Flest öll ríki innan EES – Evrópska efnahagssvæðisins – nýta sér það svigrúm sem túlkun á reglum og tilskipunum ESB/EES gefur – ríkjum sínum í hag. Eðlilega. Það hefur ekkert með málfræðilega túlkun að gera. Enda þarf ekki að leita út fyrir íslenskuna og Ísland til að sjá mismunandi túlkun á lögum og reglugerðum. Það er lifibrauð íslenskra lögmanna!
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur á ósanngjarnan hátt setið undir árásum úr mörgum áttum eftir að hún benti á að það væri unnt að „túlka“ tilskipanir ESB/EES betur með hagsmuni Íslendinga í huga.
Málið er nefnilega að Sigrún Magnúsdóttir hefur algerlega rétt fyrir sér.
Vandi Íslands og Íslendinga hefur um áratuga skeið verið að á meðan allar aðrar þjóðir túlka reglugerðir og tilskipanir Evrópusambandsins/Evrópska efnahagssvæðisins eins vítt og hagfellt og unnt er fyrir land sitt og þjóð, þá hafa íslenskir embættismenn oftast túlkað sömu reglur þröngt og í raun unnið gegn íslenskum hagsmunum. Kaþólskari en páfinn!
Og stundum hafa þeir lesið reglugerðirnar og tilskipanirnar á svipaðan hátt og skrattinn les Biblíuna. Snúa út úr þeim eins og unnt er til að fá niðurstöðu sem er andstæð íslenskum hagsmunum!
Þetta hefur ekkert með íslensku að gera.
Ekki veit ég hvort þetta er rótgróinn þrælsótti embættismanna gegn valdinu – sem áður var gagnvart Kaupmannahafnarvaldinu en núna Brusselvaldinu – eða vegna þess að embættismenn vilja halda eigin völdum með því að skapa grýlu úr ESB. Kannske hvorutveggja!
En staðreyndin er sú að á meðan ekki liggja fyrir óyggjandi dómar EFTA eða ESB dómstólsins um mismunandi túlkanir og möguleg ágreiningsefni í reglugerðum og tilskipunum – þá hafa ríki ákveðið svigrúm til túlkunar sér í hag. Sem við Íslendingar eigum að nýta okkur. Jafnvel þó það hafi verið Framsóknarkona sem benti á þessa augljósu staðreynd!
… og svo það sé á hreinu – þá er himinn og haf á milli afstöðu minnar og Sigrúnar Magnúsdóttur til ESB og mögulegrar inngöngu Íslands í það ágæta ríkjasamstarf.
Einhver spyr sig af hverju ég sé fyrst núna að koma með pistil um þetta efni, þá er svarið einfalt. Hysterían var svo galin fyrstu dagana eftir ummæli Sigrúnar að hluti netheima var ekki reiðubúinn að taka umræðuna á þokkalega vitrænum nótum …
Veit ekki annað en að ég hef margan pennann séð lýsa þessari skoðun.
Má þar nefna til dæmis lög um markaði og bændaframleiðslu ásamt fleiru því tengdu.
OK ef þetta er það sem hún meinti þá átti hún að segja það. Vandinn í þessu máli er leti. Allar tilskipanir koma inn á borð þingsins og þar ættu þingmenn að ræða um túlkun tilskipananna áður en þær eru lögfestar. Þetta hefur ekkert með þýðingar að gera, alls ekkert heldur skoðanir þingmanna.
http://www.visir.is/boltinn-er-hja-althingi,-ekki-thydendum/article/2015703049981
Hér innleiða menn að ég held tilskipanir og annað orðrétt þýtt og með upphaflegri orðskipan. Frá punkti til punkts eins og það heitir. Ég hef séð svona dót þýtt yfir á önnur norræn mál en þegar kemur að innleiðingu hins vegar þá skrifa menn nýtt frumvarp út frá tilskipuninni og aðlaga hana og bæta við því sem þeir telja sig þurfa og í lokin stendur eitthvað á þessa leið „og þar með teljum við okkur hafa innleitt tilskipun xxx/xxx“.
Sigrún réðist að þýðendum einum. Samkvæmt henni var það þeim að kenna að tilskipanir væru of þröngt túlkaðar hér á landi. Þetta er algerlega fráleitt. Þýðendur leitast við að koma innihaldi frumtexta til skila eins nákvæmlega og hægt er. Praktísk útfærsla eða túlkun lagatexta er ekki í þeirra verkahring. Það er starf löggjafans. En Alþingi hefur alls ekki staðið í stykkinu hvað það varðar. Tilskipanir virðast renna fyrirstöðulaust í gegnum þingið án breytinga. Sigrún hafði því alls ekki rétt fyrir sér. Hins vegar er það rétt að flestar EES-tilskipanir mætti löggjafinn, Alþingi, túlka mun rýmra en gert hefur verið.
Svara · Líkar þetta · Hætta að vakta innlegg · Breytt · fyrir um mínútu
Eins og Hallur bendir á þá fá EES-ríki tilskipanir frá ESB en ekki kröfu um innleiðingu á innri reglum sambandins (sbr. því sem ESB-lönd fá auk tilskipana).
Tilskipanir eru bara rammi að löggjöf með oft víða túlkun. Það er hlutverk aðildaríkja EES að aðlaga sín lög (eða búa til ný frumvörp sem verða svo að lögum EF Alþingi samþykkir) að þessum tilskipunum. Það er ekkert sem segir að smíða verði þessi lög út frá texta tilskipunar eða að það geti ekki verið undanþága á þessu. Út frá þessu geta eftir atvikum risið ágreiningsefni sem enda fyrir EFTA-dómstól ef að einhverjir aðilar eru á því að tilskipunin hafi verið ranglega innleidd eða (íslensku) lögin séu ekki í anda tilskipunarinnar.
Nokkur dæmi:
1) Tilskipun um neytendalög/neytendarétt sem sagði til um m.a. upplýsingagjöf lánveitenda til neytanda. Hér tókst Íslandi alveg frábærlega til í fyrstu tilraun að skilgreina að vertryggð húsnæðislán eða lán til lengri tíma en 5 ára féllu ekki undir Neytendalán í skilningi tilskipunarinnar. Þetta var svo endurskoðað síðar.
þetta er dæmi um að Íslendingar hafa fullnýtt rétt sinn til að aðlaga tilskipunina að íslenskum lögum.
2)Tilskipun um stofnun innistæðutryggingasjóðs.
Hér ákváðum við hinsvegar að taka tilskipunina bara orðrétt og stofna Tryggingasjóð (sem ekki var reyndar greitt reglulega í). Óþarfi að útfæra þetta nánar að íslenskum aðstæðum þar sem við vorum hvort eð er ekki með neinna sérþekkingu á þessu 🙂
Vil taka það fram að önnur EES-lönd (t.d. Noregur) gerðu þetta akkúrat öfugt.
Þannig að jú, við getum basicly ráðið því hvernig við innleiðum þetta. því betur sem við gerum það því meiri kostnaður er í byrjun og það þarf faglega þekkingu á málefninu. Annars getur það orðið dýrkeypt síðar…
„hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana“. Þetta er það sem hún sagði. Túlkun er eitthvað allt annað.