Föstudagur 23.05.2014 - 21:40 - 19 ummæli

Guðfinna Jóhanna á að taka við sem oddviti xB strax!

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur forsmáð það sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir um áratugaskeið. Umburðalyndi og samvinnu. Vissulega hafa einstaka sinnum flokksbrot misst sig aðeins í átt til óheilbrigðrar þjóðernishyggju en hjarta flokksins hefur hins vegar verið heilbrigð þjóðhyggja sem tekur öðrum opnum örmum og fagnað fjölbreytileika.

Núverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík sem hafði mörg mikilvæg málefni á oddinum fyrir borgarstjórnarkosningarnar hefur brugðist Reykvíkingum og flokksmönnum með óskiljanlegri afstöðu sinn gagnvart múslimum. Sem margir – fram að þessu – hafa getað stutt Framsóknarflokkinn með heilum hug.

Vegna þessa verður núverandi oddviti Framsóknarflokksins að víkja nú þegar. Hún er ekki að tala fyrir hug hins venjulega Framsóknarmanns – nema flokkurinn hafi breyst þvímeira þessi 4 ár sem ég hef verið utan hans.

Hið eina rétta er að oddvitinn afhendi Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem skipar 2. sæti lista Framsóknarflokksins kyndilinn og að hún berjist þessa síðustu dga fyrir því að Framsóknarflokkurinn fái mann kjörinn í borgarstjórn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Hallur, framsóknarflokkurinn er bara sama fólkið. Auðvitað er til gott og grandvarið fólk í framsóknarflokknum, en því hefur aldrei verið treyst til eins né neins innan flokksins ! Þar hefur verið áberandi fólk eins og þessi kona sem þú ert að minnast á, og það er fólkið sem okkur er kynnt sem bestu kostir flokksins !

    Hvers vegna var farið af stað ?

    • Jón Ólafur

      Trúarbrögð sem leyfa fjölkvæni, sem eru bönnuð samkvæmt Stjórnarskrá, og barna giftingar, sem eru bannaðar samkvæmt lögum á Íslandi, slík trúarbrögð á að banna á Íslandi, skylirðislaust, svo eru menn hissa á því að kallað er eftir meiru íbúa lýðræði, fyrir kosningar, svo hægt sé að fara eftir lögum lndsins.

      • Jón Páll Garðarsson

        Jón Ólafur – Í gamla testamentinu er fjölkvæni og spurning hvort þú viljir ekki einnig banna þau trúarbrögð sem aðhillast þeirri skruddu til að standa vörð um stjórnarskrá okkar? Þar er einnig minnst á eign karlmanna á konum og harðar refsingar vegna afbrota sem fer í óþolið hjá karlmönnum og guði þeirra.
        Fjöldi múslíma hefur búið á Íslandi í áratugi án þess að taka upp ósiði síns heimalands, siði sem hafa ekkert með trúariðkun þeirra að gera.

        • Jón Ólafur

          Jón páll- við hljótum að geta verið sammála um:
          Að þau trúarbrögð sem ekki falla innan ramma Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og annara laga í landinu, á skilyrðislaust að banna.
          Og að öll barátta fyrir auknu íbúa lýðræði, svo hægt sé að fara eftir lögum landsins, sé ólán Framsóknar, er forsjárhyggja misvitra manna, og lýðskrum af verstu gerð.

  • Halldór Guðmundsson

    Að sjálfsögðu berst framsókn fyrir íbúa lýðræði, og að sjálfsögðu eiga Reykvíkingar að fá að kjósa um það hvort lóðin verði afturkölluð, veistu af hverju moskur eru bannaðar í Luxemburg, ef ekki skal ég segja þér það.

  • Framsóknarflokkurinn væri örugglega meira aðlaðandi fyrir kjósendur í Reykjavík væri Guðrún bryndís oddviti flokksins.

  • Øll trúféløg sem geta sannað að guð sé til, ættu að sjálfsøgðu að fá ókeypis lóð, en sønnunin verður að vera ótvíræð og standast fyrir rétti.

    Þau trúféløg sem ekki geta sannað tilvist guðs og benda bara á gammlar bækur, sem ekki er haldbær sønnun, ættu að greiða fullt lóðaverð.

    • Andrés Valgarðsson

      Auðvitað eigum við ekki að gefa trúfélögum fríar lóðir almennt, það er út í hött.

      En ef við ætlum að hætta því verðum við að hætta á sanngjarnan hátt.

      Það er fáránleg mismunun að úthluta til allra nema eins, og ákveða svo að hætta að gefa áður en síðasti fær.

      • Það er ekki hægt að hætta á sanngjarnan hátt. Að trúa á eitthvað yfirnátturulegt er bara þvæla, hefur altaf verið þvæla og verður altaf þvæla, að gefa muslimum lóð nú af því að aðrir ruggludallar hafa fengið lóð áður er hættulegt, því það finnast þúsundir af svona sauðum, mormónar, vottarjehófar, bahæar, giðingar og svo fram……….

  • Sverrir Hjaltason

    Hinn venjulegi Framsóknarmaður velur sér Sigmund Davíð, Gunnar Braga, Vigdísi Hauksdóttur og Sveinbjörgu Birnu til að leiða flokkinn og segir það betur en margt annað hvernig ástandið er í Framsóknarflokknum.

  • Ásmundur

    Framsóknarflokkurinn situr uppi með Sveinbjörgu hvort sem honum eða henni líkar betur eða verr. Það er of seint að gera breytingar á listanum. Þess vegna verður Hreiðar einnig áfram í fimmta listans sæti gegn eigin vilja.

