Það er með ólíkindum hversu víðtækur misskilningur er í gangi með Bjarta framtíð. Óskhyggja frústreraðra vinstri sinna virðist ofaná í umræðunni. Þá langar svo mikið að Björt framtíð sé vinstri flokkur. Trúa áróðri hefðbundinna miðhægrimanna sem reyna að telja fólki trú um að Björt framtíð sé útibú frá Samfylkingunni. Það er bara misskilningur. Ef kafað er ofan málefnin og hvað Björt framtíð hefur lagt áherslu á Alþingi þá ætti hver einasti Íslendingur sem klárað hefur FÉL 102 og Stj 102 í framhaldsskóla að átta sig á að Björt framtíð er frjálslyndur miðjuflokkur sem frekar hallast til hægri en vinstri …
Ég held að Björt framtíð hallist nú aðallega að sjálfri sér.
Hver er munurinn á Bjartri og Samfylkingunni?
Þau geta ekki einu sinni svarað því sjálf.
Þessi flokkur snýst ekki um neitt annað en að útvega sér þægilega innivinnu án stimpilklukku.
Rétt. Samfylking er í miðju, björt til hægri og VG eru hófsamir kratar inn við beinið.
Ég hef hlustað að fulltrúa Bjartrar framtíðar í umræðum á þingi.
Að halda því fram að þetta fólk sé frjálslynt og hallist til hægri er beinlínis rangt.
Þú verður að skella þér í stjórnmálafræði, Hallur. Ekki dugar lengur að nota einvíðan ás hægri/vinstri. Y-ásinn mælir framsækinn/afturhald. Þeir fengu inngöngu í alþjóðasamtök frjálslyndra flokka þar sem reyndar Framsókn staðsetur sig. Annars er Framsókn á hreyfingu á þessum skala (Downs) mér sýnist þeir vera hægra megin við Sjfl fyrir neðan x-ás.
Allir flokkarnir sem sæti eiga á Alþingi í dag eru hægriflokkar. Björt framtíð og Samfylkingin eru t.d. alveg eins langt til hægri og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn. En blekkingarleikurinn heldur áfram af fullum þunga og hægrilýðurinn í flokkunum sex á þingi halda áfram að dæla ópíum í fólkið sem aldrei fyrr.
Ég er algerlega sammála þér að þessu sinni Hallur.
Út í Evrópu væru bæði Framsókn og Sjálfstæðissflokkur skilgreindir sem einangrunarsinnaðir öfga hægri flokkar.
Hér á Íslandi skilgreina þeir hinsvegar alla sem eru ósammála þeim sem vinstri menn eða útibú frá Samfylkingunni.
Er Björt Framtíð ekki það sem Framsóknarflokkurinn ætti að vera, miðað við hugmyndafræði samvinnuhugsjónarinnar?
Að mínu mati raðast flokkarnir svona í dag á klassískri mælistiku frá hægri til vinstri: Öfga hægri Sjálfst.m, Framsóknafl. (popúlistar), Sjálfstæðisfl., Björt framtíð, Samfylking, Vinstri græn. Pírata er erfit að staðsetja þó sýnist mér þeir yfirleitt hallast að vinstri mannúðarsjónarmiðum og stundum kenna þeir sig við Anarkisma sem yst á vinstri kannti stjórnmálanna.
Sigurður
4.5 2014 @ 17:19
Þetta er ekki rétt hjá þér Heiða Krístin útskýrði muninn fyrir síðustu kosningar, Hann er sá að innan Samfylkingarinnar þá tala menn gjarnan saman á sænsku og syngja maístjörnuna, það er aldrei töluð sænska hjá BF.
http://www.dv.is/beinlina/heida-kristin-helgadottir/
Hver nákvæmlega er málefnamunurinn á milli BF og Samfylkingar, Hallur, fyrst að þú ert með það svona mikið á hreinu? Ég man ekki eftir neinu einasta máli. Er það tillaga BF um að sumartímanum verði breytt sem er svona mikið meira til hægri, eða hvað?
Ég lýsi hér með eftir málefnum BF sem ekki gætu rúmast innan Samfylkingar.