábært samstarf við hana í Velferðarráði Reykjavíkurborgar þar sem ég var varaformaður í meirihluta og hún öflugur samherji í minnihluta. Björk er í hópi þess fólks sem ég hef starfað með og vildi svo gjarnan starfa með aftur. Heiðarleg, beinskeitt og gagntekin af því að vinna þeim gagn sem minna mega sín.

Mér finnst líka að Heiða Björg Hilmisdóttir eigi að skipa þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ekki vegna þess að ég vilji endilega sterkan og sigurstranglegan lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingarinnar vegna.

Nei.

Heldur vegna þess að ég vil að það fólk sem að líkindum mun eiga öruggt sæti í borgarstjórn gegnum Samfylkinguna sé fólk sem ég get 100% treyst að vinni Reykvíkingum sem mest og best gagn.  Hvort sem það verður í meirihluta eða minnihluta. Óháð því hvort ég kjósi það eða ekki.

Ég treysti þessu fólki til þess.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Óskar Guðmundsson

    Ég veit nú ekki betur en að Dagur hafi verið borgarstjóri undanfarin 4 ár…. allavega hvað almennan rekstur snertir.
    Jón Gunnar hefur aðallega verið PR fulltrúi og frík.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur