Fimmtudagur 11.09.2014 - 13:07 - 10 ummæli

Hvar eru Símapeningarnir?

Nú á að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Gott og vel. Treysti þvi að söluverðmætinu verði vel varið.

En þá vaknar gömul spurning.

Hvar eru Símapeningarnir?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Margrét Tryggvadóttir

    Ég velti þessu einu sinni fyrir mér líka: http://www.althingi.is/altext/141/s/1192.html

  • ….frúin í Hamborg……?..,…foringinn frá Höfn kannski……

  • Las að bréfið liggi alveg ógreitt í Arion….

  • Ásgeir Þór

    Mjög góð spurning sem verður að fá svar við!!

  • Þórhallur Kristjánsson

    Peningarnir sem fengust fyrir sölu Símans voru greiddir í ríkissjóð 2005

    Hér kemur það fram.

    http://www.fjarmalaraduneyti.is/greidsluafkoma/nr/5457

  • Hvaða bankabækur geyma nú þessa aura ?
    .
    Nærri 13 milljarðar króna runnu eftir krókaleiðum út úr Fjárfestingarfélaginu Felli ehf. á Sauðárkróki á árunum 2008 og 2009. Um sex milljarðar króna af þessum fjármunum runnu inn í rekstur dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga (KS), Íslenskar sjávarafurðir.

    Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir hvar hinir sex milljarðarnir eru en þeir voru eign dótturfélags Fjárfestingarfélagsins Giftar, áður Samvinnutrygginga. Þetta dótturfélag heitir Fjárfestingarfélagið EST. Milljarðarnir sex voru reiðufé, beinharðir peningar, líkt og sést á ársreikningi Fells fyrir árið 2007: Þá átti félagið handbært fé upp á nærri 12 milljarða króna. Þetta eru fjármunirnir sem ekki er vitað hvað varð um að öllu leyti.

  • Þetta er allt á Tortola og bíður réttra eigenda

  • Óskar Guðmundsson

    Þeir enduðu þar sem að allt sem ríkið nær í… í „hýtinni“.
    Það er bara rétt eins og með sérstök vörugjöld, sérstök bensíngjöld, sérstök flutningsgjöld, sérstaka skatta og slaka af öllu sem rýmt er fyrir… það endar í „bákninu“, útúrbólgnu og sundurspilltu ríkiskerfinu.

  • Þorbergur Leifsson

    Símapeningarnir voru um 40 milljarðar að mig minnir. Gífurlegt fé á þeim tíma. Hallur og hinir framsóknarmennirnir ullu 160 milljarða tapi á íbúðalánasjóði, með vanhæfni sinni. Ætli símapeningarnir hafi ekki bara farið í að greiða fjórðung þess taps.

  • Þeir eru í rassgatinu á einhverjum auðmanni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur