Lýðræði á ekki einungis að vera stjórnmálalegt. Atvinnulýðræði er óaðskiljanlegur huti eiginlegs lýðræðisþjóðfélags. Ný skilgreining á eðli fyrirtækja, sem byggist á lýðræðislegum stjórnarháttum, gæti orðið til þess að ryðja braut réttmætumkröfum sífellt betur menntaðra starfsmanna um aukið lýðrði á vinnustað. Lýðræði á brýnt erindi í atvinnurekstur framtíðarinnar. Það er mjög vænlegur kostur, bæði fyrir starfsmenn og fyrirtæki, kostur sem í raun er byggður á almennum lýðræðislegum réttindum.
Þannig voru lokaorð greinar sem ég ritaði í Vettvang Tímans sumarið 1994, en ég rakst á úrklippu með greininni þegar ég var að taka upp úr gömlum kössum í dag. Það sló mig hvað ég hafði svo rétt fyrir mér, en samt svo rangt. Atvinnulýðræði er ekki til á Íslandi í dag, tveimur áratugum eftir að ég, bjartsýnn, tilrölulega ungur maðurinn skrifaði þessa grein.
En mér finnst greinin eiga erindi í dag. Hrunið var ákveðið tækifæri til jákvæðra breytinga á Íslandi, Við virðumst hafa glatað því tækifæri. Við höfðum tækifæri til að endurskipuleggja og byggja upp heilbrigðan húsnæðismarkað á Íslandi. Það var ekki gert og virðist ekki ætla að gerast. Við höfðum tækifæri á að byggja upp heilbrigðara atvinnulíf. Það var ekki gert og virðist ekki ætla aðgerast. Þvert á móti sína fréttir undanfarinna daga að menn hafi ekkert lært.
En aftur að 21 árs gamalli grein sem ég birti hér á Eyjunni orðrétt og óbreyttri:
„Á lýðræði erindi í atvinnurekstri?“
Í grein þessari mun ég fjalla um spurninguna: „Á lýðræði erindi í atvinnurekstri?“ . Ég tel svo vera. Til þess að sýna fram á réttmæti þeirrar skoðunnar fjalla ég fyrst almennt um lýðræði, þá um atvinnulýðræði, um nýja skilgreiningu á atvinnulífinu sem byggist á lýðræði og að lokum um menntun og kröfuna um atvinnulýðræði.
Um lýðræði
Ef við viljum búa í lýðræðisþjóðfélagi sem stendur undir nafni, þá dugir ekki einungis að tryggja stjórnmálalegt lýðræði. Lýðræði á að vera grunnurinn í öllu því starfi semunnið er í samfélaginu. Það á að ríkja félagslegt lýðræði og það á að ríkja atvinnulýðræði. Galdurinn er að finna það form lýðræðis sem best hentar á hverju sviði fyrir sig.
Ákveðið valdaframsal hlýtur alltaf að vera hluti lýðræðis. En það valdaframsal á að ganga eftir lýðræðislegum leiðum og það á að vera lýðræðinu í heild til framdráttar. Þer, sem taka við valdi eftir lýðræðislegum leiðum, verða að standa og falla með gjörðumsínum. Þeir eiga að leggja verk sín í dóm umbjóðenda sinna með reglulegu millibili og leita eftir áframhaldandi umboði eftir lýðræðislegum leiðum.
Um atvinnulýðræði
Atvinnulýðræði á ekki einungis rétt á sér, það hlýtur aðv era eðliegur hluti lýðræðislegs þjóðfélags. Um það er hins vegar deilt. Sú skoðun er nokkuð útbreidd meðal eldheitra lýðræðissinns, að lýðræði geti einungis verið stjórnmálalegt og iðkað í ýmsum félagasamtökum, en atvinnulýðræði geti ekki gengið nema í undantekningartilfellum. Sjálfstæður eignarréttur sé undirstaða lýðræðis og atvinnulýðræði stangist oft á við eignarréttinn.
Hins vegar hefur verið sýnt framá að í raun sé ekki hægt að skilja að réttinn til lýðræðislegrar sjálfsstjórnunar í stjórnmálalegu tilliti og réttinn til lýðræðislegrar sjálfsstjórnunar i atvinnulífinu. Hér sé í raun sitthvor hliðin á sama peningi.
Ekki verður farið nánar út í þá röksendarfærslu að sinni, en hún rennir mjög stoðum undir þær raddir að atvinnulýðræði eigi að ríkja. En það er óráðlegt að neyða atvinnulýðræði upp á fólk. Kjósi að að vinna eftir hefðbundnum leiðum á forsendum eigenda fyrirtækja, þá á það þann rétt. Slíkt gengur alls ekki gegn humyndum um réttinn til atvinnlýðræðis. Þvert á móti, sú ákvörðun er einmitt hluti lýðræðislegs þjóðfélags,sem byggir á sjálfstæðu, lýðræðislegu vali einstaklinganna.
Ný skilgreining atvinnulífs, byggð á lýðræði
Þá hafa ýmsir, sem eru fylgjandi atvinnulýðræði, skilgreint og eignarréttar á nýjan hátt. Sem sæmi umþað er David nokkur Ellerman í bók sinni The Democratic WorkerþOwned firm: A New Model for East and West. Í stað þess að skilgreina atvinnulífið eftir hefðbundinni skiptingu „einkafyrirtækja“ (privat) og „almmennningsfyrirtækja“ public þar sem eignarhaldsformið ráði öllu, þá er fyrirtækjum skipt eftir stjórnunarformi óháð eignarhaldsformi.
