Þið verðið að afsaka.Það er mikilvægt í því fjölmenningarsamfélagi sem er í þróun á Íslandi að viðhalda heimsóknum skólabarna í kirkjur kring um jól. Það er skylda okkar að kynna börnum þá menningu sem við höfum lifað við gegnum tíðina.
Kristin jól er óaðskiljanlegur hluti okkar sögu og menningar. Á sama tíma á að kynna börnunum jólin eins og þau voru í norrænum sið og mikilvægi jólahátíðarinnar fyrstu alda Íslandsbyggðar.
Einnig hvernig sambærilegar „ljósahátíðir“ er að finna í mismunandi menningarheimum.
Til viðbótar fjalla um gildi og mikilvægi trúarhátíða í öðrum trúarbrögðum. Ramadan, Yom Kippur og svo framvegis.
Sjónarhornið á að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir menningu og trúarbrögðum hvers annars.
Rita ummæli