Hugmyndir um sameiningu háskóla á landsbyggðinni geta styrkt bæði háskólamenntun og einstök byggðasvæði. En þá þarf að vanda sig!
Menntamálaráðherra hefur nú sett fram hugmyndir að sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskólans á Hólum.
Þessar tillögur ber að skoða með opnum huga.
Sameining Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Háskólans á Bifröst er borðliggjandi. Með slíkri sameiningu myndast sterkari og fjölbreyttari háskóli en nú þar sem grunnfög skólanna er mismunandi.
Stjórnun, viðskiptafræði, lögfræði og fög á sviði félagsvísinda á Bifröst.
Náttúruvísindi, skipulagsfræði og afar mikilvæg fagmenntun fyrir landbúnað, á Hvanneyri.
Hins vegar bætir Landbúnaðarháskólinn á Hólum nánast ekki neinu inn í þetta háskólaumhverfi.
Landfræðilega er Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri á sömu „torfunni“. Sem þýðir að fjarlægðir veikja beina stjórnun sameinaðans háskóla Bifrastar og Hvanneyrar ekki mikið. Það er því unnt að spara frá fyrsta degi í stjórnunarkostnaði slíks nýs háskóla án þess að markviss stjórnun veikist að marki.
Annað er uppi á teningnum ef Landbúnaðarháskólinn á Hólum er settur saman við Bifröst og Hvanneyri. Mögulega mun stjórnunarkostnaður lækka en slík sameining mun klárlega veikja faglega og rekstrarlega stjórnun verulega.
Því er klárlega betra að hinn frábæri Landbúnaðarháskóli á Hólum sameinist Háskólanum á Akureyri. Það mun styrkja Háskólann á Akureyri mjög því þótt fáir viti af því þá hefur Landbúnaðarháskólinn á Hólum um langt árabil tekið þátt á mikilvægum rannsóknarverkefnum á alþjóðavettvangi. Verkefnum sem hafa vakið mikla athygli utan landssteinanna,en minni athygli á Íslandi einhverra hluta vegna.
Það er því einnig unnt að draga úr stjórnunarkostnaði á Hólum og Akureyri með sameiningu háskólanna þar eins og klárlega er unnt með sameiningu háskólanna í Borgarfirði.
En með þessu er ekki öll sagan sögð. Háskólarnir í Borgarfirði eru báðir með langa reynslu í vel heppnuðum undirbúningsdeildum fyrir háskólanám. Að sameina þá reynslu samhliða því að sameina háskólana ætti að styrkja faglegt, vel heppnað fjarnám í flottum, breiðari háskóla en í dag. Fjarnám sem ætti að byggja enn betur upp og mögulega á fleiri sviðum en eru til staðar í dag.
Reyndar ættu stjórnvöld að leggja upp með að fjarnám á háskólastigi fari fyrst og fremst fram á landsbyggðinni en ekki í Reykjavík. Reykjavík hefur nóg.
Þá má ekki gleyma því að fyrir okkur Íslendinga er mikilvægt að styrkja tengsl milli framhaldsskólastigsins og háskólastigsins. Slík tengsl hafa nánast ekki verið til fram til þessa!
Nánar um það í næsta pistli.
En svona í lokin. Það er borðleggjandi að sameina háskólana í Borgarfirði. Sameining Hóla í það kompaní veikir slíkan háskóla. Spái því að þeir sem vilja vinna gegn góðum háskólum á landsbyggðinni vilji Hóla með Borgarjarðarskólunum. Hólar hafa miklu meira að gefa til Háskólans á Akureyri og Háskólinn á Akureyri mikið að gefa Landbúnaðarháskólanum á Hólum.
Og að sjálfsögðu á sameinaður háskóli háskólanna á Hvanneyri og á Bifröst að nefnast „Samvinnuháskólinn í Borgarfirði“ Annars vegar til að undirstrika samvinnuverkefnið sem verður til með samvinnu og sameiningu þessarra tveggja flottu háskóla og hins vegar til að halda á lofti einnar merkilegusti menntastofnundar landsins – Samvinnuskólans – sem mun eiga aldar afmæli eftir 3 ár það er árið 2018. Samvinnuskólinn og sum gildi hans hafa nefnilega lifað nánast heila öld og lifir nú að breyttum breytanda í Háskólanum á Bifröst.
Nauðsýnlegt að sameina þessa háskóla. Og fínt að láta Hóla ganga í HA.
