Fimmtudagur 15.01.2015 - 20:09 - 9 ummæli

Samvinnurekstur er framtíðin!

Samvinnurekstur er framtíðin. Ef stjórnmálamenn hafa vit á því að gera nauðsynlegar breytingar á lögum um samvinnufélög svo samvinnurekstur sé jafn hagstætt rekstrarform og rekstur hlutafélaga sem í dag er lagalega – en ekki siðferðislega – betra rekstrarform.

Núverandi lagaumhverfi útilokar til dæmis að tiltölulega lítill hópur sérfræðinga geti stofna heilbrigt samvinnufélag um sameiginlegan rekstur sinn þar sem einn félagi hefur eitt atkvæði. Þess í stað þvingar löggjafinn slíkan hóp inn í hlutafélag þar sem ákvarðanir og völd liggja hjá þeim sem er fjársterkastur og getur lagt inn mest hlutafé. Óháð því hvert framlag hans er að öðru leiti til rekstursins.

Þetta er einungis eitt dæmi af mismununinni sem ríkir milli samvinnurekstrar og hlutfélagarekstrar.

Því miður veit almenningur á Íslandi afar lítið um misumandi form samvinnurekstrar. Í anda íslenkrrar umræðu er viðhorf allt of margra svart/hvítt. Stór hluti þjóðarinnar setur samansem merki  milli samvinnurekstrar og SÍS. Eða samvinnurekstrar og hins öfluga kaupfélags Kaupfélags Skagafjarðar og fyrirtækja í þess eigu. Fyrirtækja sem EKKI eru samvinnufélög einmitt vegna þess hvernig löggjafinn hefur sett niður samvinnufélög og hlutafélagsvætt íslenskt atvinnulíf, Og þar með ólýðræðisvætt íslenskt atvinnulíf.

Því hlutafélagavæðing Íslands hefur útrýmt öllu lýðræði úr athafnalífinu.

Það var reyndar ekki erfitt því almenningur sá að í gömlu hefðbundnu samvinnufélögunum var gamla grunnhugsunin um „einn maður eitt atkvæði“ og að lýðræði ætti að ráða – forsmáð. En það þýðir ekki að samvinnurekstur sé ekki góður. Þvert á móti.  Það þýður að fólk þarf að vera vakandi yfir lýðræðinu. Hvort sem það er innan samvinnufélags – eða í samfélaginu yfir höfuð!

Jamm!

Samvinnurekstur er framtíðin!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Guðmundur Ingi

    Ertu alveg viss um að eitthvað í reglum um ehf banni atkvæðagreiðslu eftir öðru en fjármagni ?
    Ef 5 manns stofna ehf og leggja mismikla fjármuni í það, þá er held ég ekkert sem bannar þeim að vera allir í stjórn, og með jafnan atkvæðarétt.
    Arðgreiðslurnar yrðu hins vegar eftir hlutfalli hlutafjár.

    Hins vegar er ábyrgð eigenda EHF takmörkuð við hlutaféð, en ábyrgð eigenda SF er ótakmörkuð. Aleiga SF eigandans er í húfi.

    Því miður er mjög erfitt að gera fjárhagslegar langtímaáætlanir hér á landi, og þeim mun erfiðara eftir því sem um lengri tíma ræðir.
    Þar með eru allar viðskiptaáætlanir í besta falli ágiskun.
    Hingað til hefur enginn getað spáð fyrir um verðbólgu, gengi eða vexti hérlendis.
    Þegar svoleiðis er ástatt um þjóðfélagið keppast menn um að reyna takmarka ábyrgð sína, og þar erum við komin með líklegustu skýringuna á vinsældum EHF rekstrarformsins.

  • Haukur Hauksson

    Það er ekkert í íslenskum lögum sem bannar samvinnurekstur.
    Almenningur einfaldlega vill ekki leggja t.d 5mkr í hlutafé og láta mann sem lagði inn 100þúsund ráða öllu.
    Samvinnurekstur hljómar vel á tryllidögum en raunin er sú að fólkið í landinu vill ekki sjá þetta.

  • Alveg rétt. Viljum eiga framtíð þá er samvinna eina þekkta leiðin. Frumskógarlögmál frjálshyggjunnar ber aðeins dauðan í sér en enga framtíð. Einnig þarf að loka svartholi bankanna sem sýgur til sín allt líf úr efnahagskerfinu.

  • stefán benediktsson

    Gott innlegg í umræðuna. Þetta verður að ræða í alvöru. Samvinnufélög ættu að minnsta kosti að vera jafnsett hlutafélögum. En eins þarf að ræða löggjöf um lýðræði í fyrirtækju. Nútímafólk vill meira lýðræði og það á að byrja sem næst einstaklingunum.

  • Sambandið gamla þróaðist út í einræði þar sem forstjórinn skartaði á skrifstofu sinni með stórri mynd af eigin ættartré. Hinir munaðarlausu innan fyrirtækisins og utan áttu ekki mikinn sjéns. Þegar svo var komið fór keisaradæmið þráðbeint á hausinn. Er það þetta sem þú ert að kalla eftir?
    Það getur vel verið að hægt sé að koma á samvinnurekstri án spillingar en þá þarf lagaramminn að vera skýr og aðhaldssamur og eftirlit fullkomið.

  • stefán benediktsson

    SÍS átti ekkert skylt við samvinnuhreyfingu nema nafnið. Tilvist SÍS og starfsemi gekk gegn grundvallarsjónarmiðum samvinnuhreyfinga.
    Víða í heiminum þekkjast fagleg samtök samskonar samvinnufélaga. Samvinnu-útgerðir, samvinnu-fiskverkunarfyrirtæki osfrv. eða lárétt samband en lóðrétt samstarf undir hatti einhverskonar yfirstjórnar sem „eigendur“ eru ekki í eigendatengslum við er út í hött og skemmir hugsjónina.
    En líf og dauði SÍS breytir engu um að samvinnufélög eru lýðræðislegt mannvinsamlegt rekstrarform sem eiga fullan rétt á sér.

  • Átti ekkert skylt? Einkennileg fullyrðing.

  • Til fróðleiks fyrir Stefán Benediktsson:
    Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS), Sambandið eins og það er kallað í daglegu tali eða Samband eins og það var kallað erlendis var stofnað á Ysta-Felli Þingeyjasýslu 20. febrúar 1902 sem Sambandskaupfélag Þingeyinga en fékk síðan nafn sitt endanlega árið 1906.

    SÍS var stofnað upphaflega til að vera samræmingaraðili íslenskra samvinnufélaga og þróaðist síðan yfir í samvinnuvettvang þeirra á sviði út og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danska kaupmannastéttin hafði enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma.

    Meðal annars rak SÍS skipadeild sem var stofnuð 1946 og sá um vöruflutninga í samkeppni við Eimskipafélag Íslands. Stuttu áður en annar samkeppnisaðili, Hafskip, varð gjaldþrota í lok árs 1985 stóð til að SÍS myndi kaupa fyrirtækið en á stjórnarfundi var kosið gegn því og munaði einu atkvæði.

    Þegar leið á 20. öldina varð SÍS öflugasta viðskiptaveldi Íslands og með ítök á flestum sviðum viðskiptalífsins allt fram til ársins 1992 þegar starfsemi þess var orðin nánast engin vegna skulda þess við lánardrottna sína.

  • Fullyrðing Stefáns stendur óhnekkt þrátt fyrir copypaste fróðleiksmola Péturs.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur