Ríkið og Reykjavíkurborg eiga að setja sér það markmið að rafbílavæða Reykjavík. Slíkt er unnt að gera með efnahagslegum hvata og ívilnandi reglum fyrir rafbíla. Slík rafbílavæðing er að líkindum þjóðhagslega hagkvæm, mun snarlega bæta loftgæði í höfuðborginni á köldum vetrardögum og hjálpar til að ná markmiðum Íslands um minnkun á losun gróðurhússlofttegunda.
Hinn ágæti umhverfisráðherra Sigrúnar Magnúsdóttur gaf í skyn á Alþingi að Íslands muni stefna að minnkun losunar gróðurhússlofttegunda um 40% fyrir árið 2030, en slíkt markmið þurfa Íslendingar að leggja fram fyrir komandi loftlagsráðstefnu í París.
Rafbílavæðing í Reykjavík yrði mikilvægt skref í þá áttina.
Rafbílavæðing í borg er raunhæf og getur tekið mjög stuttan tíma. Ég hef fylgst með rafbílvæðingu hér í Kristiansand frá því ég flutti út haustið 2012. Það vakti strax athygli mína hve margir óku um á rafknúnum bílum og þeim hefur fjölgað mjög hratt á undanförnum misserum.
Megingalli rafbíla er að þeir komast ekki eins langt á hverri hleðslu og hefðbundnir bílar og það tekur ívið lengur að „fylla“ þá á hraðhleðslustöðvum en venjulega bíla á bensínstöðvum. En þróunin hefur verið sú að drægni rafbílanna á hverri hleðslu lengist sífellt og hraði hlöðunar eykst.
Þessir vankantar rafbíla skipta engu máli í borgarumferð, einungis í langkeyrslum. Því er ekkert mál að rafbílavæða Reykjavík.
Hér í Kristiansand er algengara en ekki að fjölskyldur sem reka tvo bíla velji að kaupa sér rafbíl sem annan bíl í fjölskyldunni, enda er hann hagvæmari í rekstri en hefðbundir bílar. Þeir henta vel í daglegum akstri til og frá vinnu og í að skutla börnum á æfingar og aðra tómstundastarfsemi sem ekki eru í hjóla eða göngufæri. Og ef fjölskyldan ætlar að skjótast í hyttuna – þá er ekkert mál að gera það í rafbílnum svo fremi sem hyttan sé ekki því lengra frá Kristiansand.
Þrátt fyrir að efnahagur tugþúsunda íslenskra fjölskyldna hafi hrunið í kjölfar bankahrunsins þá er enn algengt að fjölskyldur reki tvo bíla og ef efnahagslífið og efnahagur fjölskyldnanna fer að batna þá er hætt við að sú þróun haldi áfram. Því er vert að ríkið og Reykjavíkurborg taki nú strax höndum saman og vinni saman og hrindi í framkvæmda aðgerðaráætlun sem miðar að fjölgun rafbíla í Reykjavík.
Fyrst það var unnt að rafbílavæða Kristiansand þá er unnt að rafbílavæða Reykjavík.
… og fyrir þá sem segjast vilja flottan jeppa – þá prófaði ég að keyra rafknúin ML Benz jeppa á Íslandi áður en ég flutti til Noregs. Hann var frábær!
Afhverju eigum við frekar að rafbílavæða Reykjavík en allt landið?
Er ekki komið nóg af uppbyggingu sem á sér stað fyrst í Reykjavík og svo mörgum árum og áratugum annarstaðar á landinu?
Oft hef ég heyrt að jafna þurfi atkvæðavægi á Íslandi hvernig væri að ráðast á rót þess vanda og setja aukinn kraft í að bæta þjónustu á þeim svæðum umfram önnur þar sem vægi atkvæða er mest?
Með því að setja upp hraðhleðslu stöðvar um allt land þá er hægt að rafbílavæða allt landið í einu og fólk breytir ferðavenjum sínum í samræmi við það.
Jens ég er sammála þér hraðhleðslu stöðvar útum allt land er málið