Hvenær ætlar Bjarni Ben að afnema þrepaskiptinguna í skattakerfinu?
Mér finnst að hið opinbera eigi að setja það skilyrði að á næstu fjórum árum verði að minnsta kosti önnur hver stjórnendastaða sem skilgreind er sem opinbert embætti skipuð konu.
Núverandi staða Íslands gagnvart Evrópu er klúður. Þótt EES samningurinn hafi verið okkur lengst af góður þá gengur ekki að Alþingi sé áhrifalaus afgreiðslustofnun fyrir tilskipanir frá Evrópusambandinu. EES samningurinn skerti fullveldi Íslands þótt hann hafi veitt þegnum landsins miklar réttabætur á mörgum sviðum og tryggt efnahagslega stöðu þess! Íslendingar þurfa að velja hvora leiðina […]
Það á að kjósa einu sinni á ári. Að vori. Til Alþingis á 4 ára fresti. Alþingi á ekki að vera unnt að rjúfa frekar en bæjarstjórnir. Þess vegna er unnt að hafa Alþingiskosningar og sveitarstjórnarkosningar á fastsettri dagsetningu. Samhliða Alþingiskosningum og samhliða sveitarstjórnarkosningum á að gefa kost á þjóðaratkvæðagreiðslum um hin mismunandi mál. Nú […]