Það á að kjósa einu sinni á ári. Að vori. Til Alþingis á 4 ára fresti. Alþingi á ekki að vera unnt að rjúfa frekar en bæjarstjórnir. Þess vegna er unnt að hafa Alþingiskosningar og sveitarstjórnarkosningar á fastsettri dagsetningu.
Samhliða Alþingiskosningum og samhliða sveitarstjórnarkosningum á að gefa kost á þjóðaratkvæðagreiðslum um hin mismunandi mál. Nú í vor um hvort eigi að halda áfram viðræðum um mögulega inngöngu Íslands í ESB.
Ef ekki í vor – þá á sama tíma að ári!
Það á að vera eðlilegur hluti lýðræðisins á Íslandi að unnt sé að greiða þjóðaratkvæði um einstök mikilvæg mál. Einu sinni á ári.
Miðað við hvað gömlu flokkarnir vinna mikið gegn þjóðinni því þeir eru allir svo uppteknir af átökum og valdabaráttu, þá ætti þjóðaratkvæðagreiðsla að vera mánaðarlegur viðburður.
🙂
DITTÓ!
Ekki er hægt að vera með bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur eins og núverandi kerfi er. Ef við skoðum ESB umræðuna, þá hefur Vigdís Hauksdóttir talað fyrir bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eina leiðin til að svo sé er að Alþingi samþykki ESB samninginn þegar hann liggur fyrir og kosið verði svo um þau lög á grundvelli 26. gr. stjórnarskrárinnar.
En auðvitað á þjóðin að geta kallað mál til sín. Þröskuldurinn ætti að vera 5-7% alls ekki hærri.
Það getur stundum verið kostur að fá upp mál sem þjóðin mun hafna. Það á ekki að vera sjálfgefið að hún segi já við öllum málum.