Sunnudagur 29.06.2014 - 13:30 - 12 ummæli

Höfuðstöðvar ÍLS á Krókinn!

Það er rétt ákvörðun hjá ríkisstjórninni að færa höfuðstöðvar Fiskistofu út á land. Hún hefur ekkert að gera á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar hefði ég viljað sjá höfuðstöðvarnar fluttar á Ísafjörð, Seyðisfjörð eða Hornafjörð frekar en Akureyri, en það er annað mál.

101 Reykjavík skelfur dálítið við þessa ákvörðun. En það  mun fljótt jafna sig.

Auðvitað er það ekki auðvelt fyrir 70 starfsmenn að taka ákvörðun um það að hvort þeir vilji halda áfram að vinna á Fiskistofu og flytjast til Akureyrar með fjölskyldur sínar eða ekki. Ekki frekar en það er ekki auðveld ákvörðun fyrir jafnmarga starfsmenn útgerðarfyrirtækis á Þingeyri og Húsavík að flytjast til Grindavíkur til að halda starfi sínu eða ekki.

Munurinn liggur reyndar í því að meira er um atvinnutækifæri fyrir starfsfólkj Fiskistofu í Reykjavík en fyrir starfsfólk útgerðarfyrirtækisins á Húsavík og Þingeyri. Auk þess sem hluti starfsmanna Fiskistofu mun væntanlega fá starf á svæðisskrifstofu í Reykjavík.

Flutningur opinberra starfa út á land er engin nýjung þótt allt of lítið hafi verið gert af því. Dæmi um slíkan vel heppnaðan flutning er uppbygging starfsstöðvar Íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki. Sá hluti starfsemi Íbúðalánasjóðs hefur virkað afar vel.

Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs þurfa ekki að vera í Reykjavík. Þar er nóg að hafa hóflega starfsstöð. Ég skora því á ríkisstjórnina að flytja höfuðstöðvarnar og lánasvið Íbúðalánasjóðs á Sauðárkrók. Forstjóri sjóðsins getur hafið störf þar með yfirstjórn sjóðsins 1. september 2015.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Sigurður Pálsson

    „101 Reykjavík skelfur dálítið við þessa ákvörðun“ Þú veist að höfuðstöðvarnar eru í Hafnarfirði, get ekki séð þennan skjálfta í 101 Reykjavík.

    Annars er í góðu lagi ða flytja einstaka stofnanir eða deildir út á land en huga þarf að kostnaði við þannig aðgerðir. Ef að líkum lætur þá munu allt að 50 starfsmenn Fiskistofu ekki flytja norður, það eitt kallar á gríðarlegan kostnað. Ráðherra talar um að flutningur kosti á bilinu 100-200 milljónir sem segir okkur að ekki er búið að gera neina alvöru áætlun um kostnaðinn.

    Ef það endar þannig að um 50 starfsmenn flytji ekki með norður þá spái ég því að kostanður við flutning þessarar stofnunar muni verða á bilinu 400-500 milljónir á endanum.

  • Magnús Björgvinsson

    Skilst að leigusmaningur i Hafnafirði sé til 2026, eins að einhver eða margir sem vinna hjá fiskistofu séu með biðlaunarétt því að flutningur stofnunar milli landshluta sé ígildi að leggja starf niður og teljist ekki sambærilegt starf. Þá er samanburðu við starfsfólk Visirs ekki viðeigandi þar sem um 80% af þeim eru fólk sem hefur flutt erlendis frá til að vinna í fiski og þeim verður jú skaffaðar íbúðir í Grindavík. M.a. búið að kaupa þar Blokk sem stóð að mesu auð. Þá skilst mér að einhverjum af þessum aðgerðum Visirs hafi verið seinkað eða hætt við! Og eins þá voru jú læti vegna þess. Þá skilst mér að hér verði að vera stór starfsstöð Fiskistofu áfarm þannig að ég held að aukin kostnaður eigi eftir að fylgja þessu. T.d. ef að flestir eiga biðlaunarétt sem þeir nýta þá er bara launakostnaður þeirra við að gera ekki neitt frá kannski 3 til 8 milljónum á hvert stöðugildi eftir því hvort það er 6 eða 12 mánaða. Sem gerir þá kannski 40 x 3 þ.e. 120 milljónir upp í 40 x 8 560 milljónir. Síðan er búið að lofa flutningstrykjum og segjum að það verði kannski 30 sem þyggja það það gerir kannski 3 milljónir x 30 þ.e. 90 milljónir. Þá á eftir að finna húsnæði fyrir fiskistofu sem þarf þá að leigja eða kaupa (byggja) og svo framvegis. Þetta segir mér að kostnaður við flutninga er held ég vanáætlaður. Hefði verið meira vit í að setja þessa stefnu að flytja Fiskistofu Norður og gera það í smærri skrefum.

  • Sigurður Pálsson

    Ráðhera sem kemur í fjölmiðla og segir að kostnaður við flutning sé 100-200 milljónir er ekki búin að láta gera kostnaðaráætlun, það segir sig sjálft.