En þetta nafn er hræðilegt Hallur.
Bifröst er flott.
Er ekki best að taka þetta alla leið og láta hann heita Framsóknarháskólann eða SÍSháskólann. Bifröst hefur varla nógu sterka tengingu við Framsóknarflokkinn.
Haukur. Takk fyrir að horfa á það sem skiptir máli. Innihaldið. Ákvað að vekja athygli á innihaldinu með smá „próvóserandi“ fyrirsögn! Haukur. Vinsamlega lestu pistilinn og kynntu þér stöðu Bifrastar. Man ekki til þess að kratinn Ágúst og íhaldið Vilhjálmur – síðasti og núverandi rektorar Háskólans á Bifröst hafi verið miklir Framsóknarmenn ….
Takk fyrir góða grein, Hallur. Þú færir ágæt rök fyrir annarri tilhögun en kynnt hefur verið. Ég er ekki frá því að þú hafir hitt naglann á höfuðið með því að leggja til að sameina skólana að Hólum og Akureyri annars vegar og Bifröst og Hvanneyri. hins vegar. Það væri fróðlegt að vita hvort þetta hefur verið skoðað í Menntamálaráðuneytinu.
Fín grein hjá þér Hallur. Nema eitt að Háskólinn á Hólum ber nafnið Háskólinn á Hólum. Er langt síðan að landbúnaðarnafnið var lagt af. http://holar.is/
Best væri að loka bifröst …þetta er einkarekin skóli sem að rétt eins og keilir getur ekki gert of miklar kröfur til nemenda þar sem að innkoman skiptir öllu màli…
Skóli sem að gerir kröfur og þar að leiðandi fellir nemendur sem að ekki standast sanngjarnar kröfur getur ekki virkað í fàmennu landi eins og íslandi.
Skólar eins og bifröst og keilir útskrifa fàvita með flottar gráður aðeins vegna þess að þeir borguðu skólagjöldin..við erum með eitt eintak á þingi sem fulltrúa framsókn .
Ég las pistillin þin Hallur og líka þann síðasta um samvinnurekstur, en er ekki komið nóg í peningabruðli til landbúnaðarháskóla? Gefur þetta eitthvað af sér? Sú aðferð sem notuð er á íslandi til að framleiða kindakjøt er 6000 ára gømul.
Að sjálfsøgðu eru til aðrar aðferðir í kjøtframleiðslu sem eru nútímalegri, afkastameiri og ekki krefjast svo mikils vinnuframlags, en engin vilji er á íslandi að hætta með gømlu aðferðina, sem líka var gømul þegar Jesús frá Nazaret borðaði lambakjøt.
Sparast ekki mest á að loka þessum skólum?
Það er engin vilji til að breyta nokkru í íslenzkum landbúnaði hvort sem er.
Baugur. Það gætir smá misskilnings hjá þér varðandi námsframboð á Hvanneyri. Birti því yfirlit yfori námsleiðir:
Nám við Landbúnaðarháskóla Íslands
Starfs- og endurmenntunardeild
Garðyrkjuskólinn
Nám á framhaldsskólastigi. Garðyrkjuskólinn er við Hveragerði.
Garðyrkjuframleiðsla
Skrúðgarðyrkja
Skógur og náttúra
Blómaskreytingar
Bændaskólinn
Nám í búfræði á framhaldsskólastigi. Bændaskólinn er á Hvanneyri.
Búfræði
Búfræði í fjarnámi
Sjá einnig námsbrautir í dálknum t.v.
……………………………………………………….
Auðlindadeild
Háskólanám bakkalárapróf (BS, 180 ECTS)
Búvísindi
Hestafræði
Umhverfisdeild
Háskólanám bakkalárapróf (BS, 180 ECTS)
Náttúru og umhverfisfræði
Skógfræði og landgræðsla
Umhverfisskipulag
Meistara- og doktorsnám
Meistaranám í skipulagsfræðum
Meistaranám við LbhÍ
Doktorsnám við LbhÍ
Sjá nánar á vefiðu skólans: http://www.lbhi.is/
Einkennilegur þessi áhugi að sameina allan fjandann og halda því fram að það leiði til hagræðingar. Einhverra hluta vegna virðist það aldrei vera skoðað eftir á hver ávinningurinn sé. Veitufyrirtækin í Reykjaík, sem voru ríkustu fyrirtæki landsins, voru sameinuð um síðustu aldamót. Hver var ávinningurinn? Á aðeins 9 árum töpuðu þau öllum eigum sínum og nú þurfa borgarbúar að borga aukalega allt tapið.