    Bent hefur verið á margar rangfærslur af hálfu Sveinbjargar um engar kirkjur eða moskur í hinum ýmsu löndum. Verri fannst mér þó fáfræði hennar um sögu Íslands. Sveinbjörg hélt því fram að eftir ásatrú hefðu komið siðaskiptin „eins og allir vita“.

    Fáfræði af þessu tagi virðist einkenna framsóknarmenn, ekki síst konur. Fáfræðin er þó ekki það versta heldur gaspur um það sem menn vita ekkert um. Áhrifin eru þau að trúverðugleikinn bíður mikinn hnekki. Vonandi verður fylgið eftir því

  • Íslendingar almennt eru umburðarlyndir í trúmálum, virða trúfrelsi og eru andvígir hvers konar öfgum. Þannig hafa múslimar, búddistar og mýmargir aðrir trúarhópar náð hér fótfestu og þykir ekki tiltökumál.
    Hins vegar er ekkert að því að ræða ýmsa praktíska hluti og jafnvel heimila borgarbúum að segja álit sitt í kosningum.
    Á það endilega að vera skylda borgaryfirvalda að afhenda trúarsöfnuðum lóðir þeim að kostnaðarlausu?
    Þarf til dæmis moskan sem er á teikniborðinu endilega að vera þar sem henni er nú ætlaður staður?
    Oddviti framsóknarmanna í Reykjavík á ekki sjö dagana sæla fram að kosningum. Nú þarf sú ágæta kona að útskýra hvað hún eiginlega meinti með ummælum sínum. Vinstri elítan í borginni vakir yfir og Hallur er í ham.
    Sennilega á hún þann kost einan að biðja alla trúarhópa, múslima sem aðra afsökunar með skínandi loforðum um ókeypis lóðir á mest áberandi stöðum í borginni, álitlegum fjárframlögum að auki úr borgarsjóði og alls ekki að opna fyrir þann möguleika, að borgarbúar fái að segja álit sitt í íbúakosningum. Vissulega er það stuldur úr stefnu vinstri flokkanna en úr því sem komið er eini möguleiki oddvita framsóknarmanna til þess að ná vopnum sínum.

  • Ásmundur

    Það er varla hægt að afturkalla lóðarúthlutun nema brýna nauðsyn beri til og þá hlýtur borgin að vera skaðabótaskyld.

    Þetta virðist því vera mjög vanhugsað hjá Sveinbjörgu þrátt fyrir yfirlýsingar hennar um að hún sé mjög klár og með gagnrýna hugsun.

    Kannski að þeir sem styðja ekki framsókn geti átt von á því að úthlutaðar lóðir verði afturkallaðar ef hún kemst til valda.

  • Haukur Kristinsson

    Þá væri nú þorpsfíflið hann Guðni skömminni skárri.

    Annars gengur þetta ekki lengur, pólitíkin á klakanum er þvílíkt skrípó að maður skammast sín.
    Svo eru skarfar eins og Syrmir Gunnarsson grátklökkir yfir þeirri hættu sem okkar „viðbjóðslega“ sjálfstæði stafi af viðræðum við EU.

    Hallo folks, wake up!

  • Hallur á heiður skilið að standa upp og segja sína meiningu. Er þetta leiðin sem ísland ætlar að fara? Berja á minnihlutahópum. Lægra verður ekki lotið.Einu sinni var hægt að hlusta á framsókn nú er þetta bara lýðskrumaraflokkur, því miður.

  • sigurgeir jónsson

    Farðu nú að hafa vit á að hætta að gefa í skyn að þú hafir eitthvað með Framsóknarflokkinn að gera Hallur.Þú ert ekki í honum og ert í fýlu út í hann vegna þess að fólk í flokknum felldi sig ekki við bullið í þér.Svo var alla tíð sem þú varst í flokknum ,þótt þú gefir annað í skyn.

  • Hallur, Islam er ekki ríkistrú en samt ætlar þú að gefa þeim lóð sem kostar milljarð. Hvað þá með öll önnur trúfélög þegar þú ert búin að gefa slíkt fordæmi. Á að gefa öllum trúfélögum lóðir á besta stað hér eftir? Þetta er mjög óábyrgt.

  • 2025 kemur lýsir maður reynslu sinni: Fyrst afnam framsókn trúfrelsiið.
    Það var út af múhameðstrúnni. Það var í lagi mín vegna. Ég hef aldrei verið mikið fyrir trú. Svo var þetta trúfélag sem framsókn leyfði bara ágætt.
    Svo afnam framsókn tjáningarfrelsið. Ég hef alltaf
    haft orð fyrir að vera þögull maður, svo það snerti mig ekki. Og svo hefur mér alltaf leiðst þeir menn, sem alltaf eru rífandi kjaft. Svo afnámu þeir skoðanfrelsið. Mér var líka sama um það. Ég hef svo sem haft ósköp litlar
    skoðanir,en verið framsóknarmaður í hjarta mér og alltaf kosið þá. Því næst afnámu þeir félagafrelsið. Það þótti mér gott. Þá losnaði maður við
    verkalýðsfélagsgjaldið, en maður mátti halda áfram að vera félagi í framsókn. En svo afnámu þeir atvinnufrelsið og fóru að láta mig vinna á alskonar stöðum sem ég vildi ekki vinna á og fyrir lítið kaup. Þá varð ég vondur og ákvað með sjálfum mér að kjósa ekki framsókn í næstu kosningum. En þá hafði framsókn afnumið kosningaréttinn, svo það kom fyrir lítið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur