Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er dálítið að misskilja fyrrum kollega sína í blaðamannastétt. Blaðamenn – eins og allir aðrir EIGA og HAFA eigin persónulegu skoðanir. En til að vera faglegir í sínum störfum þurfa þeir að vera hlutlægir í fréttaflutningi og umfjöllun.
Því miður eru mörg dæmi um að einstaka blaðamenn gera ekki greinarmun á eigin persónulegum skoðunum og kjarnanum í vinnunni – það er að skrifa HLUTLÆGAR fréttir hvað sem þeim kann að finnast um það persónulega. Sumir virðast komast upp með að skrifa oft á tíðum HLUTDRÆGAR „fréttir“ þar sem „fréttin“ er afar skökk þar sem hún litast af viðhorfi hins ófaglega blaðamanns.
Því miður hefur Sigmundur Davíð horft framhjá þessu grundvallaratriði í blaðamennsku nokkrum sinnum undanfarið. Sem ég hefði haft skilning á EF Sigmundur hefði ekki sjálfur tilheyrt þessari vandræðastétt um tíma -eins og ég gerði um nokkur ár – og ég var nánast daglega minntur á að ég ætti að gæta hlutlægni og hlutdrægni væri ekki í boði.
En það er ekki unnt að afsaka framhjáhorf Sigmundar Davíðs sem á að vita betur.
Ég var að lesa gagnrýni Sigmundar Davíðs á blaðamenn sem voru að lýsa eigin skoðunum í fjölmiðli í leiðara sem ALLA tíð hafa verið vettvangur persónulegs viðhorf ritstjóra eða annarra sem hafa stöðu til að skrifa leiðara og í dálki sem einmitt er „viðhorfsdálkur“ – en ekki „fréttadálkur“ eða „fréttaskýringardálkur“. Þarna er Sigmundur Davíð að gagnrýna RÉTTMÆTT form! Blaðamenn EIGA að koma eigin skoðunum og lífsviðhorfi á framfæri við lesendur sína – ekki gegnum fréttir – heldur í viðhorfsdálkum og leiðurum. Það styrkir lýðræðið og mikilvægt vald fjölmiðla að almenningur VITI hver persónuleg afstaða blaðamanna er til þjóðfélagsmála!
Og eðli málsins vegna er ekki unnt fyrir blaðamanninn að kom lífsskoðunum sínum á framfæri gegnum fréttir og hlutlæga umfjöllun – rétti vettvangurinn er að koma skoðunum sínum á framfæri gegnum „viðhorfsdálka“ og leiðara.
Með því að gera slíkt þá veit almenningur hver lífsskoðunin er – eða ritstjórnarstefna fjölmiðils – og getur út frá því tekið afstöðu til þess hvort fréttir og almenn umfjöllun viðkomandi blaðamannsins eða fjölmiðilsins sé hlutlæg – eða taki mið af skoðunum blaðamannsins.
Flestir íslenskir blaðamenn fylgja þessari gullnu reglu. Ekki allir. Sumir meira að segja „verðlaunablaðamenn“ hafa látið og láta eigin persónulegu skoðanir stjórna skrifum sínum og reyna þannig að beita fréttum og fréttaskýringum í eigin, persónulegum og pólitískum tilgangi til að hafa áhrif á viðhorf almennings.
En slíkir fjölmiðlasóðar eru sem betur fer alger undantekning.
Ég tek því ofan fyrir þeim Kolbein Óttarssyni Proppé og Snærósu Sindradóttur fyrir að koma á framfæri eigin persónulegu skoðunum í leiðara og í viðhorfsgrein „Frá degi til dags“. Það er heiðalegra en að vega úr launsátri eins og sumstaðar hefur tíðkast og tíðkast enn.
En ég varð að gefa vini mínum Sigmundi Davíð falleinkunn fyrir viðbrögðin!
Þau eru að mínu mati röng – og ekki honum til framdráttar!
Það er ekkert „Því miður hefur Sigmundur Davíð horft framhjá þessu grundvallaratriði í blaðamennsku nokkrum sinnum undanfarið. “ Maðurinn er kilikkaður, við íslendingar høfum klikkaðan forsetisráðherra ,hann þarf á hjálp að halda, komast undir læknis hendur. Því fyrr því betra.
Blaðamenn taka sig of hátíðlega. Þetta eru upp til hópa flokksdruslur og eineltistuddar – með örfáum heiðarlegum undantekningum.
Öll tilvera Simma Kögunarkálfs er einn samfelldur skilmisingur.