Lýðræðislega stjórnuð fyrirtæki eru því „félagslegar stofnanir“ (social institutions) og byggja á lýðræðislegum persónuréttindum starfsmanna, þrátt fyrir að fyrirtækin séu jafnvel „einkafyrirtæki“ í hefðbundnum skilningi. Þar hafa starfsmennirnir áhrif á stjórnun fyrirtækisins og starfsumhverfis síns á lýðræðislegan hátt, þ.e. einn maður hefur eitt atkvæði.
„Einkafyrirtæki“ (privat organizations) byggja hins vera á persónulegum einkarétti þar sem stjórnun fer fram í umboði eignarhalds. Starfsmenn hafa ekkert um málin að segja nema þeir eigi eignarhlut í fyrirtækinu. Sama eðlis telur Ellerman fyrirtæki í eigu verkamanna (workerþcapitalis firm) sem lúta stjórnunarlega sömu lögmálum og einkafyrirtæki, enda byggjast áhrif verkamannanna á eign sinni í fyrirtækinu, ekki vinnuframlagi eða slíku.Hin hefðbundnu ísensku samvinnufyrirtæki falla undir þessa skilgreiningu einkafyrirtækja.
Þessi nýja skilgreining fyrirtækja gæti auðveldað uppbyggingu atvinnulýðræðis, ef pólitískur vilji er fyrir hendi að framfylgja þeim rétti sem þegnar í lýðræðisríki hafa til lýðrðislegrar sjálfsstjórnunarí atvinnulífinu.
Menntun og krafan um atvinnulýðræði
Almennt menntunarstig í þjóðfélaginu fer hækkandi með hverjum áratugnum sem líður. Með meiri menntun.eykst krafan um aukið sjálfstæði einstaklinganna í atvinnulífinu. Hámenntaðfólk sættir sig ekki til lengdar við að vinna sem undirtyllur sem ekki hafa neitt að segja um starf sitt og starfssvið. Að sjálfsögðu er vilji hámenntaðra einstaklingar tilþessað hafa áhirf á eigin vinnu ekkert meiri sen vilji þeirra sem minni menntun hafa, en með aukinni menntun fylgir oft ríkari vitund um möguleika og rétt manna. Það má einnig líta á þessa þróun óháða menntun, þ.e. uppeldi og bakgrunnur fólks er nú annar en áður, þegar hollusta var að líkindum talin göfugri dyggð en í dag.
Lýðræði á vinnustað, óháð eignarhaldi, hlýtur að verða vænlegur kostur fyrir þetta fólk og um leið vænlegur kostur fyrir fyrirtækin, sem uppskera að líkindum betri vinnu og meiri afköst þegar til lengri tíma er litið. Því mun krafan um aukið lýðræði á vinnustað líklega aukast á komandi árum og atvinnulýðræði almennt aukast í í kjölfarið.
Þetta þýðir samt ekki að hlutverk og valdsvið stjórnenda verði úr sögunni. Eins og fram h efur komið hlýtur ákveðið valdaframsal að fylgja öllu lýðræði. Það sem skiptir máli er að starfsmenn séu meðvitaðir um lýðræðislegan rétt sinn, þótt þeir gangist undir ákveðið valdboð stjórnenda. Þeir geta gripið til lýðræðislegra réttinda sinna, ef stjórnendur misbeita þessu valdi sínu.
Samhliða almennri lýðræðisþróun innan fyrirtækja, má búast við afturhvarai frá hinni gegndarlausu hlutafélagavæðingu smáfyrirtækja til lýðræðislegra samvinnufélaga jafnrétthárra, vel menntaðra einstaklinga. Hvort sú þróun nær til stærri fyrirtækja skal ósagt látið, en hvert sem eignarhaldsformið verður, þá mun lýðræði í atvinnulífinu að öllu jöfnu aukast.
Þó svo fremi sem það létti ekki um of pyngju helstu fjármagnseigenda landsins, sem þá myndu bregðast við með „viðeigandi ráðstöfunum“ í samræmi við að viðhorf sem meðal þeirra ríkir, þ.e. tryggja að lýðræði sé einungis stjórnmálalegt, en ráði engu um rekstur fyrirtækja.
Lokaorð
Lýðræði á ekki einungis að vera stjórnmálalegt. Atvinnulýðræði er óaðskiljanlegur huti eiginlegs lýðræðisþjóðfélags. Ný skilgreining á eðli fyrirtækja, sem byggist á lýðræðislegum stjórnarháttum, gæti orðið til þess að ryðja braut réttmætum kröfum sífellt betur menntaðra starfsmanna um aukið lýðrði á vinnustað. Lýðræði á brýnt erindi í atvinnurekstur framtíðarinnar. Það er mjög vænlegur kostur, bæði fyrir starfsmenn og fyrirtæki, kostur sem í raun er byggður á almennum lýðræðislegum réttindum.
Hallur Magnússon. 1994. „Á lýðræði erindi í atvinnurekstri?“. Tíminn 15. júlí 1994
Rita ummæli