Miðvikudagur 24.02.2016 - 21:00 - 3 ummæli

Spor Pírata ekki bara í sandinn…

Spor Pírata í íslenskum stjórnmálum eru ekki einungis spor í sandinn sem munu mást út í næsta flóði.  Þeir hafa þegar sett spor í stefnu og hugsun annarra flokka. Spor sem munu standa næstu árin. Þá skiptir engu hvernig óhjákvæmileg núverandi átök innan Píratapartýsins munu enda.

Það sem er svo spennandi við stöðu Pírata nú er hvernig þeir munu takast á við alvöruna og ábyrgðina. Píratar eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Þess vegna er sú staða sem þau eru í núna nánast fyrirsjáanleg. Og það er gott fyrir Pírata að hún kemur upp núna því það gefur þeim tíma til að ganga í gegnum þetta þroskaskeið í tíma fyrir næstu kosningar. Því þetta er hluti af hefðbundnu þroskaferli hóps. Ef þau klára sig af þessu á skynsaman hátt ÞÁ erum við að horfa á öflugt framtíðarafl í íslenskum stjórnmálum. Ef ekki – þá er þetta einungis enn ein tilraunin til breytinga.

En „bottomlæn“ verður alltaf að Píratar hafi verið VERULEGA spennandi tilraun. Og lærdómurinn af henni mun hafa áhrif í þróun stjórnmála til framtíðar.

Ég efast um að fólk almennt skilji hvaða áhrif Píratar hafa haft á aðra stjórnmálaflokka og dálítið breytt þeim vonandi til hins betra. Píratar hafa þegar markað spor sem ekki verða útmáð. Mögulega mun byltingin éta börnin sín en áhrif byltingarinnar mun gæta til framtíðar. Þannig að þótt Píratasjoppunni yrði lokað hér og nú þá myndu þau sem að henni hafa komið verið stolt af sínu verki…

… en ég held og vona að Píratar náð fótfestu á ný eftir nauðsynlegt þroskaferli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Skynsamlegar pælingar. Ég held að Píratar komi sterkari út úr þessu „þroskaferli“ einmitt vegna þess að þau nota aðrar aðferðir en fjórflokkurinn til að takast á við það. Ekkert flokkseigendafélag á bak við sem markar stefnuna.

  • Þeir sem reyna að skjóta Pírata grasrótarstrúktúrinn niður með því að fullyrða að „þetta hafi allt verið prófað áður og mistekist“ ættu að skoða líka hina hliðina og spyrja sig hvort hefðbundnir „valdapíramídar“ hafi gefist svo ofsalega vel.

    Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að svo margir vilja hafna þeirri hugmyndafræði og ganga til liðs við hugmyndir Pírata. Því fleiri sem trúa á lýðræðislegar aðferðir þeim mun meiri líkur á góðum árangri.

  • „Píratar hafa markað spor sem ekki verða útmáð“, segir þar. Fullyrðing sem ekki styðst við haldbær rök en frekar byggð á tilfinningu.
    Það sem hins vegar vekur athygli eru ófrávíkjanlegar kröfur sem Píratar hafa sett fram og tengjast stjórnarmyndun.
    1) Píratar taka aðeins þátt í stjórnarsamstarfi eftir næstu kosningar til Alþingis, að kjörtímabilið verði níu mánuðir með tvö mál á oddinum þ.e. að innleidd verði ný stjórnarskrá byggð á hugmyndum stjórnlagaráðs og að kosið verði um aðildarviðræður við ESB.
    2) Að ráðherrar í ríkisstjórn muni ekki jafnframt sitja sem þingmenn á Alþingi sem er grundvallarbreyting frá því sem nú er.
    Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segir:“Það skiptir engu hvort þessar ákvarðanir hafi áhrif á fylgi Pírata eða þessar ófrávíkjanlegu kröfur dragi úr líkum á þátttöku Pírata í ríkisstjórn. Aðalatriðið er að taka réttar ákvarðanir“! En bætir svo við: „Það er hins vegar ekki útilokað að Píratar verji minnihlutastjórn annarra flokka falli þar sem ráðherrar sætu einnig á þingi.
    Undarleg framsetning þar sem Píratar vita sem er, að aðrir stjórnmálaflokkar munu ekki fallast á þessi ófrávíkjanlegu skilyrði. Engir flokkar munu treysta sér til þess að mynda minnihlutastjórn með Pírata sem bakhjarl og þessar ófrávíkjanlegu skilyrði yfir höfði sér.
    Það virðist því liggja í loftinu, að Píratar vilji spila frítt á pólitíska sviðinu. Að þeir treysti sér ekki til þess að taka þátt í landsstjórninni með öllum þeim skyldum og kröfum og þeirri ábyrgð sem óhjákvæmilega fylgir stjórnarþátttöku. Ef það er reyndin er ástæðulaust fyrir fólk að fylkja sér um Pírata fyrir næstu kosningar. Erindi flokksins er þá léttvægt ef nokkuð.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur