Hugmyndir um sameiningu háskóla á landsbyggðinni geta styrkt bæði háskólamenntun og einstök byggðasvæði. En þá þarf að vanda sig! Menntamálaráðherra hefur nú sett fram hugmyndir að sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskólans á Hólum. Þessar tillögur ber að skoða með opnum huga. Sameining Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Háskólans á Bifröst er borðliggjandi. […]
Samvinnurekstur er framtíðin. Ef stjórnmálamenn hafa vit á því að gera nauðsynlegar breytingar á lögum um samvinnufélög svo samvinnurekstur sé jafn hagstætt rekstrarform og rekstur hlutafélaga sem í dag er lagalega – en ekki siðferðislega – betra rekstrarform. Núverandi lagaumhverfi útilokar til dæmis að tiltölulega lítill hópur sérfræðinga geti stofna heilbrigt samvinnufélag um sameiginlegan rekstur sinn […]