Seðlabankinn átti einna stærstan þátt í að leggja Ísland í rúst með klikkaðri hávaxtastefnu sinni sem engin áhrif hafði á vísitölubundin langtímalán íslenskra fjölskyldna en varð til þess að beina alþjóðlegu fjármagni í óhóflegu magni inn í íslenskt hagkerfi sem varð til þess að styrkja krónuna langt umfram eðlilegar forsendur sem varð til þess að Íslendingar gátu hagað sér eins og svín í innflutningi og eyðslu erlendis.
Þetta er með lengri setningum sem ég hef sett á blogg – en það breytir því ekki að þetta er því miður satt og rétt.
Hávaxtastefna Seðlabankans á sama tíma og alþjóðlegt fjármagn varð á útsöluprís varð til þess að stórnendur íslensku „alþjóðlegu“ bankanna gátu þanið þá út eins og blöðru – þar til allt sprakk!
Okkur langaði að læra af hruninu. En við gerum það greinilega ekki. Allavega ekki Seðlabankinn!
Nú hafa snillíngarnir undir Svöruloftum ákveðið að gera sömu mistökin aftur! Og það með sömu gölnu rökunum og áður. „Eins og tíðkast í þeim löndum sem við berum okkur saman við“!
En ég spyr í þúsundasta skiptið – og fæ væntanlega ekki svör nú frekar áður – er stór hluti langtímaskuldbindinga fjðlskyldnanna í landinu í verðtryggð annuitetslán þannig að hækkun skammtímavaxta seðlabanka breytir engu umráðstöfunartekjur og breytir því engu um þenslu og verðbólgu!
Þótt nokkrar fjölskyldur hafi nú tekið langtímalán sín óvertryggðum lánum – sem þess í stað eru með breytilega vexti – blekking dauðans – þá mun stóraukin greiðslubyrði þeirra ekki hafa nokkur áhrif á heildarmyndina.
Með öðrum orðum. Vaxtahækkun Seðlabankans mun ekki hafa nein áhrif á „verðbólguhvetjandi hegðun“ flestra íslenskra fjölskyldna – en á móti setja fjölda bláeygðra fjölskyldna sem héldu að óvertryggð lán væru lausnin – á hausinn vegna snögglega stórhækkaðrar greiðslubyrðar. Hækkunar á greiðslubyrði sem er meiri en á vondu verðtryggðu lánunum.
En hverjir fara verst út úr Seðlabankaruglinu?
Jú, það eru fyrirtækin í landinu sem EKKI eru að flytja út sína vöru og þjónustu. Fyrirtækin sem fá greitt fyrir sína vöru í ónýtri íslenskri krónu. Fyrirtækin sem voru að fá séns til að styrkja sig og dafna – en eru nú slegin aftur í jörðina af fáránlegum vaxtahækkunum Seðlabankans.
Þetta eru fyrirtækin sem urðu að fjárfesta og byggja upp til að auka framlegð sína svo þau gætu staðið undir eðluilegum og hóflegum launahækkunum á almennum markaði. Það eru nefnilega ekki öll fyrirtæki „Grandi“ með tekjur í erlendri mynt og ofsagróða.
Seðlabankinn er eins og íslenska vorið 2015. Kalt, ömurlegt og drepur allan þann nýgræðing sem reyndi að skjóta rótum. Seðlabankinn er að leggja í eitt af vestu kalsumrum Íslandssögunnar. Og það algerlega að óþörfu!
Framsoknarflokkurinn hefur sagt ad overdtryggd lan eru lausnin. Og gerir enn.
Rètt hjà Halli, Sedlabankinn er ekki ad gera neitt gott fyrir hagsmuni flestra islendinga.
Ungt fòlk mun altaf verda ì vandrædum ad eignast hùsnædi à medan vextir eru svo hàir.
Jòn Baldvin sagdi eitt sinn „allur sedlabankinn gæti rùmast ì einni skùffu ì Landsbankanum.
Hann hafdi rètt, best væri ad loka þessari stofnun, Sedlabankinn skapar bara vandrædi, og hefur alla tìd gert.
Vonandi verda kjòsendur bùnir ad fà nòg af ìslenzku krònuni, og ìslenzkri fjàrmàlaspeki, ì næstu kosningum.
Manni finnst allt samhengi svo klikkað í þessari verðtryggingu. Gæti maður ekki alveg eins sagt að stýrivaxtalækkun gæti mögulega varnað verðbólgu..minnkað hvöt til verðhækkana ?