Meginreglan er nefnilega sú við sameiningar að yfirbyggingin vex, þjónustan versnar og kostnaður eykst verulega.
Fín pæling. Ég er þó alls ekki sammála með nafnið. Ég er mjög stoltur af því að hafa lagt fram þá tillögur, fyrir hönd stjórnar nemendafélagsins, að losa okkur við tengingu við sambandið úr nafninu. Sú tillaga fékkst samþykkt.
🙂 Kæri vin!
Fín umfjöllun. Niðurlagið er þó algalið. Nafn sem vísar til stefnu í samfélagi og viðskipum á háskóla er fráleitt og var farið að bitna verulega á skólanum þegar því var breytt skv. tillögu minni af stjórn skólans, fyrst í viðskiptaháskólann og síðar í Háskólann á Bifröst þegar efni stóðu til slíks og námsframboðið hafði breikkað.
Sjá: https://www.facebook.com/runolfur.agustsson
„Síðast þegar uppi voru hugmyndir um sameiningu Bifrastar og HR lagðist ég harkalega gegn þeim enda hefðu þær haft í för með sér það að hefðbundið skólastarf á Bifröst hefði runnið inn í HR án verulegs samfélagslegs ávinnings umfram það að leggja af hefðbundið háskólanám í Háskólinn á Bifröst, væri slíkt skilgreint sem ávinningur. Svo langt var málið komið þá að einstakir prófessorar og kennarar á Bifröst voru farnir að máta skrifstofur í húsnæði HR. Sem betur fer varð ekki af þessari framkvæmd og lagði ég vonandi mitt litla lóð á þær vogarskálar.
Þessi hugmynd er hins vegar mun betri þar sem verulegur sparnaður yrði strax í stjórnunarkostnaði og rekstri stoðþjónustu milli Bifrastar og Hvanneyrar þar sem örstutt er á milli. Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri kennir í grunninn raunvísindi og skipulagsfræði á meðan Bifröst er félagsvísindaskóli sem kennir viðskiptafræði, lögfræði og félagsvísindi. Báðir skólarnir hafa höfuðstöðvar sínar í Borgarfirði en starfrækja útibú í Reykjavík og reyndar á Reykjum í Ölfusi hjá LBHÍ. Báðir skólarnir hafa síðan undirbúningsdeildir eða frumgreinadeildir á sinni könnu þar sem mætti ná hagkvæmni og auknum slagkrafti í undirbúningsnámi fyrir háskólanám.
Hér gæti í alvöru orðið til öflugri skóli úr einum en þeim tveim sem fyrir eru án þess að slíkt myndi bitna á öðrum. Hvanneyri er í þrengingum fjárhagslega sem ríkið hefur boðist til að leysa úr við sameiningu Landbúnaðarháskólans við annan skóla en á Bifröst er aftur farinn af stað uppgangur undir nýrri stjórn Vilhjálmur Egilsson eftir nokkurra ára samdráttar og erfiðleikatíma. Skólarnir gætur vegna skýrra samlegðaráhrifa í stoð og stjórsýslu getað náð aukinni hagkvæmni og nýtt sér sérstöðu og kosti hvors um sig.
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum sé ég hins vegar varla inn í þessu ferli. Hann er að sumu marki í samkeppni við Hvanneyri og m.t.t. staðsetningar liggi betur við að sameina hann Háskólinn á Akureyri. Ekki eru augljós samlegðaráhrif þess að hafa hann inn í þessu kompaníi.
Það er hins vegar mikilvægt að form á nýjum sameinuðum skóla sé utan ríkisskólareksturs. Með sjálfseignarstofnun, hreinu hutafélagi eða ohf. Samkeppni í háskólastarfi hérlendist er af hinu góða, tryggir betra nám og betri nýtingu á almannafé. m.a. í rannsóknum með samkeppnissjóðum. Slík hugsun var lögð sem grunnur að stækkun háskólastigsins af Björn Bjarnason á sínum tíma og henni þarf að halda. Sú nálgun leiddi af sér sprengingu í háskólastarfi sem var einn grunnþátturinn í því hve vel okkur tókst að vinna á kreppuni með því að koma þúsundum fólks úr atvinnuleysi í nám.
Meira um þetta síðar Illugi Gunnarsson, en ungbarnafaðirinn er aftur farinn að sofa!“