Undanfarna þrjá mánuði hef ég unnið að uppbyggingu fréttavefjar Útvarps Sögu. Það hefur verið skemmtilegt, en erfitt, tímafrekt og krefjandi starf. Ég hef skrifað fréttir upp úr ævintýralega fjölbreyttum viðtölum við fólk hvaðanæva úr samfélaginu sem hafa verið gestir hins frábæra útvarpsmanns Markúsar Þórhallssonar í morgunútvarpinu, Péturs Gunnlaugssonar og Erlings Más Karlssonar í síðdegisútvarpinu og […]
Sú ofurháhersla sem stóra moskumálið hefur fengið í fjölmiðlum hefur haft tvennt í för með sér. Það kom Framsóknarflokknum og oddvita hans í umræðuna og gegndarlausar árásir á oddvitan hafa orðið til þess að fylgi hennar hefur aukist mjög. Réttmæt gagnrýni á orð hennar hefur í mörgum tilfellum breyst í hreina og klára hatursumræðu – […]
Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur forsmáð það sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir um áratugaskeið. Umburðalyndi og samvinnu. Vissulega hafa einstaka sinnum flokksbrot misst sig aðeins í átt til óheilbrigðrar þjóðernishyggju en hjarta flokksins hefur hins vegar verið heilbrigð þjóðhyggja sem tekur öðrum opnum örmum og fagnað fjölbreytileika. Núverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík sem hafði mörg […]
Það er með ólíkindum hversu víðtækur misskilningur er í gangi með Bjarta framtíð. Óskhyggja frústreraðra vinstri sinna virðist ofaná í umræðunni. Þá langar svo mikið að Björt framtíð sé vinstri flokkur. Trúa áróðri hefðbundinna miðhægrimanna sem reyna að telja fólki trú um að Björt framtíð sé útibú frá Samfylkingunni. Það er bara misskilningur. Ef kafað […]