Mánudagur 03.02.2014 - 22:01 - 2 ummæli

Inn í ESB eða út úr EES?

Núverandi staða Íslands gagnvart Evrópu er klúður. Þótt EES samningurinn hafi verið okkur lengst af góður þá gengur ekki að Alþingi sé áhrifalaus afgreiðslustofnun fyrir tilskipanir frá Evrópusambandinu. EES samningurinn skerti fullveldi Íslands þótt hann hafi veitt þegnum landsins miklar réttabætur á mörgum sviðum og tryggt efnahagslega stöðu þess!

Íslendingar þurfa að velja hvora leiðina þjóðin vill fara til að auka fullveldi sitt að nýju. Hvort Íslendingar eigi að hætta alfarið aðildarviðræðum að Evrópusambandinu og taka stefnuna á að segja sig frá EES samningnum eða hvort Ísland eigi að klára aðildarviðræður að Evrópusambandinu!

Þetta eru hinir raunverulegu kostir því EES samningurinn mun ekki halda lengi óbreyttur.

Hvernig væri að þjóðin tæki ákvörðun um hvor leiðina skuli fara – og það fyrr en síðar?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Svar: Þetta mál er aftast á forgangslistanum, fullt af öðrum innlendum málum sem þarf að laga fyrst, mál sem þarf að klára svo sýn þjóðarinnar verði skýrari og ákvörðun hennar um þetta tiltekna mál betri. Við erum í EES og verðum þar meðan við lögum okkar innanlandsvanda. Ekkert mál ef allir taka þátt í því.

  • EES var aldrei hugsað sem langtímalausn heldur tímabundið ástand á meðan Eftaríkin sem öll sóttu um aðild að ESB (nema Ísland og Lichtenstein) væru á leiðinni inn í sambandið.

    Enda var EES samningurinn mjög undeildur á Íslandi á sínum tíma og í raun höfðu allir flokkar lýst sig andsnúnir honum nema Alþýðuflokkurinn. Davíð Oddsson skipti svo um skoðun og flokkurinn með til að koma sér í stjórn með Jóni Baldvini. Þessi pólitíski spuni hefur síðan undið upp á sig með þessum hætti.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur