Ríkið og Reykjavíkurborg eiga að setja sér það markmið að rafbílavæða Reykjavík. Slíkt er unnt að gera með efnahagslegum hvata og ívilnandi reglum fyrir rafbíla. Slík rafbílavæðing er að líkindum þjóðhagslega hagkvæm, mun snarlega bæta loftgæði í höfuðborginni á köldum vetrardögum og hjálpar til að ná markmiðum Íslands um minnkun á losun gróðurhússlofttegunda. Hinn ágæti umhverfisráðherra […]
„Vér mótmælum allir“ er táknmynd breiðrar samstöðu íslensku þjóðarinnar. Það sem er svo dásamlegt og merkilegt við það að þingheimur allur stóð upp í kjölfar ræðu Jóns Sigurðssonar, þar sem Jón mótmælti því sem hann taldi lögleysu konungsfulltrúa á þjóðfundinum sumarið 1851 þegar Trampe greifi fulltrúi konungs sleit þjóðfundinum þegar útséð var að þjóðfundurinn myndi fella […]
Seðlabankinn átti einna stærstan þátt í að leggja Ísland í rúst með klikkaðri hávaxtastefnu sinni sem engin áhrif hafði á vísitölubundin langtímalán íslenskra fjölskyldna en varð til þess að beina alþjóðlegu fjármagni í óhóflegu magni inn í íslenskt hagkerfi sem varð til þess að styrkja krónuna langt umfram eðlilegar forsendur sem varð til þess að […]