  • Einar Steingrimsson

    Flytja Framsóknarflokkinn allan til Jan Mayen. Það myndi leysa margt vandamálið á Íslandi.

  • Kristinn J

    Einar Steingrímsson

    Fókið kaus yfir sig Framsóknarflokkinn, fólksins er kvölin, þú skilur..

    • Jónas Kristjánsson segir að kjósendur á Íslandi séu fífl !

      Er það ekki málið !

  • Kristján Kristinsson

    Gerræðisleg ákvörðun svo ekki sé meira sagt. Flutningur á stofnun eins og Fiskistofu tekur 5-10 ár til að stofnunin geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum. Að gefa þessu eitt ár og jafnframt stilla öllum starfsmönnum upp við vegg er út í hött.

    Ef sem þar starfa hætta á næsta ári, þá er alveg hægt að loka búllunni. Á þeim starfstöðvum úti á landi starfa flestir við veiðieftirlit (15 af 18) og fiskeldisdeildin er á Ísafirði (er ekki verið að breyta lögum um fiskieldi og flytja hluta eða allt frá Fiskistofu til Matvælastofnunar). Öll önnur sérfræðiþekking er í Hafnarfirði og hætt við að hún glatist við þessa flutninga eins og á að standa að þeim.

    Tek svo undir með Sigurði hér að ofan að ráðherra hefur ekki hugmynd hvað þetta kostar. Liggur fyrir einhver kostnaðargreining sem hægt er að sjá? Það hlýtur að vera búið að gera skýrslu um kosti og galla þessa flutnings og kostnað. Allt krufið til mergjar, er það ekki Hallur?

  • Úff, ekki batnar það. Enn einn núverandi/fyrrverandi Frammari sem vill gera Krókinn að hið nýja Brussel (eða Róm). Ágæti Hallur ma
    Á ekki horfa á hvernig málið með skipulagsstofnun fór og svo hvernig er með Fæðingarorlofssjóð en þar sem meirihlut þjóðarinnar býr á suðvestur svæði landsins þá er best að hafa það batterí fjarri þeim sem nortar hann mest. Þar að auki er sú stofnun ekki takt við önnur „venjuleg“ fyrirtæki. Hvet þig að reyna á þjónustu Fæðingarorlofssjóðs á tímabilinu 11:00 til 13:00 þegar meirihluti þjóðar á möguleika að hafa símasamskipti við sjóðinn. Þá er horfið 50 ár aftur í tímann, hinn og þessi í mat. Viltu fá ÍLS á krókinn og færa hann aftur í tímann í þjónustu ? Er það svona sem núverandi og fyrrverandi Frammarar hugsa, allt fyrir Krókinn og og kaupfélagið, skítt með landlýð. Gilda ekki sömu reglur fyrir okkur sem kjósum að búa á höfuðborgarsvæðinu ? Ef um flugvöllinn er að ræða, þá ráða okkar sjónarmið ekki, ekki megum við tjá okkur um ykkar ástsæla kvótakerfi, við erum bara öll í kaffin du og skiljum ekki fiskveiða og svo má færa stofnanir hægri vinstri frá okkar svæði. Ágæti Hallur þessi fyrrverandi flokkur þinn er góðr leið til glötunar enda vart stjórntækur.

  • Sigurður

    Íbúðalánasjóður á nú ekki nema 1-3 mánuði ólifaða áður en hann fer í gjaldþrot vegna ólöglegrar lánastarfsemi síðustu 20 árin eða svo.

    Þannig að það er ekkert að flytja.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Mér skilst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar séu ekki beinlínis að dansa af gleði yfir þessari skyndiákvörðun Framsóknar, eins og þú kannski hefur uppgötvað núna er Fiskistofa í 220 en ekki 101. Hvar heldurðu svo að Simmi og Co ætli að taka þennan hálfa milljarð sem þessar atkvæðaveiðar þeirra koma til með að kosta?

  • Anna María

    Hver er tilgangurinn með þessum flutningi?
    Í alvöru talað, eru rökin nægilega þung til að tilvist tuga fölskyldna og hundruða einstaklinga sé sett á annan endann fyrir hundruði milljóna?

    Í alvöru talað. Þetta er bull.

  • Staðreynd eitt: Ríflega 70% útflutningstekna landsins verða til á landsbyggðinni. Staðreynd tvö: Stjórnsýslan og flest ríkisfyrirtæki eru staðsett á Reykjavíkursvæðinu. Staðreynd þrjú: Höfuðborgin sérstaklega hefur smám saman sogað til sín þjónustufyrirtækin, opinber sem önnur og höfuðstöðvarnar settar þar niður og þanist út á sama tíma og landsbyggðin hefur mátt þola þjónustuskerðingar.
    Það hefur ekki farið hátt í umræðunni en þegar flytja á höfuðstöðvar Fiskistofu út á land verður fjandinn laus; ríkulega studdur af öllum fjölmiðlunum og ekki að undra. Þeir hafa hagsmuna að gæta líkt og þingmennirnir sem hvað ákafast hafa mótmælt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur